Vikan

Útgáva

Vikan - 16.12.1965, Síða 16

Vikan - 16.12.1965, Síða 16
Raspútín Síðasti sar allra Rússa og hin taugaveikl- aða ensk-þýzka drottning hans kölluðu þenn- an stórvaxna, dulúðuga síberska sveitamann með hljóðmiklu röddina sinn „kæra vin“, en óvinir hans nefndu hann fremur „hinn heil- aga djöful“, eða „haldinn af djöflinum". Og enn í dag eiga menn erfitt með að verjast þeirri hugsun, að Grígorí Efímóvitsy Ras- pútín hafi verið eitthvað meira eða annað en mannlegur; slíku óskýranlegu dáleiðslu- valdi stafaði úr litlum ljósbláum augum þessa sóðalega, ruddafengna múgamanns, hvers ógreiddur skeggfólki og skítur undir nöglum bregður tragikómískum blæ á síð- ustu daga fágaðs og rotins aðalsveldis. En hvað sem kontöktum Raspútíns við djöfulinn leið, þá var hann ekki eingöngu af hinu illa. Hann beitti kynmögnuðu sál- arlífi sínu til styrktar veiku og hrjáðu barni, var alúðlegur og hrokalaus gagnvart alþýðu- fólki og óspar á fé til hjálpar fátækum. Illska hans var fyrst og fremst fólgin í því, að hann hagnýtti helgustu og göfugustu hneigð- ir manna — og þá einkum kvenna — eigin líkamshvötum til góða. Þessi furðufugl, sem um margra ára skeið vafði tignustu aðalsmönnum Rússaveldis um fingur sér, var í þennan heim borinn árið 1872 í þorpi nokkru í Vestur-Síberíu, ekki allfjarri Tóbolsk, sonur ekils. Þegar í bernsku komu dulrænir hæfileikar í ljós hjá hon- um; kvað hann á þann hátt hafa vísað föð- ur sinum og nágrönnum hans á mann, sem stolið hafði frá þeim hestL Þetta varð til þess, að hinir hjátrúarfullu síbersku smá- bændur fengu töluverðan átrúnað á drengn- um, sem heldur styrktist er hann nokkru síðar gerði kunnugt, að hann hefði séð Maríu mey bregða fyrir á himnum uppi með heil- an her engla í kringum sig. Öll þessi helgi breytti þó engu um það, að Raspútín ungi varð, jafnskjótt og hann komst til þroska, einn alversti svallari byggðarlagsins. Hann gekk í hjónaband þeg- ar á unga aldri, en engu breytti það um líferni hans. Rúmlega tvítugur að aldri komst hann í kynni við trúflokk nokkurn, er Kly- stý kallaðist, og voru kenningar hans og helgisiðir, sem mikil leynd hvíldi yfir, held- ur betur upp á kant við hina orþódoxu kirkju Rússlands. Meginkjarni þeirra fólst í orðun- um „frelsun fyrir tilstilli syndar“. Klystý- menn litu svo á, að því aðeins yrði fólk móttækilegt fyrir náð Guðs, að það auð- mýkti sig takmarkalaust, og slík auðmýk- ing fengist aðeins með því að syndga dug- lega. Þessi fagnaðarboðskapur var sem skapað- ur fyrir Raspútín, sem bjó yfir sterkri hneigð til dultrúar og jafnframt langtum sterkari kynhvötum en almenningur. Gerð- ist hann nú einn af prédikurum nefndrar reglu og flakkaði sem slíkur víðsvegar um Vestur-Síberíu. Guðsþjónustur Klystýreglunnar fóru venju- lega fram á þann hátt, er nú skal greina: Fyrst voru sungnir sálmar og dansaði söfn- uðurinn jafnframt söngnum og æsti sig þann- ig upp smám saman. Þegar stemmingin hafðl náð ákveðnu stigi, var gengið að því vísu að Heilagur andi hefði komið yfir mann- skapinn og að Kristur og María mey hefðu tekið sér bólfestu í tveimur viðstaddra. Söfn- uðurinn afklæddist þá niður að mitti og lét „Krist" hýða sig. Næsta stigið var alger af- klæðing — hún átti að tákna fráhvarf frá öllu því dauðlega — og æðislegur ástaleik- ur, þar sem karlar og konur völdu sér maka án tillits til fjölskyldubanda og annarra tengsla. Fljótlega fór mikið orð af „heilagleika" Raspútíns, einkum var kvenfólkið veikt fyr- ir honum. Yfirvöldin voru ekki eins hrifin, en fjandskapur þeirra gerði ekki annað en auka vinsældir þessa sérkennilega munks. Samt hafa þau líklega átt sinn þátt í því, að hann yfirgaf Síberíu og freistaði gæfunn- ar í Pétursborg. Þar komst hann fljótlega í kynni við biskup að nafni Hermógen, kald- rifjaðan kirkjuhöfðingja, sem hélt sig geta notað þennan merkilega flökkumunk austan úr Asíu sem verkfæri í valdatafli því, sem höfðingjar höfuðborgarinnar stöðugt háðu með sér. Hermógen þessi var meðlimur mjög afturhaldssamrar klíku, sem hafði viðhald hins keisaralega einveldis að markmiði. Gegnum kunningsskap sinn við klíku þessa komst Raspútín skjótlega inn í innstu hringa yfirstéttar höfuðborgarinnar, þar sem hann heillaði hefðarfólkið jafn auðveldlega með dáleiðsluafli sínu og kotungana í heima- byggð sinni áður. Hámarki náði þó uppgang- ur hans ekki fyrr en hann komst í kynni Jg VIKAN 50. tbl,

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.