Vikan

Tölublað

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 5

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 5
<3 Dr. Mitchell hafði engin áform um að rannsóknir hans yrðu til hjálpar gegn fósturlátum. O Mörgum spurningum um þennan húðflutning er ennþá ósvarað, en dr. Bardawil heldur áfram við rannsóknir sínar. l»að er nokkuð ótrúlegt að þessar skinnpjötlur geti orðið til bjargar nýju lífi. Ameríku er reiknað með að ein af hverjum tíu ófrískum konum missi fóstrið. Aðrar geta eignazt eitt eða tvö börn og síðan misst fóstur, eða eignazt börn með margra ára milli- bili. Það er engin staðfest orsök eða læknismeðferð til við þessu við- kvæma vandamáli. Sumir læknar halda því fram að sýking eða sjúk- dómur sé aðalástæðan fyrir því að hið frjóvgaða egg er svona við- kvæmt, fyrstu þrjá mánuði með- göngutímans. Sumir ráðleggja víta- mín eða hormonagjafir, aðrir sál- rænar aðgerðir eða jafnvel dá- leiðslu. Getur þetta verið tilviljun? — Ég hafði misst fóstur sex sinn- um á sjö árum, segir frú Susan Sulli- van, 38 ára gömul kona frá Massa- chusetts. Hún fæddi sitt fyrsta barn eftir aðgerð hjá læknunum tveim í Boston. — Ég var búin að reyna allt, sagði hún. — Læknar gáfu mér lyf og létu mig liggja í rúminu. Mér var sagt að hvíla mig, reyna ekki á mig og allt þar fram eftir götunum, en ekkert dugði. Það var yfirleitt ekki hátt á mér risið þessi ár. Ég var komin langt á fertugs aldur og mér fannst tíminn hlaupa frá mér ... Önnur kona segir að eftir þriðja fósturlátið hafi hún iafnvel verið farin að halda að þetta væri hegn- ing vegna einhvers sem hún hefði brotið af sér um ævina. — Svo fór ég jafnvel að halda að þetta væri manninum mínum að kenna, segir hún. — Um tíma var samlyndið stirt á milli okkar, og ég er viss um að í huganum kenndum við hvort öðru um þetta ástand. Eftir fjórða fósturlátið, féll ég hreinlega saman. Ég var niðurbrotin og óhamingju- söm, og ég fékk grátköst, án minnstu ástæðu.. Sú staðreynd að þessi kona fæddi barn eftir aðgerðina, þar sem skinn- pjatla var yfirfærð á handlegg henn- ar, getur verið tilviljun, en óneitan- lega er það uppörvandi. Svo er líka annað sem er athyglisvert, og það er að margar af þessum konum voru alltaf lasnar, þennan stutta með- göngutíma sinn. Þær voru með flök- urleika, svima og ýms óþægindi, sem oft gera vart við sig um með- göngutímann, en eftir húðflutning- inn fundu þær ekki til þessara ó- þæginda. Nokkrar höfðu haft blæð- ingar um þetta leyti, (það er venju- lega aðdragandi fósturláts) en blæð- ingarnar hættu eftir aðgerðina. Nokkrar af konunum hafa giftu- samlega gengið með og fætt tvö heilbrigð börn, og bæði skiptin gengið undir þessa aðgerð. Fjórar kvennanna voru ófrískar í þriðja sinn, en gengu þá ekki undir að- gerðina, og þær misstu allar fóstrin á þriðja mánuði. Þetta getur líka verið tilviljun. Læknarnir Mitchell og Bardawil höfðu ekki þennan árangur í huga, þegar þeir byrjuðu á þessum rann- sóknum sínum, þeir hugsuðu þetta raunar aldrei sem ,,aðgerð“. Þeir unnu að rannsóknum á gamalli læknisfræðilegri kenningu sem reynir að skýra fósturlát, frjóvgun og fæðingar, á grundvelli ónæmis- kenningar, rannsóknum á mótefnum í blóðinu. Yfirfærsla á líffærum og vefjum frá einum einstakling til annars mis- heppnast venjulega, vegna þess að mótefni líkamans mynda vörn gegn innrás framandi vefja og fruma. Framhald á bls. 20. VIKAN 46. tbl. g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.