Vikan

Tölublað

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 33

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 33
L........ Kpóm-húsgögn Hveplisgölu 82 - Slmi 21175 Hversvegna spyrðu? — Ég býzt við að þú sért alin upp á annan hátt en okkar börn. En vertu ekki^ óróleg, Eileen, þótt þér íinnist við svolítið skrít- in. Ef til vill leggjum við ekki svo mikla áherzlu á ytra útlit, en við höfum ákveðnar siðaregl- ur. Og við höldum saman. Láttu ekki almenningsálitið koma í veg fyrir það að þér líki vel við okk- ur... Ég hefði átt að segja að mér líkaði vel við þau, enda væru þau tilvonandi tengdafólk mitt, en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, sagði ég ekki neitt, heldur starði upp um gluggann, á gráan himininn. ■—Maturinn verður bráðumtil- búinn, sagði hann, og klappaði mér á öxlina, áður en hann fór út, Borðstofan var alltoí lítil fyr- ir okkur öll, svo að við borðuð- um af bökkum, sem við tókum með okkur inn í dagstofuna. Ég gat ekki horft á vesalings gömlu konuna, meðan hún var að borða. Þótt frá Budney hefði skorið mat- inn niður fyrir hana, missti hún alltaf á gólfið, þar sem Emerson beið tii að glefsa bitana. Syst- urnar voru ekki orðnar sáttar og sögðu ekki neitt, en Roger sat við hliðina á mér og reyndi að fá mig til að borða mikið. Ég hafði ekki góða matarlyst og var fegin, þegar máltíðinni var lokið. Erú Budney vildi ekki lofa mér að hjálpa til við upp- þvottinn, svo að ég var kyrr í setustofunni og hlustaði á þjóð- vísur, sem faðir Rogers hafði sett á plötuspilarann. — Eigum við ekki að sýna Eil- een eitthvað af gömlu kvikmynd- unum sagði frú Budney, þegar hún kom inn úr eldhúsinu. Hún bar bakka með glösum, fullum af heimagerðu víni. — Ó, nei, sagði Roger, — ekki að sýna þessar gömlu hræðilegu myndir. En hann fékk engu ráð- ið. Frú Budney kom með gamla sýningarvél og Roger hjálpaði henni til að setja lítið sýningar- tjald fyrir framan gluggann. Svo horfðum við á margar myndir, sem þau höfðu tekið í sumarfrí- um sínum, meðan við drukkum eplavínið. Þetta voru myndir af fuglum, bátum, allskonar lands- lagi og sólsetri. Svo sagði frú Budney: — Hér er myndin af Roger, þegar við fórum með hann í dýragarðinn í fyrsta sinn ... Ég hallaði mér áfram. Þarna var Roger, með kinnar eins og básúnuengill og stillti sér upp við hliðina á stór- um fíl. Hann var eins og lítill skógarpúki. Ég starði á tjaldið og mér var ómögulegt að skilja hvernig þetta barn hafði breytzt í manninn, sem ég ætlaði að fara að giftast. Ég sat eins og í draumi og horfði á næstu fimm spólur. Þama var Roger bak við bíl- stýri, Roger að leika við litlu systur sínar á ströndinni, Roger hálfvaxinn og merkilegur á svip að renna sér á skíðum. Roger var greinilega stjarnan, en það var líka gaman að sjá svipmyndir af íjölskyldunni. Frú Budney hafði ekki breytzt mikið í þessi tuttugu ár, hún var ennþá með sömu hárgreiðsluna. Og Banana! Ég gat ekki þekkt hana á þessum gömlu myndum. Hún var þarna á tjaldinu lítil og brosandi og hélt á Roger sem hvítvoðung í fanginu. Á öðrum stað var hún að leika badminton við einhvern. — Ég held að hún sé búin að fá nóg af þessu, sagði Roger. — Er það ekki Eileen? sagði Rog- er þegar spólan var búin. — Ó. nei, mér finnst þetta dá- samlegt, sagði ég, þegar þessi sögulega sýning var á enda. — Eru ekki fleiri myndir til? — Hér er eitthvað frá brúð- kaupi Ednu í fyrra, sagði pabbi Rogers, — en ég veit ekki hvort þú hefir nokkuð gaman að því. •—• Jú, ábyggilega, lofaðu mér að sjá það. Frú Budney var áköf. —• Edna er systurdóttir mín. Við tókum þessar myndir við brúðkaupið hennar í fyrra, og þær eru bara góðar, þótt birtan hafi ekki verið sem bezt. Litirnir eru fínir! Aftur sneri ég mér að tjaldinu. Fyrstu myndirnar voru nær- myndir af brúðinni, ljómandi fallegri stúlku, á mínum aldri. En hversvegna í ósköpunum skyldi hún vera með þennan höf- uðbúnað? — Brúðarkjóll og höfuðbúnað- ur ömmu minnar, sagði frú Budn- ey til skýringar og með greini- legu stolti í röddinni. —■ Er það ekki fallegt? — Jú, sagði ég og tvinnaði saman fingrunum. Myndin hélt áfram, sýndi brúð- ina ganga hægt upp að altarinu þar sem brúðguminn beið, al- varlegur á svip og mjög lagleg- ur. Eftir nokkra mánuði myndum við Roger vera í sömu sporum, og ég horfði eins og í leiðslu á myndirnar. Ég beið í ofvæni eftir næstu spólu. Þá kom brúðkaupsveizlan; pabbi Rogers var dálítið lengi að skipta um spólur. Brúðurin byrj- VIKAN 46. tW. gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.