Vikan

Tölublað

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 16

Vikan - 28.10.1965, Blaðsíða 16
Hún fól andlitiS í sessnnum á ný. ReiBin þrotin, svipt allri orku, sem gæti komiB henni til aö byrja að lifa á ný. Tvær sterkar hendur drógu úr örvæntingu hennar. Það eina, sem gat alltaf huggað hana, var karlmannlegur styrkur. Hún hélt, að þetta væri Lauzun, og grét ákaflega við brúnan flauelsjakkaboðung, sem angaði af írisrótum. Smám saman dró úr örvæntingunni. Hún lyfti tárvotum augum og starði beint i brún augu konungsins. Aldrei fyrr hafði hún séð þau svo full af blíðu. — Ég skildi hirðmennina.... eftir fyrir utan, sagöi hann. — Ég biö yður, Madame, að láta sorgina ekki gagntaka yður svo. Ég skelfist söknuð yðar. Hægt hörfaði Angelique, þangað til hún hallaði sér upp að silki- vegg gullna tjaldsins. I dökkum kjólnum meö fölt og grátbólgið and- litið var hún eins og grátkona við fót krossins á gömlu málverki. En augu hennar, sem ekki hvikuðu af kónginum, skinu eins og roða- steinar og með sömu hörkunni. Þó var rödd hennar eðlileg, þegar hún tók til máls: — Sire, ég bið yðar hágöfgi um leyfi til að fá að hverfa til eigna minna.... til Plessis. Konungurinn hikaði ekki nema andartak. — Þér hafið leyfi mitt, Madame. Ég skil sorg yðar og löngun til að vera ein og í ró. Þér megiö vera þar til haustsins. — Sire, ég óska að segja upp skyldum mínum. Hann hristi höfuðið. — Það er þetta þunga áfall, sem kemur yður til að segja þetta. Tíminn læknar öll sár. Ég mun ekki leysa yður undan skyldum yðar. Angelique reyndi að halda fram máli sinu, en lokaði svo augunum. Tárin brutust fram milli bráháranna og mynduðu glitrandi rákir niður kinnarnar. — Heitið mér því, að koma aftur, sagði konungurinn. Hún stóð grafkyrr og sagði ekkert. Hann var hræddur um, að hann hefði tapað henni að eilífu, og hvarf án þess að knýja loforð fram yfir varir hennar. — Versalir munu bíða yðar, sagði hann lágt. ÞRIÐJI HLUTI KONUNGURINN 16. KAFLI Riðandi maður hleypti hesti sínum heim göngin undir gömlum eik- artrjánum, reið fyrir tjörnina, sem endurspeglaði haustgullið í sléttum vatnsfletinum og kom aftur I ljós við vindubrúna, þar sem hann nam staðar og togaði í bjöllustrenginn. Angelique horfði á hann í gegnum litlu gluggarúðurnar í herberg- inu sínu, og sá að hann var klæddur i einkennisbúning Madame de Sevigné. Þetta hlaut að vera sendiboði frá henni. Hún kastaði flauels- skikkju yfir axlir sinar og flýtti sér niður stigann án þess að biða eftir að viðeigandi þjónustustúlka kæmi með bréfið á silfurbakka. Hún sendi sendiboðann fram í eldhús til að fá hressingu og fór aftur upp í herbergið sitt, settist niður við eldinn og velti bréfinu lengi fyrir sér, glöð í sinni. Þetta var aðeins bréf frá vinkonu, en fyrir Angelique var það sú bezta skemmtun, sem hún hefði getað hugsað sér. Það var orðið áliðið hausts og brátt myndi veturinn ganga í garð. Og það vissi sá, sem allt vissi, að veturnir á Plessis voru leiðinlegir! Þessi fagri endurreisnarkastali, sem hafði verið byggður sem sumar- bústaður, varð eyðilegur og kaldur núna, þegar laufin voru horfin af skóginum i Nieul. Um nætur vældu úlfarnir alveg uppi við kastala- garðinn. Hún kveið fyrir þessum tómlegu kvöldum, sem höfðu gert hana hugsjúkari veturinn áður, meðan hún var ekki farin að jafna sig eftir sorgina. Vorið hafði borið nokkur smyrsl á sálarsár hennar. Hún hafði riðið um akrana, en smám saman gerðist ástandið í héraðinu ekki annað en þreyta hana. Stríðið hvíldi þungt á bændunum og þeir töluðu um að drekkja skattheimtumönnunum. Ef fátækt þeirra stóð þeim ekki fyrir þrifum voru það mótmælendurnir, sem stóðu í stöðugum ill- deilum við katólikkana og höfðu, eins og stóð, yfirhöndina. Það virtist ekki sjáanlegur neinn endir á þessari trúarbaráttu. Angelique þreytt- ist á þessu öllu saman og neitaði að hlusta lengur á kvartanirnar. Hún hvarf æ meir inn í sjálfa sig. Næsti nágranni hennar var ráðsmaðurinn Molines. Lengra burtu var Monteloup, þar sem faðir hennar eyddi nú ævikvöldinu með gömlu barnfóstrunni og Mörtu frænku. Angelique gat ekki búizt við neinum í heimsókn nema du Crossiac, klunnalegum sveitaspjátrungi, sem fnæsti eins og villisvin, meðan hann steig í vænginn við hana á sinn sérstæða hátt, og hún vissi ekki hvernig hún átti að fara að því að losna við hann. 1 skyndilegri óþolinmæði reif hún innsigli bréfsins og byrjaði að lesa. „Kæra vinkona," skrifaði markgreifafrúin. „Ef ávítanir og aðdá- unarorð blandast saman í þessu bréfi, læt ég yður eftir að aðskilja þær og greina þá miklu umhyggju, sem ég ber fyrir yður. Ég hef ekki heyrt eitt einasta orð frá yður þessa mánuði, sem þér hafið lokað yður inni, án þess að leyfa vinum yðar að njóta þess að hjálpa yður yfir þetta erfiða tímabil. Ninon er eins gröm yfir fjarvist yðar og ég. Allt síðan ég ákvað að útiloka ástina úr huga mér, hef ég látið vin- áttuna taka völdin í hjarta mínu, en nú, þegar ég sé ekki betur en að sá sáttmáli minn sé gagnslaus og beinlinis forsmáður, sé ég ekki betur en líf mitt sé algjörlega einskis virði. Jæja þetta voru ályktanir. Ég get ekki haldið svona áfram. Mér HIRÐIN VAR FJÖRUGRI OG EKKI EINS VANAFÚST, OG ÞÓTT HIRÐSIÐAREGLURNAR VÆRU ENNÞÁ STRANGAR, HAFÐI HIN ALMENNA FRAMKOMA TEKIÐ A SIG ÖÞVINGAÐAN BLÆ Sl- GILDRA DANSA UMHVERFIS BROSANDI KÓNG. Sergeanna CSolon 16. hluti

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.