Vikan

Tölublað

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 10

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 10
Dalakofinn — jú, hann er þarna á bak l> viS trén. Og trén eru uppi í Mosfellsdal, rétt austur af Laxnesi — og nor3ur af Gljúfrasteini. Kvöldstund á heimili Tages. Tage teflir við 12 ára son sinn, Axel. Páll, 17 ára, lítur upp úr blaðalestrinum til að fylgj- ast með skákinni, Marsý prjónar, og María, bráðum þriggja ára, leikur sér á gólfinu. '9?' KVÖLDSTUND U MEDTAGE AMMENDRUP tvarpshlustendur um allt land andvarpa mæðulega, þegar Tage Ammendrup segir á sinn elskulega hátt: Ein kvöldstund er lið- in! Ekki af því, að þeim hafi leiðzt, heldur einfaldlega af því, að þeir hefðu gjarnan viljað hafa kvöldstundina lengri. Eftir margra ára barlóm kemur Tage Ammendrup fram á sjónarsviðið og tekst að hafa eitthvað fyrir flesta (auðvitað ekki fyrir alla, það er aldrei hægt). Og hver er svo Tage Ammendrup? Miðaldra kyn- slóðin ætti að vita það, þeir, sem sáu kabarettana hans í Austurbæjarbíói fyrir röskum áratug, og þeir, sem lásu „Musica" í kringum 1950. En vegna mín og annarra fáfróðra um manninn á bak við öll skemmti- legheitin, axlaði ég mín skinn og heimsótti Tage i spiunkunýja og glæsilega íbúð hans eina kvöldstund. — Hér vantar nú ýmislegt ennþá, segir Tage af- sakandi. Við höfum svo lítið hafzt við hér ennþá. Búum alltaf í Dalakofanum á sumrin. — Dalakofanum? — Já, hér sérðu mynd af honum. Ég sé lítið annað en tré og annan gróður. Jú, þar grillir í þak. — Dalakofinn er í Mosfellsdal. Ég tel ekki eftir mér að aka þennan spöl daglega. Það vantar svo sem ekki fagurt útsýni úr gluggunum héðan, en það er betra að vera nær jörðinni um sumartímann. Kristfn Halldórsdóttir NÓG AF HUGMYNDUM Talið beinist að þáttunum hans. Tage er ekkert nema hæverskan. — Eg vildi fá notalega kvöldstund út úr þessu, JQ VIKAN 43. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.