Vikan

Tölublað

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 24

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 24
Við þekkjum Karate af sakamólamyndum, sem við höfum séð, til dsemis ættu þeir, sem sjá Lemmy myndir að staðaldri að vera farn- ir að kannast við aðferðina. Annars er ekki vitað til, að menn hafi lagt stund á þessa íþrótt hér á landi, svo að nokkru nemi. Af því ieiðir, að menn vita miög lítið um Karate. Menn hafa lesið eitt- hvað um þetta, heyrt eitthvað um það og svo sitja þeir með ó- vissa hugmynd í kollinum um austurlenzk ofurmenni, sem splundra múr- steinum með handarjaðrinum, brióta þykkar eikarhurðir með fótspörkum og limlesta menn með hnúunum. Og þetta getur í ýmsum tilfellum verið rétt. Karatesnillingar geta að vissu marki gert slíka hluti. Áður fvrr var það algengt, að Karatemenn þjálfuðu hnefana, þar til þeir voru orðnir eins og axlir. Þeir handar- brutu sig margsinnir og spörkuðu fæturna sundur og saman til þess að fá handarjaðrana og iliarnar harða eins og járn. Þar með voru þessir líkamshlutar orðnir að drápsvopnum, sem Karatesnillingarnir gátu limlest óvini sína með. Nú á dögum er þessi hrottaskapur að mestu leyti úr leik, nýtízku Karatemenn, sem taka þjálfun sína alvarlega, skeyta ekki skapi sfnu á húsgögnum og innanstokksmunum og þeir afmynda heldur ekki hendur eða fætur til að „búa til vopn". Þannig er nútíma Karate ólíkt hinni gömlu bardagaaðferð. Hvað er þá Karate? Við verðum að leita langt aftur í sögu Kína til að finna upprunann. Kínverskir Búddhatrúarmenn þjálfuðu nokkurs konar Karate, sem sjálfsvarnaraðferð fyrir mörg hundruð árum síðan og þaðan er nafnið komið, Kara, sem þýðir án vopna og te, sem merkir hönd. Karate^þýðir þá Vopnlaus hönd. Þegar Japanir réðust inn í Okinawa, var alrhennum borgurum bannað að bera vopn og Karate var þjálfað sem drápsaðferð. Lengi framan af var Karate hjúpað hulu leyndardómanna og menn lærðu það með mestu leynd í einrúmi fram til ársins 1923. Þá tók sig upp hinn stóri meistari listarinnar Ginchin Funakochi og fluttist til höfuð- stöðva júdólistarinnar, Tókíó. Þar byrjaði hann að útskýra fyrir mönnum leyndardóma Karate. Þannig lærðu Japanir listina á ný, og síðan hefur hún hlotið svo mikla viðurkenningu, bæði sem bardagaðferð og sem (þrótt, að ! dag eru um það bil 150 Karateskólar í Japan og talið er, að meira en 150.000 Japanir æfi nú Karate. Flestar siálfsvarnaríþróttir eru austurlenzkar að uppruna, jiujitsu þekkja Dálítið svipað hnefaleikum? Lítið þá á vinstri hnefann á Þctta er táknræn árásarstelling. miðri mynd — eins og öxi. Spörk tilheyra Karate líka, hér kemur fóturinn á fieygiferð. allir og júdó, ef til vill þekkið þið líka kempo, okinawa-te, og taichlchuan. Allar þessar aðferðir eiga upptök sín í gömlum kínverskum kerfum. Gall- inn við þau kerfi var sá, að þau byggðust fyrst og fremst upp á árásum. í samanburði við þau er Karate mjög friðsamleg bardagaaðferð. i Karate læra menn ekki aðeins að siá, heldur einnig að verjast höggum. Karate- sníllingur getur á þann hátt varizt flestöllum árásum með tækni sinni, en rétt er að segja frá því, að vörnin getur orðið svo harðsnúin, að flestir árásarmannanna hafi fengið nóg eftir nokkrar atlögur. Þáð, sem aðallega skilur á milli Karate og annarra aðferða, er hinn feikilegi kraftur, sem fylgir hverju höggi og sparki. Allur krafturinn kem- ur fram á einu augnabliki og er sameinaður af öllum vöðvum til að ná sem beztum árangri. Mjaðmavöðvarnir eru sérstaklega þýðingarmiklir, þar byrja hreyfingarnar oftast og Karatemaðurinn hefur mjög vel þjálf- aða vöðva á þeim stað. Til að ná að fullu öllum krafti líkamans ( högg- ið, eru öndunaræfingarnar mjög þýðingarmikill liður í Karateþjálfuninni. Oft hafa menn iesið, að Karate sé réttnefnt „silent killing", en það er 24 VIKAN 43. tbL reginvitleysa. Á undan hverju Karatehöggi kemur svonefnt Kiai-hróp, serrt stafar af því, að Karatemaðurinn dregur saman magavöðvana um leið og: hann andar frá sér. Þetta hróp eða andvarp hefur sjálfsagt sálræna þýðingu,, þar sem það lamar andstæðinginn andartak. Karate hefur yfirburði yfir aðrar aðferðir vegna hinna óliku aðferða, senv hægt er að beita. Karatemaður getur leikið hnefaleikamann grátt með spark- tækninni, hann gæti lamið iúdómann sundur og saman, áður en hann næði taki á honum og alveg eins gæti hann leikið glímumann. En auðvitað á þetta aðeins við um Karatemenn i sérflokki. í Karate læra menn að nota fingur, hendur, hnúa, olnboga, hné, hæla, tær og iljar sem vopn, og það þýðir ekki það, að setia megi Karate ( flokk með þriðjaflokks götuslagsmálum. Það sem fyrst og fremst þarf til að ná árangri í Karate, er sjálfsögun, stæling, þolinmæði og ekki sizt persónuleiki. Karate er nefinlega ekki nein venjuleg slagsmálaaðferð. Til að ná góðum árangri í Karate þarf strangan aga og áralanga þjálfun. Menn verða að þekkja vel til líffærafræði, sterkan einbeitingarhæfileika verða þeir að hafa og mikla sjálfsögun. Af þessu er auðvelt að skilja, að útilokað er að læra

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.