Vikan

Tölublað

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 30

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 30
Framhald af i)ls. 11. veginum. Faðir minn, Povl Ammen- drup, er hins vegar danskur. Hann var klæðskeri og rak umfangsmikla verzlun í mörg ár, en nú hefur Drangey fært svo mjög út kvíarnar, að hann hefur helgað henni starfs- krafta sína og er sívinnandi. Móðir mín heitir María Samúelsdóttir, ætt- uð úr Skagafirði, kát og dugleg, eins og margir Skagfirðingar eru. María heitir einnig konan mín, ég kalla hana Marsý til aðgreiningar frá mömmu. Við eigum tvo stálpaða drengi, annan í menntaskóla, hinn í gagnfræðaskóla. og litla stúlku. Tage er hugsi um stund. Svo birt- ir yfir svip hans. — Sem betur fer, er hvorugur drengjanna bitill, segir hann. — Þér geðjast ekki að bítlun- um? — Utgangurinn á þessum krökk- um er alveg hræðilegur. Músikin er kannski ekki verri en gengur og gerist, það er ný tegund fyrir hverja kynslóð. Og þó — í mínu ungdæmi var það swing og jass, það var áreiðanlega betri músík. Og kannski verður næsta tegund betri, þjóðlögin eru t.d. sífellt að vinna á. Stríddi bítlunum og hefndist fyrir Eg sé, að Tage er farinn að hugsa um swing og jass og gamla daga, en hann sleppur ekki með það. — Krakkarnir gangast upp I bítlamennskunni, segi ég, og Tage tekur viðbragð. — Hvort þeir gera! Ég gat ekki stillt mig um að stríða þeim pínu- lítið í einum þættinum í fyrravetur. Ég samdi hörmungarkvæði við eitt bítlalagið og fékk strák til að syngja það og hafði viðtal við bítil, auðvitað allt tilbúið grín, svo vit- laust, sem ég frekast gat hugsað mér. — En viti menn! Svo heyrði ég í einhverjum þætti unga fólks- ins ennþá vitlausara viðtal við enn- þá vitlausari bítil og hélt í ein- feldni minni, að þetta væri gaman- þáttur, risin ný stjarna í skemmt- analífinu. En það var þá allt í fúl- ustu alvöru. — Og hörmungarkvæðið mitt var sungið síðast liðið sumar á skemmt- unum út um allt land, mér til mik- illar skapraunar. Mér hefndist fyr- ir. Kvæði kvöldsins varð vinsælt Síminn ónáðar okkur við og við. Tage er fljótur að afgreiða þá, sem eiga erindi við hann. Ekki með neinni óþolinmæði þó. Tage er allt- af jafn elskulegur og rólegur í við- móti. - O - — Hvaða atriði fannst þér sjálf- um bezt í útvarpsþáttum þínum? — Ég veit ekki. Kvæði kvöldsins tókst oft mjög vel. Fyrsta kvæðið, kvæðið hans Tómasar, gerði sér- staka lukku. Ég fékk fjölda óska um að endurtaka það. Ein gömul kona gerði sér ferð til mín og bað mig svo vel, hún hafði verið svo ólánsöm að heyra aðeins endinn. Og ég endurtók það. Ég varð var við, að fleirum en mér finnst fara vel á því að innramma falleg kvæði í fallega músík. — Leikritakynningin varð einnig vinsæl. Við kynntum nokkur leik- rit, m.a. Stöðvið heiminn, Mann og konu, Jeppa á Fjalli, Fjalla-Eyvind o.fl. — Nokkur atriði voru alger ný- lunda f útvarpinu og má t.d. nefna er Jan Moravek lék lagið Beautiful Dreamer á sex mismunandi vegu, eins og hljómsveitir frá ýmsum löndum mundu flytja það, og eins lék Eyþór Þorláksson á gítar. Þetta voru vandasamar upptökur, sem tókust ágætlega. Sumar fóru aS skæla Flestir, sem fást við að skemmta fólki, halda sér við nútíðina eða reyna að skyggnast inn í framtíð- ina. Tage heldur sér meira við for- tíðina. Ef til vill er það ekki sízt það, sem gerir hann svo vinsælan. — Ég hafði mjög gaman af að vinna að dagskrárliðnum, sem ég nefndi ,,Frá liðnum árum". Það var mikil vinna, vantaði tiifinnanlega upptökur frá gömlum tímum. Ég sat mikið á Landsbókasafninu, auk þess sem ég naut fræðslu eldri manna. Og Tage hlær dátt. — Þetta voru svo skemmtileg tímabil, t.d. á milli 1920 og '30 eða ennþá fyrr. Það er gaman að lesa blöðin frá þeim tfmum, það er svo margt barnalegt skráð þar. — En við erum svo sem engu betri með hjátrúna og allt það. f einum þætti mínum fékk ég spá- konu til að segja fyrir um úrslitin í landsleiknum á milli Dana og ís- lendinga. Hún spáði sigri fslend- inga, sem ekki gekk eftir. En ég fékk ekki stundlegan frið næstu daga fyrir upphringingum fólks, sem sárbændi mg um nafn og heim- ilisfang spákonunnar. Sumar kvenn- anna fóru meira að segja að skæla í símann, þegar ég vildi ekki gefa upplýsingar, þær þurftu svo sár- lega að láta spá fyrir sér. „Ég vil ekki særa fólk“ Því hefur verið haldið fram, að kímnigáfa íslendinga væri heldur af illgjarnara taginu,- þeir skemmtu sér bezt yfir óförum annarra. — Þú varst ekki mikið með eftir- hermur í þáttum þínum? — Ég er þreyttur á þessum sí- felldu eftirhermum. Fólk hlær jú að eftirhermunum, það hlær alltaf að óförum annarra. En það er ekki sá hlátur, sem ég vil fá fram. Ég vil ekki særa fólk. — Svavar Gests gerir mikið grfn að fólki. — Mest þó að sjálfum sér. Svav- ar kann þessa tegund af húmor, og ég held hann hafi aldrei sært neinn. Bessi á heims- mælikvarða Tage finnst ekki erfittað skemmta íslendingum. — En er ekki skemmtanalífið f höfuðstaðnum skelfing fátæklegt? — Óskaplega einhæft. Dans- hljómsveit með söngvara er það eina, sem boðið er upp á. Fáklædd- ar dansmeyjar við og við. Og þó eigum við prýðilega skemmtikrafta. Til dæmis Bessa Bjarnason, skemmti- kraft á heimsmælikvarða. Bessi Bjarnason minnir okkur á leiklist. Við erum sammála um, að leiklistin standi með blóma í höf- 0Q VIKAN 43. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.