Vikan

Tölublað

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 37

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 37
nSunfiesK APPELSfN SfTRÓN LIME Svalandi - ómissandi á hverju heimili kerti í visinni hendinni. Ég kom ekki upp nokkru orði fyrir hræðslu. Það var ómögulegt að segja hve lengi hún var að þuml unga sig inn eftir gólfinu, með kertið hættulega nálægt sér. Hún hóstaði nokkrum sinnum, svo hné hún niður á rúmstokkinn hjá mér og settið kertið á tösk- una, sem stóð næst rúminu. — Ég hélt að þú værir hrædd í myrkrinu, svo ég kom með kerti til þín ... Ég var orðlaus af undrun. Stig- inn var ekki hár, en hann var snarbrattur, og ég hafði séð hana halda sér í Roger, fyrr um kvöld- ið, og sá nú hve gífurlegt erfiði hún hafði lagt á sig, til að kom- ast upp stigann. Eins og í ævintýrum æsku minnar, þar sem galdrakcrling- in verður að fagurri kóngsdótt- ur, varð hún að dásamlegn dís, en ég sjálf að vondu norninni, vafin í skikkju minnar eigin smá- munalegu fordildar. — Þakka þér fyrir, meira gat ég ekki sagt, og ég veit ekki hvort hún fann hve mikið ég skammaðist mín. Ég tók í skorpna höndina sem hún rétti mér, og fann styrk og yl, þótt hún væri veikbyggð. Og svo komu þau, — eitt eftir annað. Frú Budney kom með olíulukt, systurnar, Roger og fað- ir hans. Öll voru þau jafn undr- andi yfir að sjá hvert annað. Það var eins og að þau væru að biðjast afsökunar á þrumuveðr- inu, sem hafði vakið mig og gert mig hrædda. Logandi kerti ömm- unnar var táknrænt, það var ást og hjartahlýja sem þessi fjöl- skylda umvafði mig. Ekki vegna þess að ég var lagleg og átti falleg föt, heldur vegna þess að þeim þótti vænt um mig sjálfa. Ég horfði á Roger, sem geisp- aði og renndi fingrunum í gegn- um úfið hárið. En hve það var líkt honum að taka það sem sjálf- sagðan hlut að þau báru öll þessa umhyggju fyrir mér. Á morgun ætlaði ég að taka hann afsíðis og staðfesta það einu sinni ennþá, hve heitt ég elskaði hann. Pabbi hans tók um axlirnar á mér og sagði: — En hvað ég vissi að þú áttir eftir að verða ein af okkur... Og ég kinkaði kolli, til að láta hann vita að ég skildi hvað hann átti við. Það var komið að dögun og ég tók utan um Banönu, eins og ég hafði séð Roger gera um kvöldið, og leiddi hana niður þröngan stigann. Mamma myndi ekki fella sig við siði Budney fjölskyldunnar, henni myndi jafnvel finnast hún óhefluð. Þau dansa eflaust villta dansa í brúðkaupinu mínu og verða fyndin á vitlausum stöð- um. Mamma sér þau trúlega eins og ég sá þau fyrst. En kannske verður hún einhverntíma alein í þrumuveðri... ★; VIKAN 46. tbl. gy

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.