Vikan

Tölublað

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 34

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 34
HI-FI bándoptager 1001, BOROTÆKI - FERÐATÆKI ALGJÖRLEGA NÝTT FORM, SEM BRÝTUR í BÁGA VIÐ ÞAÐ VENJULEGA RADIO B Ú Ð i N KLAPPARSTÍG 26 SÍMI 19800. ELTRA segulbandstækið 1001 er leikandi létt f notkun, vegna þess, að það sýnir með liósmerkjum, hvaða takka ó að nota við inn og afspilun. ELTRA 1001 hefur 3 hraða, stærstu gerð af spólum (18 cm), teliara, mixer, sér bassa og diskant stillir. Stóran innbyggðan hátalara að framan og 6 watta push pull útgang. Kr. 9300.- Innifalið í verði er stór spóla, tónspóla og mikrafónn. ateaðferðum og iafnframt því að vera góð sjálfsvarnaraðferð er Karate miög gotf kerfi fyrir ieik- fimi. Til dæmis hafa japönsku fræðsiuyfirvöldin látið innleiða Karateæfingarnar í leikfimikennsl- una. Það er algeng sjón í Japan, að ungir og gamlir æfi Karate, bæði í fiokkum og einir sér til að halda sér í þjálfun. Af því má sjá, að það er „vestræn" ímyndun, með öllu, að Karate sé einungis hægt að nota í bardaga upp á líf og duaða og að höggin séu alltaf lífs- hættuleg. Austurlenzkar bardagaaðferðir virka alveg sérstaklega á fólk, sem vill fá eitthvað fyrir ekkert og leit- ar að fljótum leiðum til að verða „súpermenn". Aðferðir eins og Júdó og Karate eru iðkaðar af mjög fáum hér á landi, og af þeim ástæðum vantar markmiðið til að dæma árangur hvers einstaklings. Þótt menn kunni lítið í íþróttinni, er ósköp auðvelt að gabba sjálf- an sig til að trúa því, að þeir séu góðir, það er nefnilega enginn til samanburðar. Og það að tilheyra jafn leyndardómsfullri íþrótt, dreg- ur marga að, sem ná kannske ekki árangri í hinum greinunum vegna samkeppni. í öðrum íþróttagrein- um, svo sem glímu, hnefaleikum, fimleikum eða frjálsum íþróttum vita flestir, hvar þeir standa í kvót- anum. Það er þess vegna fróðlegt að athuga það, að flestir þeirra, sem stunda austurlenzkar íþróttir, hafa aldrei stundað neins konar íþrótfir áður. Hvernig fer æfingartími Karate fram? kunna menn að spyrja. Vanalega byrjar tíminn með nokk- urra mínútna upphitunaræfingum og á eftir þeim tíu mínútna öndun- aræfingar og staðæfingar. Þessu næst er byrjað á fallæfingum, það þarf líka falltækni í Karate, og svo eru hreinar Karate-æfingar í 2 — 3 tíma. Reyndir Karatemenn iðka einnig bardagaæfingar, og það er rétt að segja frá því, að það henda miklu færri slys á æfingunum en til dæmis í hnefaleikum eða glímu, og það hefur ekki svo lítið að segja. Tíminn endar svo með styrkj- andi og mýkjandi æfingum og að lokum: 10 mínútur í afslöppun. Sem sagt, dálítið leyndardómsfullt en erfitt. Um alla Evrópu eru klúbbar, sem kenna Karate, og meðlimirn- ir skiptast í flokka eftir getu og dugnaði. Venjulega eru þjálfararn- ir japanskir. Hægt er að taka 9 stig í Karate, eða 9 „Kyu" upp í fyrsta „Dan". Frú níunda til fjórða Kyu er borið brúnt belti með rauð- um borða og frá fyrsta til fimmta Dan er borið svart belti. Þetta er sem sagt ekkert ósvipað þem gráð- um, sem veittar eru I júdó og jiu- jitsu. Enn sem komið er mun enginn Karate-klúbbur hafa verið stofnað- ur á Islandi, en varla mun langt í land með það. Það hefur lengi setið í mönnum, að þetta sé hálf ómennsk íþrótt, sem byggist upp á drápum og limlestingum. Auðvitað er hægt að ganga það langt í henni eins og öðrum íþróttum, að hún verði hættuleg. En í eðli sínu eins og hún er í dag, er hún skemmtileg íþrótt og þroskandi, jafnframt því sem hún krefst mikils af þeim, sem leggja stund á hana. Angelique og kóngurinn Framhald af bls. 17. — Nei, því miður, andvarpaði Madame de Roquelaure og byrjaði aftur að gráta. Það var annað mál með bréf Colberts. Án þess að minnast á kjafta- sögur hirðarinnar, sem hann lagði ekki eyrun eftir, bað hann Madame du Plessis að koma við fyrsta mögulega tækifæri til Versala og takast á hendur verkefni varðandi silkiiðnaðinn, sem aðeins hún gat ráðið við. Baktiari Bey, ambassador Persíukonungs, var við hlið Parisar. Colbert var mjög í mun að gera samning í gegnum hann, sem myndi bæta mjög kjör Frakka varðandi innflutning á persnesku silki. Þegar hún hafði lesið bréf hans, ákvað hún, að hún kæmist ekki hjá þvi að snúa aftur til Parísar. Frá París fór Angelique beint til Versala. Hún hitti konunginn í garðinum, þar sem snjórinn lá nú yfir öllu. Þó kuldinn væri nístandi, hafði einvaldurinn ekki aflagt hina daglegu gönguferð. Þótt veðrið og árstíðin leyfðu honum ekki að njóta blóma og trjáa var skipulag og fögur lögun garðsins enn greinilegri að vetri til. Konungurinn og félagar hans námu staðar fyrir framan hverja nýja styttu, sem gnæfði í marmara, hvít eins og snjór eða máluð í rauðum, gullnum og grænum litum, sem voru nú skærari en nokkru sinni fyrr móti gráum lauflausum runnunum. Hægum skrefum gek hirðin umhverfis Appollo-gosbrunninn. Madame du Plessis-Belliére hafði beðið bak við runna ásamt Flipot hirðsveini sínum, sem hélt uppi hinum langa skikkjuslóða hennar, tveimur hirð- meyjum og „Sverðfinni" Malbrant, sem var lífvörður hennar. Nú gekk hún móti konunginum og hneigði sig djúpt og lengi. —• Þetta kemur okkur þægilega á óvart, sagði konungurinn og kinkaði lítillega kolli. — Ég er viss um, að drottningin verður eins ánægð og ég. — Ég hef vottað hennar hágöfgi virðingu mína og hún var svo lítillát að segja, að hún gleddist af að sjá mig. — Ég er fullkomlega á sama máli og hún, Madame. Eftir að hafa kinkað kurteislega kolli, sneri konungurinn sér aftur VIKAN 43. tW.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.