Vikan

Tölublað

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 29

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 29
— Ef hann hefði tekið í mig, hefði ég oltið í hrúgu á gólfinu. Landau hemlaði allt í einu. — Nú hef ég það, sagði hann. — Nú veit ég hvernig ég á að auglýsa þig: Laglega góða stúlkan úr nágrenn- inu, blíð á yfirborðinu, en með eld í æðum. Munaðargjörn og æsandi, að vissu marki, og svo — pang, hurðinni lokað. Falleg kven-gulrót, sem dinglar einni hársbreidd fyrir framan mannasnann. Hann greip um hönd Jean. — Leiktu þetta hlutverk, vina mín, þá skal ég ná í hlutverk handa þér, sem setja bæinn á annan endann. Því lofa ég. Og þarna fæddist kvikmynda- stjarnan Jean Harlow, í bíl í kyjr- llátri hliðargötu í Hollywood. ÍJalski stjúpfaðirinn. Landau vann ötullega fyrir hana.. IHann náði réttum framleiðendum iinn í rétt horn, á réttum stöðúm, iog fékk þá til að láta Jean fá hlut- verk í kvikmyndum sínum. Jean þrælaði llka fyrir Landau. Það var kastað í hana eggjum, ausið sultu yfir platínu-hvítt hár hennar, hún var mökuð í tómat- safa, skvett á hana vatni, hrint út í blauta sementshræru, og hún kannaðist við bragðið á hverri ein- ustu kremkökutegund, sem búin var til ( Hollywood. Og alltaf missti hún niður um sig pilsið. Hún vissii að Landau stjórnaði henni af kunn- áttu og hún var ánægð með það. Kvöld nokkurt kom hún heim til sín og heyrði þá tónlist og hávær- ar raddir, grautarlegar af vin- drykkju. Hún fór inn. Þá voru þar tvö pör, fyrir utan Bello og móð- urina, og á borðinu stóð meir en tylft af vínflöskum. — Góða kvöldið, litla filmstjarn- an mín. Hann veifaði um sig með glasinu. — Þetta eru vinir mínir. Og þetta er Jean, sem ég hefi kennt að ganga, tala og hreyfa sig eins og dömu. Hún gekk að borðinu og tók eina flöskuna. — Innflutt, sagði hún, bit- ur í bragði. — Þrjá dollara kostar flaskan. Ég þarf að þræla f tvo tíma fyrir andvirði einnar flösku. Bello veifaði handleggjunum. — En hver gerði þér kleift að vinna fyrir þeim peningum? Marino Bello! Og úr þv! þú ert komin ( gang^. gæturðu ekki fengið umboðsmann þinn til að finna hlutverk fyrir mig Ifka? — Hann er umboðsmaður fyrir mannlegar verur, en ekki fyrr dýr.. Jean hrækti út úr sér orðunum, og hljóp inn f herbergið sitt. Móðir hennar fór á eftir henni. — Jean, elskan mfn, hversvegna ertu alltaf svona ónotaleg við Mar- ino? — Ég þræla mikið fyrir þessum peningum, mamma, en ekki til að skaffa þessum drullusokk innflutt áfengi. Hann er blóðsuga . . . — Hann meinar þetta vel, sagði móðir hennar, hæglátlega. — Það er brúðkaupsdagurinn okkar í dag. og hann er maðurinn minn, mað- urinn, sem ég er hrifin af. Jean reis upp, og sagði rólega: — Allt f lagi, mamma, ef þú vilt hafa það svona. Við skulum þá koma inn og vita hvernig inn- flutt vín er á bragðið. Kynbomba verður til. Landau tók Jean að sér, eins og Ihún væri hans eigin dóttir. Hann Ikomst að þvf að hún var einkenni- legt sambland af sakleysi og mun- aðarlöngun, ferskleika æskunnar og ástríðuþrá. Hann var undrandi yfir því hvernig þetta fór saman. Að Ihans áliti hafði hún allt það til oð bera, sem þurfti til að kveikja íf hjörtum manna, um allan heim, >en í Hollywood var mönnum ekki •ennþá farið að hlýna fyrir brjósti. — Ég er með stóran, óslípaðan •demant milli handanna, sagði hann, Ikvöld nokkurt við konu sína, — og .ég er neyddur til að selja hann sem gler. Ég kemst ekki einu sinm iinn til stóru karlanna. Ég er með .stóra spólu af filmum, sem eru nær eingöngu af henni. Richard Manley er að byrja á íburðarmikilli mynd, og ég veit að hann vantar unga stúlku, en ég kemst ekki einu sinni gegnum hliðið hjá honum. Ef ég væri á kjólfötum með hvelfda 'bringu, stæðu dyrnar örugglega opnar... Landau datt allt í einu gott ráð i( hug. Nokkrum dögum seinna sat Ric- 'hard Manley í einkasýningarsal sín- um og horfði á hverja skrfpamynd- ina af annarri, allar með Jean Har- low í einhverju hlutverkinu. Án efa töluverður kroppur. Það var eitt- Ihvað við hana, sem hann hafði tekið eftir, þegar hún kom inn á ■skrifstofuna hans, með filmuspól- ■una undir hendinni. Það var ann- ars nokkuð snjallt af Landau að senda hana sjálfa með myndirnar. Þegar þeir voru búnir að horfa á myndirnar, sagði hann: — Herra 'Landau, hvað viljið þér fá fyrir . . . f fyrsta sinn leit hann beint á Jean. — Fyrir Jean Harlow? Þessi samningur gerði hana ekki auðuga, og fyrir Landau sem fékk aðeins tíu prósent, var þetta ekki fjárhagslegur sigur. En þetta var byrjunin á raunverulegri frama- braut hennar. Þriggja ára samning- ur upp á 250 dollara vikulaun, þeg- ar hún lék f kvikmynd, og 200 þeg- ar hún ekki var að leika. Þess ut- an fékk hún 50 dollara uppbót ár- lega. Auglýsingaferðalag um Bandaríkin. Þegar Jean sá sjálfa sig á frum- sýningu fyrstu kvikmyndarinnar, sem hún lék f, fór hún að gráta. — Ég er hræðileg, — hryllileg! kjökraði hún. Móðir hennar reyndi að hugga hana. — Kjólarnir eru Ijómandi, sagði hún. Landau sagði ekkert. Honum var Ijóst að Jean fengi ekki mikið hrós fyrir leik sinn, og það sama vissi Manley. En Jean Harlow hafði dálítið annað, sem vakti eft- irtekt, geysilega mikið „sex appeal". Dómarar og áhorfendur höfðu Ifka tekið eftir þessu. Manley las UNDRAPÚÐINN sem festir tanngóminn, dregur úr eymslum, límist við góminn, þarf ekki að skipta daglega. SNUG er sérstaklega mjúkur plast- ic-púði, sein sýgur góminn fastan, þannig að þér getið talað, borðað og hlegið án taugaóstyrks. SNUG er ætlað bæði efri- og neðrigóm. Þér getið auðveldlega sjálf sett púð- ann á, hann situr fastur og hreins- ast um leið og tennurnar. — SNUG er skaðlaus tannholdi og gómnum. Endist lengi og þarf ekki að skipta daglega. Snug Heildsölu- birgðir: Ó MOLLER & CO., Kirkjuhvoli, Sími 16845. í gegnum leikdómana: — „Hún get- ur ekki leikið, en í svarta náttkjóln- um getur hún fengið strákana tll að standa á haus". Manley hugsaði sig um, svo hafði hann samband við Landau. — Ég sendi hana í sýnfngarferð og kynni hana með myndinni. Ég er búinn að eyða svo miklum pen- ingum í hana, og ég verð að fá þá aftur, jafnvel þótt hún þurfi að endurtaka „strip-tease" atriði sex sinnum á dag. Jean var fús til samvinnu. [ fyrstu var hún óörugg, hrædd við þessa ósýnilegu áhorfendur, þegar hún kom fram í sviðsljósið. [ San Fran- cisco kom hún fram á sviðið f glitr- andi, níðþröngum kjól. Hún var taugaóstyrk og byrjaði á margæfðri þulu sinni: — Þið eruð öll svo dá- samleg við mig, ég veit ekki hvern- ig ég á að byrja. — Byrjaðu bara á efstu tölunnl og haltu svo áfram niður úrl kail- aði rödd úr myrkrinu. Allir í saln- um æptu af hlátri. Jean varð ná- föl, en hún gat haldið brosinu. Og smátt og smátt varð þetta auðveld- ara. Hún lærði að taka tvfræðum athugasemdum frá áhorfendum, og bætti oft við þær sjálf, setningum sem voru samdar af rithöfundurn kvikmyndafélagsins. — Leikdómarar segja að ég sé ekki leikkona, sagði húh á einum stað. Svo ýtti hún brjóstunum fram. — Lít ég út fyrir að vera óraun- veruleg? — Nei! hrópuðu áhorfendur, ofsa- kátir. Amerfka elskaði hana. Prentsvert- an flaut, til að segja frá öllu, sem hún hafði gert, og mörgu sem hún hafð aldrei haft tfma til að gera. Djarfar myndir af henni skreyttu forsfður blaða og tímarita, kvik- myndavélarnar gældu við andlit hennar, líkama og fótleggi. Hún hafði oft blaðamannafundi, til ánægju fyrir alla fbúa landsins. Heimboð. Jean hafði ánægju af ferðinni, en var samt glöð, þegar henni lauk. Landau tók á móti henni, þegar hún steig út úr lestinni. Hann var f nýj- um, klæðskerasaumuðum fötum og í nýjum fokdýrum bfl. Hann brosti. — Þetta er þín vegna, sagði hann. — Þú neyðir mig til að Ifta út ein6 og umboðsmaður, sem hefir heppn- ina með sér. Á heimleiðinni sagði Landau að Manley hefði beðið sg um að senda hana til hans á einkaskrifstofuna. — Hvað á það að þýða? Landau leit á hana. — Hvað held- ur þú að það þýði? Jean rétti úr sér og starði fram fyrir sig. — Hverju svaraðir þú? — Ég sagði já. Jean hélt fyrst að sér hefði mis- heyrzt. Svo sneri hún sér að hon- um: — Arthur Landau, þú sagðir einu sinni að þú ætlaðir aldrei að verða ástamangari. En þú hefir Ifk- lega meint að þú vildir bara ekki gera það fyrir smápeninga ... I Framhald í næsta blaði. VDtAN 43. tM. 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.