Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 16.12.1965, Qupperneq 17

Vikan - 16.12.1965, Qupperneq 17
við keisarahjónin, sem þá voru áhyggjufull vegna sonar síns, ríkiserfingjans, sem var illa haldinn af hvítblæði, líkt og fjölmargt annað evrópskt konungafólk. Þar eð talið var að Raspútín hefði vald til að lækna sjúka með kraftaverkum, létu keisarahjónin hann líta á drenginn. Heimsóknin hafði furðuleg áhrif. Ríkiserfinginn, sem lengi hafði varla reist höfuð frá kodda, varð skyndilega hinn sprækasti. Var því ekki að undra að keis- arinn og þó einkum drottning hans fengju tröilatrú á þessum undarlega munki, sem við hverja heimsókn heilsaði þeim með koss- um og faðmlögum að rússneskum sveita- sið. Sem nærri má geta, hætti Raspútín ekki prédikunum sínum og varð gott til fylgis, einkum meðal kvenna, sem hann flekaði tugum eða hundruðum saman. Vald hans yfir hinu veika kyni var nánast lýgilegt. Meðal ástmeyja hans voru prinsessur, leik- konur, ráðherrafrúr, saumakonur, þjónustu- stúlkur og bændakonur — allar voru jafnar fyrir Raspútín. Hefðarfrúr af fínasta aðli höfuðborgarinnar urðu þessum skítuga sið- leysingja jafn auðveldlega að bráð og gróf- gerðar og hjátrúarfullar sveitastúlkur aust- ur í skógum Síberíu. Þær trúðu því fastlega að Raspútín væri meira en mannlegur og „að allt sem hann snerti yrði heilagt“. Þeim fáu konum, sem voru „um of haldnar af djöfli stoltsins til að þær mættu ganga hina heilögu braut auðmýkingarinnar", eins og munkurinn sagði, nauðgaði hann gjarnan. Kærum út af slíku atferli var vísað til hlið- ar, enda erfitt um vik að lögsækja mann, sem hafði fullkomna hylli keisarahjónanna og var í raun réttri orðinn voldugasti mað- ur landsins. Ein kvenna þeirra, sem ekki vildi með neinu móti láta frelsast af Raspútín með því að syndga með honum, stakk hann með hnífi, og lá hann því á sjúkrahúsi þegar heimsstyrjöldin fyrri brauzt út. Sagði hann svo síðar, að það eitt hefði hindrað sig í að forða Rússlandi frá þátttöku í hildarleikn- um. Hann var sem sagt einlægur friðarsinni; leit með samúð til rússnesku bændanna, sem hann sjálfur var kominn af og bera máttu þyngstu byrðar ófriðarins. Andæfði hann eftir beztu getu öllum meiriháttar sóknar- áformum herstjórnarinnar og varð sér þann- ig úti um fjandskap margra þeirra aftur- haldssömu höfðingja, sem upphaflega höfðu stutt hann, en voru nú auk annars teknir að öfunda hann af hylli keisarahjónanna, sem stöðugt voru jafnhrifin af honum. Þar á ofan sárskömmuðust fjölmargir sæmilega siðað- ir Rússar sín fyrir það reginhneyksli, að einum ólæsum bóndamanni skyldi haldast uppi að hafa úrslitaáhrif á stjórnmál ríkis- ins og liggja þess á milli dömur af tignustu furstaættum landsins. f hópi þessara manna var fursti að nafni Júsúpoff, ekki sérlega mikilhæfur en fágaður aristókrat, sem hafði megnustu viðbjóð á hinum síberska villimanni. Hann gerðist for- ustumaður í samsæri til að myrða Raspútín. Þeir félagar buðu munkinum í partý heim til Júsúpoffs, þar sem furstinn leiddi hann niður í kjallaraherbergi og bauð honum þar uppá súkkulaðikökur og vín, sem einn sam- særismanna, pólskur læknir að nafni Lasó- verts, hafði samvizkusamlega drýgt með bráðdrepandi eitri. En nú tóku atburðimir óvænta stefnu. Raspútín hakkaði í sig hverja kökuna af annarri og svalg vínið með, en sýndi engin merki þess að eitrið hrifi á hann. Var hann hinn kátasti og bað Júsúpoff leika sígauna- söngva fyrir sig á gítar; litlu síðar stakk hann upp á því að þeir skyldu bregða sér á krá, sem hann þekkti og ná sér í stelpur. Júsúpoff vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Gestur hans hafði þegar innbyrt eitur, sem nægt hefði til að drepa heilan her manna, en var jafnsprækur og fyrr engu að síður. Það leyndi sér svo sem ekki að þessi muhks- skepna var djöfullinn sjálfur. Loks safnaði furstinn saman því litla, sem eftir var af hugrekki hans, dró fram skamm- byssu og tæmdi úr henni í skrokk Raspútíns. Félagar hans komu honum þá til hjálpar, báru helsærðan manninn út að Nevu, ráku hann þar nokkrum sinnum í gegn með rýt- ingi til frekara öryggis, en töldu þó vissara að fjötra hendur hans áður en þeir hentu honum í fljótið. Fáum dögum síðar var lík Raspútíns fisk- að upp. Önnur hönd hans var laus úr bönd- um og lungun full af vatni. Hann hafði sem sagt ekki verið dauður, þegar honum var varpað í fljótið. Engin furða þótt menn hafi freistazt til að telja hann meira en mann- legan. Adolf Hitler. Um hann verða tiltölulega fá orð látin nægja, enda hefur enginn þeirra þrettán- menninganna, sem um er fjallað í þessum greinum, fengið aðra eins pressu undanfarna áratugi og hann. Auk þeirra fjölmörgu sagn- fræðirita sem um hann hafa verið skráð, hafa komizt á kreik um uppruna, líf og dauða þessa manns hinar ævintýralegustu tröila- sögur, og má það teljast í fuilu samræmi við raunverulega ævisögu hans, sem sann- arlega er í röð hinna ótrúlegri. Hitler var af smábændaættum í norðvest- urhluta Austurríkis, fæddur í þorpinu Braun- au am Inn 1889. í æsku var hann skussi í skóla, hafði áhuga á myndlist og arkitektúr, en féll á öllum inntökuprófum, sem ganga þurfti í gegnum til að fá aðgang að þeim menntastofnunum, sem um þessi uppáhalds- fög hans fjölluðu. Ungur að árum fór hann til Vínarborgar og lifði þar árum saman sem bóhem og róni. Þegar heimsstyrjöldin fyrri hófst, var hann kominn til Munchenar og gerðist þá sjálfboðaliði í bæverskri herdeild, með hverri hann barðist á vesturvígstöðv- unum öll stríðsárin. Gat hann sér góðan orðstír, særðist og fékk gaseitrun oftar en einu sinni og var tvisvar sæmdur heiðurs- merkjum. Eftir stríðið varð hann fljótlega leiðtogi flokks þess, sem þekktastur er orð- inn undir heitinu nazistar. Með því að höfða til öfgakenndrar þjóðernishneigðar tókst þeim á eymdartímabili því, er fylgdi í kjöl- far stríðsins, að safna um sig drjúgum hluta þýzkra kjósenda, einkum úr lægri millistétt, sem kreppur millistríðsáranna léku sérlega hart. Þannig varð Hitler um síðir ríkiskansl- ari og foringi -— Fuhrer — þýzku þjóðar- innar árið 1933, sigaði henni út í aðra heims- styrjöldina 1939, tapaði henni og framdi þá sjálfsmorð þann 30. apríl 1945. Óhætt er að fullyrða, að sjaldan hafi menn af minni verðleikum hafizt jafn ævintýra- lega til metorða og þessi flækingur frá Vín. Hann var ómenntaður og barnalega þröng- Framhald á bls. 45. Verstu menn veraldar SíSasti hluti Dagur Þorleifsson tók saman Teikning Baltasar Trúar loddarar harðsljórar 09 lýðskrumarar VIKAN 50. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.