Vikan

Issue

Vikan - 16.12.1965, Page 14

Vikan - 16.12.1965, Page 14
Frammlialds- sagan I. Itluti eftir James Munro John Craig er horfinn, það er álitlð að hann hafi farizt þegar bíll hans var sprengdur í loft upp. Það var mágur hans, Charlie Green sem dó. Lögregluna grunar að Craig hafi ver- ið viðriðinn vopnasmygl tii Araba- landa. Craig felur sig undir nafninu John Reynolds. Hann fer til Japana sem hann þekkir og lærir Karate. St. Briac heldur að undirmaður hans, Korsíkumaðurinn Cadclla hafi séð fyr- ir Craig, en þá er eftir að koma að- stoðarmönnum hans Baumer og Rutt- er fyrir kattarnef. Pucelli á að taka á móti Rutter í Genf. Þar er Rutter skotinn tii bana. St. Briac felur Cav- alho að drepa Baumer. Craig fer huldu höfði og sér f dagblaði að maður að nafni Altern hafi verið skotinn í Genf og hann veit að það er Rutter. Hann slangrar á milli veitingahúsa i sorg sinni yfir Rutter, hittir írann Dia- mond og vinkonu hans Tessu. Lendir í riskingum, en kemst undan með Tessu. Craig endurgalt kossinn með sjálfvirkri ástríðu, en á meðan gerði hann sér Ijóst, að stúlkan var ein- asta undankomuleiðin. Hvert gat hann farið núna, annað en þangað sem hún bjó? Hún hafði séð hann of vel til að verða látin ein, og nafn Reynolds var nú þekkt; það var hægt að fylgja sporinu. Að hún girntist hann var þessa stundina gagnlegt, en hrifning hennar myndi varla endast of lengl. Hún hafði fbúð í Holland Park, en fyrst fóru þau til Rowena. Þeg- ar hann fór inn, tók hann veskið hennar með sér,- sagði dyraverðin- um frá skyndilegu andláti ættingja síns í Miðlöndum og útskýrði nagð- syn hans að fara þegar ( stað. Meðan verið var að ganga frá reikningnum, tók hann saman fögg- ur sínar, og þegar hann hafði borg- að, fór hann aftur út í leigubílinn, þar sem Tessa beið og lét hana hafa veskið aftur. — Þú hefðir ekki þurft að gera þetta, sagði hún. — Ég gerði það ekki til að auð- mýkja þig, sagði Craig. — Ég hef bara ekki efni á þvi að missa þig núna. — Ég ætlaði ekki að flýja, sagði hún. — Eftir allt sem þú hefur gert fyrir mig. — Ég gerði ekkert fyrir þig, sagði

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.