Vikan

Issue

Vikan - 28.10.1965, Page 44

Vikan - 28.10.1965, Page 44
beint undir eldsneytisblöndustilling- unni, sagði Turner. — Sérðu það? spurði George lágt og órólega og gaut augunum út undan sér á Janet. — Það hlýtur að vera þetta hér. Hún dró stöngina að sér. — Forþjöppustillirinn er fjórum rofum hægra megin við blöndurof- ann. Setjið hann á „upp"! — Settu hann á „upp", Janet! En gæftu þess að ruglast ekki. Nokkur stund leið. Janet hallaði sér yfir mælaborðið. — Finnurðu hann? Rödd George var spennt og hás. — Já, hér er það! — Dugleg stúlka . . . ! George sá allt í einu að sjón- deildarhringurinn tók að hoppa upp og niður fyrir framan hann, en hann þorði ekki að hafa augun af Ijóshringjum mælaborðsins. — Nú skulum við setja flapsana niður í fimmtán gráður, sagði Turn- er. — Heyrið þér það, Spencer? Fimmtán gráður. Það þýðir niður í aðra skoru. Þegar þér hafið gert það, minnkið þér hraðann rólega niður í hundrað og fjörutíu hnúta og stillið allt samkvæmt því! Þegar þér eruð búin að því, eigið þér að setja aðstoðarvökvadæluna á. Hún er lengst niðri, vinstra megin við Giro áttavitann . .. Turner snöggþagnaði. — Hann sveiflast til eins og hel- særð kráka, flugstjóri, hrópaði rad- armaðurinn. Turner hljóp út á svalirnar, sem voru umhverfis flugturninn og starði í norðvestur, en hann sá ekki votta fyrir flugvélinni. — Gætið að flughæðinni, hróp- aði hann. Spencer, heyrið þér til mín! Gefið meira gas og setjið nef- ið upp! Fullt bensín! Andskotinn er þetta, Spencer . . . Hvern djöfulinn eruð þér að gera . . . ? George Spencer hlýddi röddinni í talstöðinni og gaf öllum mótor- unum fullt bensín. Hann gerði þetta allt of hratt. Það var eins og flug 714 þrýstist upp í loftið og nokkrir farþeganna aftur í æptu upp yfir sig. Sumir þutu upp úr sætum sín- um. Aðeins hinir veiku lágu kyrr- ir. Ungi maðurinn, sem áður hafði orsakað æsinguna, hafði greinilega fengið nóg. Hann var meðal þeirra, sem stukku á fætur. Hann sló hnef- unum í blindni í kringum sig og galaði: — Hleypið mér út! Fellman þaut til hans og reyndi að taka um handlegginn á honum, en vitfirringurinn var of sterkur. Hann kastaði Fellman frá sér, svo hann féll endilangur í ganginn. A sömu sekúndu var hann tekinn á rás í áttina að flugstjórnarklefan- um. Þar inni hafði George aftur náð stjórn á vélinni og flaug eðli- lega. En bæði George og Janet Benson höfðu orðið fyrir áfalli. Ge- orge hélt sér í stýrið og starði sljór framfyrir sig. í hátalaranum glumdu áköf fyrirmæli Turners: — Verið nú rólegur, Spencer. Það er engin hætta. Haldið áfram að fljúga svona stundarkorn, og við skulum tala rólega og fumlaust saman. — Ég bið að heilsa honum, og segðu, að ég geti þetta aldrei, sagði George. — í hvert skipti, sem ég hef reynt að minnka hraðann og renna mér í gegn, byrjar vélin að spinna. Ég hlýt að hafa misskilið eitthvað. Janet hallaði sér í áttina til hans. — Nei, þú ferð rétt að, George. Ég er viss um það. Það er ekki hægt að ná vélinni öðruvísi niður. — Ég þori þetta ekki, sagði Ge- orge. — Ekki í lítilli hæð. Við förum beint á nefið, ef þetta gerist, þegar við komum inn. Um leið og hann sagði 'þefta, kom vitfirringurinn þjótandi innan úr farþegaklefanum. Hann rak upp öskur og kastaði sér á George aftan frá. Hann var alveg óviðbúinn og rann út úr sætinu. Innan einnar sekúndu sat maðurinn klofvega á George og hamraði á honum með krepptum hnefum. Framhald í næsta blaði. Ævintýrig í storminum Framhald af bls. 13. — Hann hlustar of mikið á hé- góma hjal, tautaði móðirin. — Þú ættir heldur að biðja til þess að storminn lægi, án þess að valda of mikilli eyðileggingu og hörmung- um . .. O Kimi kraup á tandurhreint gólf- ið fyrir framan húsaltarið og bað fyrir öryggi unnusta síns. í hjarta hennar var líka leyndur ótti, — ótti vegna þess að hún hafði svarað móður sinni eins og hún gerði, og myndi kannske hljóta hefnd fyrir. Hún hafði heyrt svo furðulegar sög- ur um fólkið í borgunum, ótrúlegar sögur um konur, sem höfðu enga hæversku til að bera, en höguðu sér eins og vestrænar konur. Kosei þekkti ekki sllkar venjur, frekar en hún. Hversvegna vildi hann ekki skilja það? Þessir nýju siðir gætu kannske breytt honum þannig að hann missti allan áhuga á því að fá hana til sín, því að loforð voru víst ekki svo bindandi ( borg- unum . . . Þá kom allt í einu hlé á stormin- um. O Kimi vissi að hvirfilvindur- inn hafði ekki farið fram hjá, held- ur voru þau nú í miðri hringið- unni. Henni fannst skyndilega sem það væri ekki nóg að biðjast fyrir innan dyra, þetta var annars eðlis. O Kimi fannst hún verða að vera nær Kosei og gefa honum af sál sinni. Áður en móðir hennar gat stöðv- að hana var hún hlaupin út. Hún stanzaði augnablik til að ná í reipi, svo hljóp hún upp götuna, sem lá að hlíðinni og klifraði upp, milli furutrjánna, hærra og hærra, þar til hún kom á staðinn, þar sem hún var fyrr um daginn og einbeitti sér við að horfa út á sjóinn. Hún valdi stórt, djúprætt tré, sem hún batt sig vandlega við með reipinu, svo að stormurinn ekki feykti henni um koll. Þarna ætl- aði hún að bíða. Ef til vill gat það hjálpað Kosei í baráttu hans fyrir lífinu, að hún tæki þátt í henni með honum. Kannske gæti það stuðlað að því að hann kæmi heill til lands. Hún vissi ekki hvernig það mætti vera, en hún hafði það á tilfinnngunni að hún gæti miðl- að honum einhverju af Kfsorku sinni. Oskrið í storminum og bleksvart myrkrið helltist yfir O Kimi, og hún fór að efast, efast um að hún gæti nokkuð stuðlað að öryggi Kos- eis. Gat hún með heitum bænum sínum fært hann að landi? En Kosei ætlaði ekki að vera kyrr hjá henni, þótt hann kæmist lifandi til lands. Hann ætlaði til borgarinnar á morgun. Hversvegna gat hann ekki skilið að menn urðu að villidýrum, þegar þeir fóru í stríð? — Fóru í hernað til að drepa meðbræður sína. En menn sem börðust við nátt- úruöflin, eins og sjómennirnir, urðu sterkari og vitrari, lærðu að skilja og meta tilgang lífsins. Hversvegna gat Kosei ekki skil- ið þetta? í sjónum var nóg af fiski til að veiða og það þurfti sann- arlega hetjuskap til að berjast við hafið. — Er það ekki ærið nógur spenningur og ævintýri fyrir þig, Kosei? Lognið í miðju hvarfilvindsins var farið fram hjá og æðisgenginn stormurinn lamdi aftur á O Kimi, þar sem hún stóð bundin við tréð. Hvar var Kosei? Var hann ofan- sjávar, eða var hann marinn til dauða upp við klettótta ströndina? DECOWALL - vlðarþllfur HLAKKAÐAR OG * TILBÚNAR TIL UPPSETNING- AR. VERÐIÐ MJÖG HAGSTÆTT. Viðartegundir: TEAK E I K ASKUR LERKI o. fl. MiMfln U. Þórsgötu 13 — Sími 11931 VIKAN 43. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.