Vikan

Tölublað

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 31

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 31
það er* auðséö... hvítasta Já, þaö er auðvelt aö sjá aö OMO ski/ar hvítasta þvottinum. Sjáiö hve skínandi hvítur hvíti þvottur- inn verður og einnig verða litirnjr skærri á litaða þvottinum sé'ÖMO notaó. Löörandi OMO, gerir þvot- tinn ekki aðeins hreinan heldur einnig hvítari. Reynió OMO og þér munuð sannfærast. þvottinum! X-OMO 185/lC-64tt uðstaðnum um þessar mundir, en skemmtanalífinu í heild hafi ekki farið fram síðustu órin. — Fólkið vill áreiðanlega eitt- hvað betra, segir Tage. Bláa stjarn- an í Sjálfstæðishúsinu gekk vel hér á árunum. — Varst þú viðriðinn hana? — Nei, en ég var með kabaretta í Austurbæjarbíói reglulega um þriggja ára skeið fyrir um 10 ár- um. — Hverjar voru helztu stjörnurn- ar á þeim árum? — Soffía Karls var góð, Sigurð- ur Olafsson, Baldur Hólmgeirsson, Gestur Þorgrímsson, Sigfús Hall- dórsson — nei, þetta er alltof langt upp að telja, það voru svo margir góðir á þeim árum, ekki síður en nú. Tage gengur að bókaskápnum og kemur aftur með fullt fangið af albúmum. Við unum lengi við að fletta þeim og skoða myndir frá kabarettárunum, og ég fer að sjá eftir að hafa ekki verið orðin kabarettfær á þeim tímum. Can-can var geysi- vinsælt — Stóðu ekki aðrir en þú að þessum kabarettum? — Nei, ég var nú eiginlega pott- urinn og pannan, skipti alltaf um fólk fyrir hvert prógram. Það var mjög gaman að fást við þetta. En dýrt, sífelld spurning um, hvort fyr- irtækið bæri sig. Og þó var alltaf húsfyllir og 10 — 15 sýningar hvert prógram. — Og hver var uppistaðan? — Hún var fjölbreytt, leikþættir, söngur, dans og grín, innlendir og erlendir skemmtikraftar. Við höfð- um dansflokk, stundum dansaði hann can-can, það var geysi vin- sælt. Við hVert prógram störfuðu svona 25 — 30 manns, auk hljóm- sveitar. Enu sinni fékk ég amerísk- an rokksöngvara, það var víst fyrsta rokkið hér. — Það var annars einkennilegt, að við urðum oft að fella niður eftir frumsýningu þætti, sem okkur hafði þótt beztir. Fólkið hló bara ekki að þeim. En mér er minnis- stætt, hve smákafli úr Ævintýri á gönguför varð • geysivinsæll, enda úrvalsleikarar, sem fóru með hann, Lárus Pálsson og Brynjólfur. Það atriði kom inn ( á síðustu stundu í stað tveggja, sem duttu út. Það gerðist oft margt á síðustu stundu, en einhvern veginn gekk þetta þó allt snurðulaust. Skortir útvarps- gagnrýni Tage segir, að það hafi verið mjög spennandi að sjá viðbrögð fólks á frumsýningum. Það var eig- inlega aldrei að vita, hvað mundi ganga. — Er erfiðara að skemmta út- varpshlustendum? — Að vissu leyti. Tengslin eru ekki jafn náin, maður veit ekki, hvað þeim geðjast bezt. Og út- varpsgagnrýni skortir hér tilfinnan- lega. Það er jú gagnrýni ( Morgun- blaðinu og Þjóðviljanum, en hún nær svo skammt. Eina gagnrýnin, sem ég fékk, var hvort þessi þátt- ur hefði verið betri eða verri en sá næsti á undan, en orsök þess mismunur var ekki rædd. Sjálfur sá ég engan mun og var engu nær. Við ræðum um útvarpsgagnrýni og erum á einu máli um, að hún sé jafnvel ennþá nauðsynlegri en kvikmyndagagnrýni, sem reyndar situr ekki ( háum söðli ( blöðunum hér. Heimagangur í útvarpinu — Segðu mér annars, eru þetta þín fyrstu kynni af útvarpinu? — Ég er nú eiginlega heima- gangur þar, hef unnið geysimikið að hljómplötuupptökum þar. Og hljóðnemann komst ég í kynni við fyrir allmörgum árum, stjórnaði þá 4 — 5 þáttum í svipuðum dúr og þessum, sem ég hef verið með að undanförnu. En þá var nú aðstað- an önnur og verri. Það gekk samt allt saman, — eins og núna. — Engin spaugileg atvik? — Það held ég ekki. Við höfum að vísu oft verið á síðustu stundu, og ( vetur kom það eitt sinn fyrir, að upptakan á fyrri hluta þáttar- ins var tilbúin einni mínútu fyrir nfu og seinni hlutinn fjórum mín- útum áður en hann átti að hefjast. — Yfirleitt ætlar útvarpið ekki nógan tíma til undirbúnings. Ég tók þennan þátt að mér ( fljótfærni með alltof stuttum fyrirvara, enda hefur það verið svo, að næsti þátt- ur er kominn yfir mig, þegar ég er að ganga frá einum. Það þarf miklu betri tíma. Kiljan og Tómas Einn veggurinn í stofu Tages er þakinn bókum, en á milli þeirra I einni hillunni kúrir sjónvarpstæki. — Lestu mikið? — Mjög mikið. — Hvað helzt? — Allt milli himins og jarðar, líklega of margvíslegt efni, kafa ekki til botns ( neinu. — Eftirlætishöfundur? — Ég veit ekki. Ég les Kiljan og Tómas mikið. Sjónvarpið leiðigjarnt — Og hvernig finnst þér sjón- varpið? — Það er margt gott ( því, en ósköp leiðingjarnt að horfa á það kvöld eftir kvöld. Það er svo líkur blær yfir þessu öllu saman. — Og íslenzka sjónvarpið, þegar það kemur? VIKAN 43. tbl. 0-1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.