Vikan

Tölublað

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 47

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 47
Ermarnar líkjast stórum leðurblöku- vængjum á þessum rauða blúndukjól t.v. Oft eru kjólar með þessum stóru ermum hafðir úr chiffon. T.h. er fóðraður kjóll úr hvítri, þykkri blúndu með ófóðruðum jakka með hvítum skinn- bryddingum á könt- um. ..... liÉÉPv / - && $ ' -x. Hvítur, hlíralaus kvöldkjóll með ákaflega drama- tískri svartri skinnbryddingu að neðan og á hlið bæði að framan og aftan, en yfir öxlina myndar skinniö einn hlíra. Gull- og silfurofin efni með pallíettum og perlusaumi eru notuð í marga kvöldkjóla og sjást tveir þeirra hér t.v. T.h. er stuttur kvöldkjóll, sem ómögulegt er að greina frá undirkjól — en margir nýju kvöldkjólarn- ir eru sniðnir nákvæmlega eins og undirkjólar. Þessi er úr satíni og gerir það hann enn líkari venjulegum, gamaldags undirkjól. Hér að ofan og til beggja hliða má sjá hvernig París fer að því að bæta sér upp einfaldleika dagkjólanna. Dior hefur tekið sérstöku ástfóstri við strútsfjaðrir og reyndar fleiri í París. Kjóllinn beint hér fyrir ofan er ríkulega skreyttur þeim, bæði neðan á kanti og á hlið og upp á öxl. Hann er gulur á litinn og fjaðrirnar gular í sama lit. T.v. er kjóll úr grænu chiffon með stórum pífubekk neðst og rós í annarri hlið þar sem pífurnar byrja. Sá t.li. er úr dökk- grænu chiffon með einni pífu neðst og bæði blómi og stórri slaufu neðst í annarri hliðinni. Hálsmálið á báðum þessum kjólum er mjög einkennandi fyrir kvöldkjólana núna. VIKAN 43. tbl. 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.