Vikan - 16.12.1965, Side 20
Framhaldssagan 23. hluti
efftir Sergeanne Golon
Tvö hörundsdökk andlit risu fyrir hugskotssjónum hennar — augu
hins ríka persneska prins og hins bláfátæka Ungverja.
Hana langaði til að hitta Rokoczy aftur; það sem hann hafði gert,
sýndi henni hann í réttu ijósi. Framhleypni hans var ekki afkáraleg,
heldur upplífgandi. Hvernig stóð á þvi, að hún hafði ekki áður gert
sér ljósa hetjuna í orðum hans? Var hún orðin svo vön að hlusta ein-
göngu á einskisvert hjal, að hún þekkti ekki lengur raunverulegan:
karlmann, þegar hún sá hann?
Vesalings Rakoczy! Hvar skyldi hann vera? Það lá við, að hún kjökr-
aði, þegar hún hugsaði um hann. Hún fékk sér eitt glas enn. Nú ætti
hún sennilega að fara i rúmið og sofna. En það var svo ómögulegt að
vera alein!
Ef hún færi nú til Suresnes og segði já, myndi það verða endinn á
þjáningum hennar? Hana dreymdi um gleymsku nautnagleðinnar. —
Ég er aðeins kona, þegar allt kemur til alls. Hversvegna á ég að berjast
á móti örlögum mínum?
Hún hrópaði að spegilmynd sinni: ■— Ég er falleg!
Svo horfði hún sorgmædd i spegilinn. — Vesalings Angelique....
Hversvegna svona alein?
Hún fékk sér enn eitt glas. — Ne er ég orðin full. Nú get ég sannar-
lega sofnað.
Svo datt henni í hug, að ef Mademoiselle væri jafn sorgmædd og
hún, myndi hún ekki geta sofið heldur. Kannske Þætti henni gott að
fá Angelique í heimsókn, jafnvel þótt það væri um hánótt. Næturnar
eru svo langar, þegar maður er einn.
Angelique vakti þjónustuliðið. Hún skipaði að spennt yrði fyrir vagn,
og lagði af stað eftir dimmum strætum til Luxemborgarhallarinnar.
Hún hafði getið sér rétt til. Grande Mademoiselle svaf ekki. Síðan
konungurinn hafði kveðið upp dóm sinn, hafði hún legið í rúminu,
ekkert látið ofan I sig annað en kjötseyði, og gegnvætt hvern koddann
af öðrum með tárum. Fylgdarlið hennar og nokkrir tryggir vinir
reyndu árangurslaust að hugga hana.
—• Hann á að vera hér! hrópaði hún og benti á autt rúmið við hlið
sér, þar sem Lauzun átti að vera. — Hann á að vera hér! Ó, ég dey,
ég dey!
Þegar Angelique sá þessa örvæntingu, reyndi hún ekki að látast
lengur, heldur opnaði fyrir táraflauminn, sem hún hafði haldið aftur
af í tvo daga.
Mademoiselle de Montpensier varð djúpt snortinn að sjá, hve Ange-
lique tók mikinn þátt í sorg hennar, og þrýsti henni að brjósti sér.
Þannig nutu þær samvistanna allt til morguns, töluðu um Lauzun og-
grimmd konungsins, héldust í hendur og grétu eins og gosbrunnar.
21. KAFLI
Þegar Angelique lauk við að útskýra fyrir Colbert, að Baktiari Bay
vildi ekki koma fyrir konunginn vegna þess að ekki heíði verið tekið
á móti honum með nógu miklum glæsibrag, fórnaði ráðherrann höndum.
— Og ég hef ekki gert annað en ávíta konunginn fyrir bruðlunar-
saman smekk og eyðslusemi.
Þegar Lúðvík XIV heyrði þetta, hló hann hjartanlega.
— Þarna sjáið þér, Colbert, gamli vinur, að fyrirlestrar yðar eru
stundum óréttmætir. Að eyða peningum í Versali er ekki eins slæm
fjárfesting eins og þér virðist álita. Með þvi móti geri ég staðinn svo
athyglisverðann, að hann vekur forvitni allra og öfund jafnvel fjarlæg-
ustu þjóða. Ég hef þráð að sjá fulltrúa þessara þjóða í sölum hallar-
innar, klædda eftir tízku sinna eigin landa, Þar sem þeir geta borið
glæsileikann saman við það sem tíðkast hjá þeim sjálfum, meðan þeir
búa sig undir að hitta hinn mikla konung, hvers frægð hefur lokkað
þá til landsins. Ef ég má láta mína skoðun í ljósi, er hún sú, að við
eigum að vera auðmjúkir og hófsamir að því er lýtur að okkur sjálf-
um, en um leið stoltir og hreyknir af þeirri stöðu sem við skipum.
VIKAN 50. tbl.
Daginn, sem persneski ambassadorinn og fylgdarlið hans kom að
hinum gullnu hliðum Versala, höfðu þúsundir pottablóma úr gróður-
húsunum verið sett meðfram gangstigunum, þannig að vetrarkaldar
flatirnar litu út eins og engi á sumardegi. Gólfið i stóra salnum var
hulið í rósalaufum og appelsínublómum.
Fylking Baktiari Bays var leidd framhjá silfruðum og gylltum
blómakerum og dýrgripum gullsmíðalistarinnar var raðað fram hon-
um til heiðurs. Hann var leiddur um alla höllina og gull og krystals-
skreytingarnar gáfu í engu eftir glæsihöll Þúsund og einnar nætur.
Ferðin endaði í baðherbergjum, þar sem risastórt ker úr rauðum
marmara, ætlað handa konunginum, sannfærði Persann um, að Frakk-
ar trössuðu ekki hreinsun líkamans eins mikið og hann hafði verið far-
inn að álíta, og hinn gífurlegi fjöldi gosbrunna I garðinum sannfærði
hann að lokum fullkomlega.
Þetta var sigurdagur fyrir Angelique. Allsstaðar og ævinlega skip-
aði hún fremsta sæti, því Baktiari Bay, ef til vill af vísvitaðri stríðni,
lét sem hann sæi ekki drottninguna né allar hinar hefðarkonurnar,
og beindi allri athygli stnni að henni.
Silkisamningurinn var undirritaður af mikilli vinsemd.
Örmagna af öllu tilstandinu sneri Angelique aftur til Parísar. En
þegar hún kom heim til sín, stóð auri ataður sendiboði á þrepunum
og beið eftir henni.
— Guði sé lof, að ég hef náð yður Madame! Konungurinn sendi
mig;.
Hann rétti Angelique seðil, þar sem á stóð, að hún ætti þegar í stað
að snúa aftur til Versala.
— Má það ekki bíða til morguns?
— Konungurinn sagði sjálfur „þegar í stað“, og gaf mér fyrirmæli
uni að fylgja yður til baka, hvað sem klukkan væri.
— Saint-Honoré hliðin eru áreiðanlega lokuð.
— Ég hef vegabréf sem opnar þau.
— Ræningjar munu ráðast á okkur.
— Ég er vopnaður, sagði maðurinn. — Ég hef tvær skambyssur í
hnakknefjunum og sverðið mitt.
Þetta var skipun frá konunginum, og hún hafði ekki um neitt að
velja. Hún varð að hlýða. Hún vafði skikkjunni þéttar að sér og lagði
af stað á ný.
Þegar þau komu til Versala, reis höllin upp úr nóttinni eins og blátt
skrímsli móti fölbleikum og gráum himni dögunarinnar. 1 gluggum
íundarsalar konungsins blakti blys eins og perla í myrkurhafi mar-
marahlaðsins. Angelique skalf, þegar hún íylgdi sendiboðanum í gegn
um auða salina, framhjá svissnesku varðliðunum, sem sátu hér og
þar á vaktstöðum sínum, og drógu ýsur.
En það var fjölmenni hjá kónginum: Colbert, de Lionne, fölur og
tekinn af svefnleysi. Skriftafaðir konungsins, Bossuet, sem var svo
málsnjall, að konungurinn bað hann iðulega ráða og kaus að hafa
hann við hirð sína. Louvois, myrkur á svip, eins og hann hefði orðið
vitni að stórslysi, Chevalier de Lorraine og nokkrir fleiri. En á and-
litum þeirra varð ekki betur séð, en fram hefðu farið ákafar deilur.
Þeir stóðu allir frammi fyrir hans hágöfgi, og það leit út fyir, að þeir
hefðu verið á fundi með honum meiri hluta næturinnar, því kertin
voru næstum útbrunnin.
I>egar tilkynnt var um komu Angelique, hættu Þeir allir að tala.
Konungurinn bauð henni að fá sér sæti. Eftir, að því er virtist, enda-
lansa Þögn, meðan konungurinn. rýndi á bréf, sem hann hafði fyrir
frgiman sig, til að ná valdi á svipbrigðum sínum, tók hann loksins til
máls:
— Hinn persneski ambassador hefur lokið heimsókn sinni á undar-
legan hátt, Madame. Baktiari Bay er lagður af stað í suðurátt, en hann
hefur sent mér áríðandi skilaboð varðandi yður.... og hérna, lesið
þau sjálf.