Vikan

Tölublað

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 39

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 39
TRITON-BELCO-ELEGANCE baSherbergissettin eru nú af- greidd hjá okkur af lager og gegn sérpöntunum í úrvali gerSa og lita. Þér hafið því aðeins smekklegt, nýtízku heimili — að TRITON- BAÐ-SETTIÐ sé i húsinu. TRITON-baðsettin eru úr ekta postu- líni með nýtízku formi, enda Vest- ur-þýzk. SIGHVATUR EINARSSON & CO. Skipholt 15, Símar 24133 - 24137. félaga sínum. Montausier hafði talað við konunginn um það, og nú voru hann og yfirbollaberinn að ræða, hvort Florimond gæti annað þessum tveim skyldustörfum samhliða. —- Það er of mikið fyrir hann, mótmselti Angelique. — Hann verður að hafa tíma til að læra að lesa. — Og til andskotans með latínuna! Leyfðu mér það, mamma, leyfðu mér það, bað Florimond. Hún hristi brosandi höfuðið og sagðist skyldi hugsa um það. Hún hafði ekki séð hann í sex mánuði. Hann hafði tvisvar komið í stuttar heimsóknir til Plessis. Nú fannst henni, að sjálfsörugg fram- koma hans og félagskennd gerði hann jafnvel enn fegurri. Ef til vill var hann full mjósleginn. Eins og flestir hinna hirðsveinanna át hann aðeins á hlaupum og hafði lítinn tima til að sofa. Hún tók um grannar axlirnar undir skikkjunni hans og hugsaði til þess með heitu hjarta, hversu dásamlegt það var, að þessi litli, líflegi og gáfaði drengur, væri sonur hennar. Hann var einnig svartklæddur vegna láts stjúpföður síns og bróður. Þegar hún leit á spegilmynd þeirra í stórum, gullrömm- uðum speglinum á veggnum á móti, var hún allt í einu gripin af dapur- leik, því hún minntist þess allt í einu, að hún var ekkja og sonur henn- ar föðurlaus. — Versalir munu biða yðar, hafði konuggurinn sagt. Nei, enginn beið hennar. Á fáum vikum hafði heill kafli í annálum hirðarinnar tekið enda og annar var hafinn, með rithönd Madame de Montespan. Ange- lique litaðist óróleg um. Hún beið eftir því, að þar birtist hinn fegursti allra hirðmanna, du Piessis-Belliére, markgreifi, veiðimaðurinn mikli, marskálkur franska hersins. En hún myndi aldrei sjá hann aftur. Jörðin hafði lokazt yfir honum og skarð hans hafði löngu verið fyllt. Angelique var utangátta. Florimond hafði hlaupið burt, til að elta uppi litla óþægðarhundinn hennar Madame. Drottningin hafði komið niður úr íbúð sinni og sat við hlið konungsins, og umhverfis þau var hálfhringur prinsa og prinsessa af konunglegu blóði, ásamt öllum að- alsmönnunum og konunum, sem höfðu rétt til að sitja á skammelum. Mademoiselle de la Valliére var á öðrum endanum, Madame de Mont- espan á hinum. Ljómandi af fegurð eins og vant var, settist hún með miklu skrjáfi, í bláum, víðum pilsunum. Hún hafði að lokum unnið sér fyrir skammeli, og það var næstum óþægilegt að horfa á, hvað hún reyndi að vekja mikla athygli á sér, meðan hún settist. Þjónarnir byrjuðu að ganga um með glös af vínum, jasminu og selju- rótardrykkjum, rósoli, anisette og rjúkandi seyðum af bláum, grænum og gulum grösum. Allt í einu reis rödd konungsins upp úr kliðnum: — Monsieur de Gesvres, sagði hann við háyfirþjóninn. — Gerið svo vel að sækja skammel handa Madame du Plessis-Belliére. Hvarvetna hljóðnuðu allar samræður og öll höfuð hreyfðust eins og á einum hálsi I áttina til Angelique. Hún gekk nær, hneigði sig djúpt og settist við hlið Mademoiselle de la Valliére. Þegar hún rétti fram höndina eftir glasi af sherry, skalf hún lítið eitt. — Svo að þér hafið að lokum fengið þetta dásamlega skammel, sagði Madame de Sevigné, strax og þær hittust. — Ö, kæra vinkona, ég veit hvað það er dásamleg tilfinning. Allir eru að tala um það. Ég vissi, að allt sem þér þyrftuð að gera, var að sýna yður. Allur fjöldinn lét þó blekkjast, því það var eins og konungurinn virti yður varla viðlits, þegar þið heilsuðust. Og svo, þarna, hvað hann kom öllum á óvart! Ó, ef ég hefði aðeins getað verið þar. Hún kyssti Angelique af miklum ákafa. Hún hafði farið aftur til Parísar til að sjá nýja leik- ritið hans Moliéres. — Á morgun annað, leikrit svo dansleikur, daginn þar á eftir.... ég veit ekki hvað er á dagskránni, en við eigum að vera í Versölum alla vikuna. Hafið þér heyrt þann orðróm, að hirðin eigi að setjast þar að fyrir fullt og allt? Madame de Montespan er því mjög fylgjandi. Hún hatar Saint-Germain. Hvað sagði hún um skammelið yðar? — Ég hef ekki hugmynd um það. — Hún hlýtur að hafa horft á yður með rýtingsaugnaráði. — Ég gleymdi alveg að líta á hana. — Ég get vel skilið það, en það var slæmt, Þá hefðirðu haft tvöfalda ánægju af því. —• Ég vissi ekki að þér væruð svona þenkjandi, sagði Angelique og hló. —• Ég er það ekki, en ég hef gaman að því að aðrir séu það. Þær tróðust inn i leikhúsið og fengu sér sæti. — Við skulum halda hópinn, sagði Angelique. — Þegar leikritið er búið, langar mig að fara aftur til Parísar með yður. Við getum talað saman og rifjað upp það, sem gerzt hefur þess síðustu þagnarmánuði. — Eruð þér frá yður! Versalir hafa ekki fengið yður til þess aðeins að tapa yður aftur! Þér verðið að vera hér allan þann tíma, sem fyrir- fólkið er hér. öll réttindi áskilin — Opera Mundi, Paris. Frarrih. í nœsta blaSi. Flug 714 Framhald af bls. 23. arra tilfinninga, sem alltaf helltust yfir hann, þegar þögnin ríkti á ný á flugvellinum, þegar ekki komu fleiri flugvélar, þegar þær, sem höfðu komið heim, voru komnar niður, vængbrotnar og stundum með særða og dauða um borð. Nú var enn einn hildarleikur í nánd. Hann minntist einnig annarra and- artaka frá stríðinu, þegar hann hafði sjálfur baslast heim með tvo mótora dauða og vængina svo VIKAN 43. tbl. 30

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.