Vikan

Tölublað

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 20

Vikan - 18.11.1965, Blaðsíða 20
Hlaegið ekki... smurði sig allan inn í geitaskít, Það er engin ný bóla að hann er skrítinn. Ennþá nýtur hann þess að raka sig undir höndun- um þangað til blæðir úr honum, og rífa af sér skyrturnar. En ævisaga Dalis er flóknari en svo að það sé hægt að gera henni skil í nokkrum dálksenti- metrum. Við getum bara litið á hvernig hann situr fyrir hjá ljósmynd- urum. Á flestum myndum sjá- um við hann með úfinn hárlubba, að maður tali nú ekki um skeggið, uppglennt augu og furðulegar líkamsstellingar. En er hann svona í daglegu lífi? Ekki eftir því sem Lotte segir. Hún segir að daglega hagi hann sér eins og fullkomlega normal maður. Hann svarar elskulega ef hann er spurður um algenga hluti, er notalegur í umgengni og mjög gestrisinn. Hann er líka mjög góður heim- ilisfaðir og hugsar vel um það fólk sem vinnur hjá honum, enda ber það mikla virðingu fyrir húsbónda sínum. í Cadaqués er Dali konungur. Hann nýtur jafnvel meiri virð- ingar en sjálfur borgarstjórinn. fbúar bæjarins vita vel að vera hans þar hefir geysimikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Ef þið lofið að segja það engum, skal ég segja ykkur nokkuð sem Lotte trúði mér fyrir, sjálfur borgarstjórinn hjálpar Dali til að þvo gluggana í vinnustofu hans. Dali er sextíu og eins árs og hefir ótrúlega mikla lífsorku. Hann klifrar um í fjöllunum kring um landareign sína og er Framhald af bls. 18. alltaf í sólskinsskapi. Hann heils- ar ölium sem hann mætir og allt- af með sömu orðunum: „Good Morning!" hvort sem það er á degi eða nóttu. Eiginlega það eina neikvæða við manninn sjálfan, ef maður á að tala um slíkt, er að hann er farinn að verða svolítið utan við sig. Það getur líka verið að hann geri það vísvitandi, til að beina athygli manna að sér. Eitt sinn var Lotte með Dali hjónim- um að borða kvöldverð á bezta hótelinu í Cadaqués. Þá kom það fyrir að hann gleymdi allt- af hvaða rétti hann hafði pant- að og pantaði nýja og nýja rétti. Svo þegar þjónninn kom með allan matinn þurfti sérstakt borð fyrri hann. Dali lét sem ekkert væri, horfði á matinn um stund en ákvað svo að borða ekkert. Þegar Lotte var þarna kom ameriskt kvikmyndafélag, til að taka kvikmynd af hversdagslífi listamannsins. Leikstjórinn var með einhverjar hugmyndir sjálf- ur, en hann ætlaði að rifna af ánægju þegar hann sá hvernig Dah byrjaði dag sinn. Harm hafði komið Lotte fyrir á stóru steinborði, klædda í soðinn hum- ar, angarnir voru breiddir yfir brjóstin og í staðinn fyrir bikini hafði hann soðna lóskötu. Dah settist við fótastokkinn, laut yfir bók („Kritik der rein- en Vernuft" eftir Kant) sem hann hallaði upp að iljum Lotte. Svo skipaði hann le Capitaine að kveikja á kertum. Maturinn var tilbúinn. Lotte átti að leika lík. Þegar kvikmyndafólkið kom inn í stofuna, sagði hann þeim að á morgun ætlaði hann að grilisteikja fyrirsætu sína yfir opnum eldi, en í dag ætlaði hann að láta sér nægja að borða súpu við fætur hennar. Dali þykir gaman að leika sér. Hann er eins og barn með leik- föng: Rauðu nátthúfuna, sem hann er ahtaf með, ævintýra- búning, saumaðan palhettum, sem hann keypti einu sinni fyrir nokkra dohara í Ameríku ,pg svo dýrin sín. Eitt af dýrunum er taminn ozelot, sem hefir að- setur sitt í steingryfju. Hann lét Lotte fara niður í gryfjuna til dýrsins. Svo setti hann upp svarta bítla hárkollu og jós hris- grjónum yfir bæði „villidýrin" sín. Dali hló trylhngslega, dýr- ið varð tryllt og klóraði Lotte. Lotte æpti og Stern tók mynd- ir, Dali var himinlifandi.... amnnpiaiia... Framhald af bls. 5. Þeir vísindamenn sem hallast að ónæmiskenningunni vilja halda því fram, að það sem orsaki fóst- uriát, sé misræmi í sambandi þessara mótefna hjá manni og konu. A grundvelli kenningarinnar um að húðflutningur gæti leitt í ljós mótefnaverkanir, völdu Mic- hell og Bardawil hjón, sem höfðu við þetta erfiða vandamál að stríða, nefnilega margendurtekin fósturlát. Þeir fóru að rannsaka hvort konurnar gætu haft of- næmi fyrir mönnum sínum, rétt eins og fólk hefir ofnæmi fyrir blómum og grasi. — Við sögðum það þegar við byrjuðum á þessu, og við segj- um það enn, að við erum með th- raunir á efnafræðilegum grund- velli, segir Bardawil, hógvær, hlédrægur meinafræðingur. — Húðflutningur getur hjálpað okk- ur í starfi okkar, en við gefum engin ioforð, Það eru læknar sem halda því fram að það sé hægt að hjálpa konum, sem oft missa fóstur, með sálrænum aðgerðum. Ég veit það ekki, við leggjum ekki stund á sálfræði... Einiold aðgerð, Venjulega aðferðin er að taka sýnishorn af húð frá tvennum hjónum samtímis. Mennirnir eru settir í eina skurðstofu og kon- urnar aðra. Tvær næfurþunnar skinnbætur, um það bil fer- tomma að stærð, eru teknar af upphandlegg mannanna, og lagð- ar í dauðhreinsandi upplausn, og svo er fanð með þær yfir í stof- una sem konurnar eru í. Húð mannsins er vandlega saumuð í „hólf“ sem ei fyrirfram undir- búið á handlegg konunnar. Um leið er samskonar skinnpjatla af „ókunr.um" manni, venjulega hinum manninum, sem er með í þetta skipti, líka saumuð í handlegg hennar. Þar með fæst samanburður á því hvor skinn- pjatlan grær betur. UNGFRU YNDISFRIÐ býð'ur yíur hið landsþekkta konfekt frá N ó A. HVAR E R ORKIN HANS NOA? I*að er alltaf sanii leikurinn f hczmi Ynd- isfrið okkar. Ilún hefur falið örkina hans N'óa cinhvers staðar i blaðinn og heitlr Cóðum verðlaunum handa þöim, sem getur fundið örkina. Vcrðlaunin cru stör kon- fektkassi, fullur af bezta konfckti, og framleiðandinn er auðvitað SrclBætisgerð- ln Nól. N.afn Heimili Siðast er dregið var hlaut verðlaunln: Valgeir Valgeirsson, Presthúsabraut 32, Akranesi. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 46. tbl. Sjálf aðgerðin er mjög einfölcT, tekur ekki meira en klukkutíma, og er framkvæmd við staðdeyf- ingu. Það er bezt að framkvæma aðgerðina í tólftu viku með- göngutímans. Svo er búið um „sárin“, og hjónin geta farið heim. Nokkr- um vikum síðar kemur konan aítur og þá til rannsókna. Skinnpjatlan á handlegg kon- unnar hverfur óhjákvæmilega. Hún flagnar af og örið hverfur með tímanum. En læknarnir fá tækifæri til að rannsaka blett- inn, og það er það sem er at- hyglisvert. í níu tilfellum af tíu greri sárið fyrr þar sem um ( skinnpjötlu eiginmannsins var að ræða, það gat munað einni viku. — Það er ekki nokkurt vafamál, segir Michell, —- að þessar kon- ’ ur eru sérstaklega næmar fyrir húð eiginmanna sinna... En eftir eru margar óleystar spurningar. Til dæmis, hvers- vegna hjálpaði þessi aðgerð ekki ölium konunum? — Og svo er það auðvitað stærsta gátan, og það er spurn- ing sem starfsbræður okkar stöð- ugt ieggja fyrir okkur, segir Mic- hell. —■ Hvernig getur lítil skinn- pjatla ráðið örlögum lifandi fóst urs? Svörin sem læknarnir gefa við þessari spurningu eru mjög at- hygiisverö, en enn sem komið er geta þeir ekki gefið fullkomnar skýringar á þessu fyrirbæri. En hvað sem öðru líður, virð- ist þessi ágræðsia gefa góða raun, og þar sem aðgerðin er alger- lega hættulaus, er fuil ástæða til að gefa þessu gaum. Eitt athyglisverðasta tilfellið er frú Maureen Shaw, 28 ára gömul kona, sem gift er skurð- lækni í Amarillo í Texas. Hún hafði misst sex fóstur á hálfu sjötta ári, Sumarið 1963 var hún komin tíu vikur á leið. Þá heyrði hún um tilraunirnar í Boston, og fékk manninn sinn til að hringja til dr. Miehell, til að fá nánari upplýsingar. — Þegar við vorum búin að fá þessar upplýsingar fórum við til sérfræðings í fæðingarhjálp, og báðum hann að gera þessa aðgerð á okkur, en hann neitaði, frekar kuldalega. Hann hlýtur að hafa haldið að við værum að * gera gys að honum, segir frúin. — Svo fórum við til læknis, sem stundaði almennar lækningar og t báðum hann um að hjálpa okkur. Hann var lálítið undrandi í fyrstu, en féllst svo á að gera þetta, ef maðurinn minn vildi vera honum hjálplegur. Eftir ágræðsluna hafði ég eng- in óþægindi. Ég gekk með bam- ið mitt í fulla níu mánuði. Fæð- ingin gekk vel. Katharina, dótt- ir okkar fæddist 27. janúar 1964, og læknirinn minn í Amarillo er hárviss um að við getum þakkað aðgerðinni fyrir þennan dásam- lega atburð... 20 VIICAN 46. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.