Vikan

Tölublað

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 29

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 29
Þrándur í götu þeir gátu reynzt honum. En þaB birti yfir honum þegar hann féklc að vita, að þessi jesúíti var að færa honum korn til myllu. Þegar Raymond de Sancé fékk að vita hvernig ástandið var, fannst honum það ekki afar alvarlegt. —- Eg hygg að ég viti, hversvegna konungurinn er óánægður með þig. Þú hefur neitað að segja honum ástæðuna fyrir heimsókn þinni. —• Eg mun ekki segja neinum frá henni. — Ég veit, hve þvermóðskufuli þú getur verið, kæra Angelique, en ef þú neitar konunginum, hvernig geturðu þá búizt við, að hann sé þolinmóðari við okkur? Getum við ekki fundið neina skynsamlega ástæðu, sem getur skýrt þvermóðsku þína? Við skulum sjá. . . . Jú, ég hef það! Hversvegna ekki að segja honum. að þú hafir farið til Suresnes fyrir minn orðstað til að reyna að komast í samband við föður Richard, bar sem hann hefur ekki aðstöðu þar til að taka á móti mér persónulega. meðal þessarra tortryggnu Múhameðstrúar- manna? Hvernig lízt yður á þetta, Monsieur Colbert? — Ég hygg, að það muni hrífa ef rétt er að farið. — Faðir Jósep, af reglu okkar, er ölmusust.ióri konungsins. Ég ætla að fara og sækja hann þegar í stað. Hvernig lízt þér á þetta Ange- lique? — Ég held, að þið jesúítarnir séuð alveg eins slyngir og vinur minn Desgrez lögreglustjóri segir að þið séuð. Þeir skálmuðu írá henni fram eftir forsalnum, og hún skemmti sér við að horfa á spegilmyndir þeirra í gljábónuðu trégólfinu. •— Spegil- myndir hins stutta og þykkvaxna ráðherra og granna, hávaxna prests. Allt í einu varð henni ljóst, að það voru ekki fleiri hirðmenn eftir. Um leið fann hún, að hún var mjög svöng. Það hlaut að vera orðið framorðið. Öll hirðin hlaut að vera farin til að horfa á konunginn borða. Hún ætlaði að fara líka, en hafði sig ekki í það. Hún sat kyrr og horfði dreymin á blævænginn sinn. — Ég hef verið að leita að þér, sagði feimnisleg kvenrödd við eyra hennar. Angelique þekkti ekki röddina, en þegar hún leit upp, sá hún að Grande Mademoiselle hallaði sér yfir hana. Hver hafði breytt hinni valdsmannslegu rödd sonardóttur Hinriks IV? Það hlýtur að vera trúlofunin, hugsaði hún um leið og hún flýtti sér að hneigja sig. Mademoiselle lét hana setjast niður hjá sér og tók hrærð um hönd hennar: — Kæra vinkona, hefurðu heyrt fréttirnar? — Hver hefur ekki heyrt þær og glaðzt yfir þeim? Ég óska yðar hágöfgi innilega til hamingju. — Hef ég ekki valið vel? Segðu mér, er nokkur aðalsmaður til eins hugrakkur og glæsilegur og hann? Finnst þér hann ekki skemmti- legur? Ert þú ekki mikil vinkona hans? — Svo sannarlega, svaraði Angelique og minntist atviksins í Font- ainebleau. En Mademoiselle var greinilega ekki langminnug og það var engin dulin meining í orðum hennar. — Ef þú bara vissir, hvað ég hef verið sæl síðan konungurinn gaf samþykki sitt. Og hvað ég hef haft miklar áhyggjur! — Hversvegna? Hann hefur heitið þessu, svo þér getið notið hamingj- unnar. Konungurinn getur ekki gengið á bak orða sinna. — Ég vildi, að ég gæti verið eins viss og þú, andvarpaði Mademoi- selle de Montpensier. Hún drúpti höfði með óvenjulegri blíðu. Brjóst hennar voru enn jafn fögur og þegar Van Ossel málaði mynd af henni til að senda hirðum Bvrópu. Hendur hennar voru fagrar og skærblá augun blikuðu af barnalegri hamingju eins og augu ungrar stúlku, sem er ástfangin í fyrsta sinn. Angelique brosti við henni: — Hversu fögur þér eruð, yðar hágöfgi. — En hvað það er fallegt af yður að segja Þetta! Ég er svo ham- ingjusöm, að það hlvtur að sjást framan i mér. En ég skelf við þá hugsun, að konungurinn muni afturkalla loforð sitt, áður en hjóna- bandssáttmálinn hefur verið gerður. Þetta fífl, Marie-Thérése, Orléans frændi minn og kerlingin hans; bau reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir hjónaband okkar. Þau gera ekkert annað en hrína yfir því allan daginn. Ef yður þykir vænt um mig, reynið þá að hafa áhrif á kónginn. — Því miður, yðar hágöfgi, ég. . .. — Þér hafið mikil áhrif á kónginn. — Til hvers er að grobba af miklum áhrifum á kónginn? hálfhrópaði Angelique reiðilega. •— Þér þekkið hann. Og þér vitið, að hann fer ekki eftir neinu nema því, sem honum sjálfum sýnist. Hann hlustar á skoðanir annarra, en begar hann tekur ákvörðun, fer það ekki eftir þeim áhrifum, sem hann hefur orðið fyrir. eins og þér haldið. Það er vegna þess, að honum finnst þessi ákvörðun vera rétt. — Svo þér neitið að hjálpa mér? Ég gerði þó mitt bezta fyrir þig. fyrir langalöngu, þegar fyrri maðurinn þinn var ákærður fyrir galdra! ' Svo Mademoiselle var ekki svo gleymin! Angelique skellti saman blævængnum sínum. svo harkalega, að við lá að hann brotnaði. Að lokum lofaði hún að ef tækifæri byðist, skyldi hún reyna að kanna hug kóngsins í Þessu máli. Svo bað hún leyfis að fara, tii þess að fá sér súpu og brauðsneið. því hún hefði okki borðað siðan kvöldið áður; jafr.vel ekki haft tíma til að fá sér glas af víni eftir messuna. — Óhugsandi! sagði Grande Mademoiselle, tók um handlegg hennar og draslaði henni af stað. — Kóngurinn ætlar að taka á móti háyfir- dómaranum í Genúa og fylgdarliði hans S krýningarsalnum. Þar á að vera mikið um dýrðir. Konungurinn vill, að allar hirðmeyjarnar og hefðarkonurnar verði þar, honum til heiðurs. Og sérstaklega þér! Ef þér komið ekki, eigum við á hættu að sjá fjúka í hann aftur, eins og í gær, þegar þér stunguð af, guð má vita hvert! Þessa nótt dreymdi Angelique draum, sem nú hafði endurtekið sig nokkrum sinnum. Henni þótti sem hún lægi á engi og henni var kalt. Hún reyndi að breiða ofan á sig með heyi, en sá þá að hún var nakin. Síðan beið hún eftir því, að sólin kæmi fram undan hvítum skýjum, sem svifu letilega á djúpbláum himninum. Að lokum komu heitir geislarnir og yljuðu líkama hennar, og hún slappaði af með vellíðunar- tilfinningu og full af hamingju, þar til henni varð ljóst, að það var ekki sólargeisli, sem lék um hana, heldur hönd á öxl henni. Þegar í IMPERIAL Hin fullkomnu Imperial sjónvarps- tæki ávallt fyrirliggj- andi. ú VerS kr. 24.200. Hagstætt verð. o Verð kr. 21.850. Fullkomin viðgerðar- þjónusta. o Verð kr. 16.680. Greiðslu- skilmálar. C1 Verð kr. 46.900. RADIOVER S.F. Skólavörðustíg 8 - Reykjavik - Sími 18525 VIKAN 46. tbL 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.