Vikan

Tölublað

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 18
 ■»» WsmlBmslíSmímí : ■ 1 llilfll :•;>;>•• • • •>:' :::; % >/ wmmm. : : ■ : Til hægri situr Dali að málsverði og les heimspeki. Til vinstri er stofa á heimili Dali hjónanna. Fyrir neðan, hús Dalis á Costa Brava. Uppátæki Dalis virðast oft hreinasta brjálæði en verða oft að listaverkum. Hér að ofan hefir hann látið hala Lotte 10 metra 1 loft upp og málar hana sem engil. Til hægri er hann sjálfur með bítla- hárkollu að fóðra stúlkuna og villidýrið. ••••HUEGIÐ EKKI HONOM ER ALVARA ■f Q VIKAN 46. tbl. tala um á listasafninu í Stokkhólmi í vor. Hann er nokkuð smáskrítinn! Dali er fljótur til og afkastamikill, og byrjar á hlutunum strax, þegar hon- um dettur eitthvað í hug. Blaðamenn og ljósmyndarar gefa honum oft góð- ar hugmyndir og Lotte hafði mikil á- hrif á hann! Eftir því sem le Capitane (hann er einkaritari, bryti og yfirleitt allt í öllu fyrir Dali) segir, hefir það aðeins komið fyrir einu sinni áður að hann hafi fund- ið nýtt nafn á fyrirsætur sínar. Það vaí þegar hann hitti konuna sína, hún var skírð Gala. Nú hefir hann fundið nýtt nafn á Lotte, það er Ginesta Ophelia. Dali ætlaði að mála Lotte sem engil. Hún var klædd í hvítt tríkó og höluð upp á fótunum með lyftukrana, tíu metra upp í loftið. Þar hékk hún stutta stund í einu, meðan Dali teiknaði og Stern ljósmyndaði. Lotte varð illt í fót- unum, en Dali hafði gaman af. — Því meir sem þú nálgast dauð- ann, þeim mun hrifnari er ég af þér, sagði hann. Dali segir í ævisögu sinni að hann elski dautt fólk. Hvernig er Dali eiginlega? Er hann ekki töluvert ruglaður? Það er ekkert undarlegt að fólk spyrji. Náungi, sem segist elska dautt fóik, eða eins og liann segir sjálfur í ævisögu sinni, fái mikla inspírasjón af því að trampa í sundur ígulker, eða þá, eins og þegar hann bað konunnar sinnar fyrir óralöngu, að hann Framhald á bls. 20.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.