Vikan

Tölublað

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 28

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 28
HRJEEIÍÉUN AUÍVELDAR HÚSMÓSUBSTÓKFIN 06 ENDINGAHGÓH, HUÓBLtTni 06 AFKASTAMIKIL Angelique og kóngurinn Framhald af bls. 15. dýrðlings hann hefur átt að benia bænum sínum, síðan beir komn til Frakklands. Fyrstu mistökin voru að senda Saint Amen til ambassa- dorsins. Að vísu er hann stjórnmálaerindreki, en hann er mótmælandi, og því miður eru kenningar þeirrar trúar hrein þverstæða við trúar- brögð austurlandabúa. Af þessu hefur sprottið samsafn misskilnings, sem hefur endað í þessu vandræðaástandi sem nú rikir, sem hvorki konungurinn eða ambassadorinn getur gert gott úr án þess að lítil- lækka sjálfan sig. Heimsókn þín í gær virðist hafa breytt málunum. Það er ekki annað að sjá, en að ambassadorinn vilji nú koma til Versala og sýna konunginum virðingu, og nú virðist hann skilja, að franskar venjur geta verið írábrugðnar þeim venjum, sem rikja í hans heima- landi, og séu ekki eingöngu við það miðaðar að hneyksla hann og móðga. Það er þessari heimsókn þinni að þakka, að faðir Richard hefur tekið eftir framför. — Konur, sagði hann við mig, — eru stundum slyngari og hafa meira innsæi en við karlmennirnir getum öðlazt með ollu okkar námi og rökfræði. Hann viðurkenndi, að það hefði aldrei hvarflað að honum að stæra sig af postulininu eða blómunum í Ver- sölum til þess að reyna að fá ambassadorinn til að leggja fram um- burðarbréf sín. — Austurlandabúar, sagði hann við mig, — eru opnir fyrir skynsömu kvenfólki, vegna þess að á vissan hátt er hugsanagang- ur kvennanna þeirra líkari, en það sem fram fer i huga okkar vest- rænna karlmanna, sem reiknum allt i orsök og afleiðingu og með köldum tölum. 1 stuttu máli sagt, hann bað mig að fá þig til að halda þræðinum við. Þú gætir núna bráðlega heimsótt Suresnes á ný og ef til vill borið með þér vinsamleg skilaboð frá kónginum. . . . hver veit, ef til vill heimboð, meira að segja. Þú ert hvorki hrædd við hans há- göfgi né óþolandi spurul, eins og svo margir af þeim Frökkum, sem hann hefur hitt. — Hversvegna ætti ég að vera með þann bjánaskap? spurði Ange- lique og fitlaði við gimsteininn á fingri sínum. — Persinn er mjög að- laðandi, fyrir utan þetta tómstundagaman hans að höggva höfuðið af öllurh. En heldur þú ekki, Raymond, að ég stofni sálu minni í voða fremur en lífi mínu með þessu móti? Jesúítinn leit glettnislega á systur sina. — Þú þarft ekki að stofna dyggð þinni í voða! Aðeins að beita áhrifamætti þínum. — Þetta var fallega sagt! Með öðrum orðum, þessar tuttugu og sex trúboðsstöðvar í Persíu eru vel þess virði að sendiboði keisarans í Persíu fái fáein ástleitin augnatillit? Svipurinn á andliti hins virðulega föður de Sancé breyttist ekki vitund. Daufu brosi brá fyrir við munnvik hans. —- Þú hefur ekkert að óttast, sé ég, sagði hann. — Því það er ekkert í heiminum, sem getur valdið þér ótta. Þú hefur lagt þér til nýtt vopn, síðan við hittumst síðast — þú hefur tekið kaldhæðnina í þína þjónustu. — Ég er við hirðina, Raymond. — Ertu að reyna að varpa þeirri skuld á mig? Hvar annarsstaðar gætir þú verið, Angelique? Hvaða svið heldur þú, að þú hafir verið gerð fyrir? Sveitalífið? Klaustur? Hann brosti enn, en í hörðum bjarma augna hans sá hún vald sverðs- ins, sem til þess var ætlað að afhjúpa mennina, svo eftir stæði sálin ein. — Þetta er rétt, Raymond. Er Persía svona mikils virði? —- Ef Baktiari Bay fer tómhentur til baka, verður okkur þegar í stað vísað úr ölium þeim trúboðsstöðvum, sem við höfum komið á fót með ærinni fyrirhöfn á siðasta stjórnartímabili, fyrir tilstilli Richelieus. Við höfum trúboðsstöðvar í Kákasus, I Tlflis, Tatum, Baku og svo framvegis. — Hafið þið snúið mörgum? — Þetta er ekki að öllu leyti spurning um það, hve mörgum við höfum snúið, heldur miklu fremur um hvort við getum verið þar eða ekki. Svo ekki sé minnzt á armeníska kaþólikkaminnihlutann, eða Sýr- land, sem þarfnast okkar. Angelique hafði breitt blævænginn á hné sér. Sá, sem hún hafði valið þennan morgun, var úr silki með austrænu landslagi, þar sem í ávölum ramma, umkringdum af perlum, voru tákn hinna fimm heimsálfa — Indíáni með strútsfjöður í hárinu, svertingi sem reið á ljóni inn í drekabæli.... Þegar Colbert kom til þeirra voru þau niðursokkin I að virða þessi tákn fyrir sér. — Það er ekkert hægt að gera, sagði hann yfirbugaður, — konung- urinn er svo bálreiður út í yður, að mér kemur á óvart, að þér skulið enn vera við hirðina. Hann vill ekki einu sinni fá skýrslu um heim- sókn yðar. — Varaði ég yður ekki við? Hún kynnti bróður sinn, föður Raymond de Sancé. Þótt Colbert léti ekki á því bera, tortryggði hann jesúítana. Því hann var ekki svo glámskyggn, að hann sæi ekki, hve vel þeir voru gefnir, og hve mikill tSt'ítiíí ^ V '*'J.. I ■:* í; & í» 6 jo Q u u* t. sJiíS, 2. . . *.**,t *... ..'iÆslBSSKtW Sjónvörp - Heleiilisúfvijrn - BflaútvSrp - Ferðatæki I BLAUPUNKT SÖLUUMBOÐ: Reykjavík: Akranes: Keflavík: Vestm.eyjar: Radíóver sf., Skólavörðust. 8, Verzlunin Öðinn, Stapafell, Jóhann Kristjánsson, Bessast. 10. EINKAUMBOÐ: GUNNAR ÁSGEIRSSON H.F. SuSurlandsbraut 16. — Sími 35200. 2g VIKAN 46. tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.