Vikan - 16.12.1965, Qupperneq 21
Skilaboðin höfðu vafalitið verið þýdd og skrifuð af mikilli nákvæmni
af Agobian hinum armeníska. Þau hófust með því að þakka konunginum
enn einu sinni fyrir ljómandi móttökur, skemmtun og vingjarnleik.
Svo fylgdi með listi, þar sem viðurkenndar voru gjafir hans hágöfgi
Lúðvíks XIV, mesta einvalds vesturlanda, sem hann hafði sent keisar-
anum í Persiu með ambassadornum Baktiari Bay:
1 silfur og gull borðbúnaður, grafinn með franska konungsfánanum.
2 gullklukkur sem segja til um dagsetningu og árstíma.
1 tylft vasaúr, grafin með konungsfánanum.
2 stór gobelinteppi.
1 gimsteinsteningur fyrir konunglegt innsigli, grafinn með hinu
persneska skjaldarmerki, ljóni og rísandi sól.
2 stórar andlitsmyndir af kónginum og drottningunni í fullum skrúða.
20 strangar af fínu lini.
1 kolaker úr járni, gylltu að utan, með þrem belgjum, sem blásnir
eru með einum vírstreng.
3 kassar af silfurfallbyssukúlum til að hita baðið fyrir keisarann.
6 kassar af glingri, kölluðu „musterisgimsteinar" handa keisaranum
að gefa þjónum sínum eða kasta fyrir fólkið.
3 pottar af geraníum til að planta í persneska jörð.
1 söðull úr lýonsku leðri.
En hans hágöfgi hafði dregið frá þessum gjöfum hinn dýrmæta gim-
stein, sem hans hágöfgi ambassadorinn hafði búizt við í verðlaunaskyni
fyrir vel unnið starf. Svo kom lýsing á gimsteininum, svo nákvæm,
að allir gátu séð að það var kona, sem við var átt, og konan var engin
önnur en Angelique.
Baktiari Bay áleit, að venjur vesturlanda leyfðu honum ekki að yfir-
gera þau og leggja af stað til Austurlanda, fyrr en hann hafði sannreynt
vináttuvilja þess, sem átti svo sjaldgæfa gersemi. En nú höfðu samn-
ingarnir verið undirritaðir, svo allir voru ánægðir, konungur Frakk-
lands sérstaklega. Og hversvegna var þá ekki hin „heillandi Marquise",
„stjarnan í hirð Frakklands", „gáfaðasta kona í heimi“, „lilja Versala“,
meðal síðustu gjafanna, sem Monsieur de Lorraine og de Tercy mark-
greifi færðu honum að skilnaði? Hann hafði álitið, að blygðunarsemi
hefði komið henni til að bíða næturinnar, áður en hún slægist i föru-
neyti hans með farangur sinn og vagna, svo hann hafði lagt að stað.
En i fyrsta áningarstað varð honum ljóst, að hann hafði verið svikinn.
Menn höfðu meðhöndlað hann eins og asna, sem lokkaður hafði verið
yfir þrönga brú með gulrót. Var konungur vestursins undirförull?
Var sviksemi hans jafn mikil og græðgi hans? Hafði hann ekki í hyggju
að halda samninginn? Ætlaði hann að taka aftur orð sín?....
Hinn langi spurningalisti sýndi, svo ekki varð um villzt, í hvernig
skapi Baktiari Bay hafði verið, þegar hann skrifaði bréfið, og gaf
einnig til kynna, að hann myndi að öllum líkindum bera Frakklandi
illa söguna, þegar heim kæmi, og eyðileggja þannig allt það, sem
náðst hafði.
— Jæja, sagði Angelique.
— Jæja, sagði kóngurinn og hermdi eftir henni. — Vilduð þér gjöra
svo vel að segja okkur, hvernig í ósköpunum þér hafið vogað yður að
haga yður svo skammarlega í Suresnes, að það gæfi tilefni til svona
svívirðilegrar heimtufrekju ?
— Hegðun mín, Sire, var hegðun konu, sem send var til myndarlegs
karlmanns til að blíðka hann, að ég segi ekki lokka hann, til að gera
hann vinveittan málstað okkar og þannig að þjóna kónginum.
— Eruð þér ð gefa í skyn, að ég hafi hvatt yður til hórlifnaðar til að
ná hagstæðum árangri fyrir ríkið?
— Fyrirskipanir yðar hágöfgi voru mér mjög ljósar.
— Hvernig gátuð þér hagað yður svona fáránlega? Kona með yðar
gáfur og skapgerð hefur tuttugu mismunandi aðferðir til að vinna
prins á sitt band, án þess að koma fram sem hóra.... en þér þurftuð
að gerast ástmær þessa blóðheita villimanns, þessa trúlausa óvinar
kirkju yðar. Gerðuð þér það? Svarið mér!
Angelique beit á vörina til að dylja brosið, og leit yfir hópinn.
— Sire, spurning yðar veldur mér vandræðum frammi fyrir þessum
herramönnum. Leyfið mér að segja, að þetta svar eigi hvergi heima
nema í eyrum skriftaföður míns.
Konungurinn reis upp til hálfs og augu hans skutu gneistum. Bousset
greip fram í, reis upp og lyfti valdsmannslega sinni biskupshönd.
—• Leyfið mér að minna yður á, Sire, að aðeins presturinn hefur
rétt til að spyrja um leyndarmál sálnanna.
—• Einnig kóngurinn, Monsieur Bousset, þegar gerðir þegna hans
snerta stjórnina. Baktiari Bay hefur vakið óánægju mina með ó-
skammfeilni sinni, en það verður að viðurkennast, að þegar karlmaður,
persneskur eða ekki, er leiddur....
— Hann var það ekki, Sire, sagði Angelique ákveðin.
— Mér þykir gott að heyra það, svaraði konungurinn. Hann settist
niður og létti auðsjáanlega.
Bousset lýsti því mjög eindregið yfir, að hvað sem gerzt hefði áður,
væri það núverandi vandi, sem mikilvægur væri. Og spurning væri
þessi: Hvernig ætti að róa Baktiari Bay, án þess að ganga að kröfum
hans.
Allir höfðu ákveðna skoðun á málinu. Tercy áleit, að það ætti að
taka ambassadorinn höndum og kasta honum í fangelsi, og síðan ætti
að tilkynna keisaranum í Persíu, að sendiboði hans i Frakklandi hefði
dáið af fjórðadagspest.
Colbert greip næstum fyrir kverkar honum. Hermenn eins og de
Tercy höfðu aldrei skilning á Því, að verzlunin er einn af mikilvægustu
þáttum í efnahagslífi þjóðarinnar. Eins og Tercy áleit Lionne enga
ástæðu til að vera með óróa vegna þessara fjarlægu múhameðstrúar-
manna. En Tercy og jesúítinn lögðust á eitt til að sýna fram á að
framtið kirkjunnar í Aausturlöndum var undir árangri sendiferðarinnar
kominn. Að lokum stakk Angelique upp á, að það væri aðeins ein
leið til að segja Baktiari Bay að bón hans væri neitað, án þess að hann
tæki það sem persónulega móðgun og Það væri að kóngurinn skrifaði
honum að honum þætti það afar leitt, en hann gæti ekki veitt þessum
kæra og göfuga vini sinum umrædda bón, því að Madame du Plessis-
Belliére væri sultana-bachi og Því gæti ambassadorinn áreiðanlega
skilið hversu ómögulegt það væri að verða við þessari ósk hans.
— Hvað þýðir sultana-bachi?
—• Það er uppáhaldskona soldánsins, Sire. Sú sem hann tekur fram-
ar öllum öðrum, sem hann felur yfirstjórn kvennabúrsins og leitar tið-
um eftir að hún deili með honum ábyrgð hans sem stjórnanda þjóðar-
innar.
— Ef sú er þýðing þessarar nafnbótar, haldið þér þá ekki, að Baktiari
Bay beini athygli minni auðveldlega að þeirri staðreynd, að á Vestur-
löndum skipar drottningin sess sultana — hvað þér nú kallið Það —
bachi ?
— Þetta er mjög vel athugað af yðar hágöfgi, en þér getið verið
alveg rólegur. 1 Austurlöndum neyðast prinsarnir oft, af ættfræðilegum
ástæðum til að giftast prinsessum af konunglegu blóði sem þeir hafa
sjálfir ekki valið sér. Það kemur þó ekki í veg fyrir, að þeir taki aðra
sér fyrir uppáhaldskonu, og það er hún, sem hefur taumana í sínum
höndum.
— Undarleg venja! sagði konungurinn. — Jæja, úr því ekki er um
annað að ræða....
Allt sem nú stóð eftir, var að semja bréfið. Colbert vildi fá að gera
það sjálfur. Hann las upphátt:
— .... biðjið mig um hverja aðra konu i konungsdæminu, og hún skal
verða yðar, endaði hann. — Sú yngsta, dásamlegasta, fegursta, — yðar
er valið.
— Svona, Monsieur Colbert, sagði konungurinn. — Þér megið ekki
hætta mér út í vafasöm viðskipti.
— Sire, yðar hátign hlýtur að skilja, að ekki er hægt að neita bón-
inni blátt áfram, án þess að veita honum einhverjar sárabætur.
—■ Ekki datt mér það í hug, en þér hafið áreiðanlega rétt fyrir yður.
Allir urðu glaðir, þegar konungurinn kom kom fram úr fundarsaln-
um með ánægjusvip. Meiri hluta dagsins hafði hirðin átt von á stjórn-
málalegri sprengingu, að minnsta kosti stríðsyfirlýsingu. Til að seðja
forvitni manna, sagði konungurinn, kiminn í bragði, frá lokakröfum
persneska ambassadorsins. En hann nefndi ekki nafn Angelique, sagði
aðeins, að prinsinn ausurlenzki hefði verið svo himinhrifinn af fegurð
franskra kvenna, að hann hefði óskað eftir ranuverulegum minja-
grip, af holdi og blóði.
— Erfiðleikarnir liggja i því að velja slíkan grip, sagði kóngurinn.
— Ég lét mér detta í hug að leggja málið í hendur Monsieur de Lauzun.
Hann er sérfræðingur í þessum efnum.
Páguilin sló út höndunum: — Auðvelt verk, Sire. Hirð okkar er full
af undirgefnum hórum.... Hann kitlaði Madame de Montespan undir
hökuna: — Hvernig væri þessi? Hún hefur þegar sannað að hún fell-
ur í kramið hjá þeim háttsettu!
..—.Dóni, livœsti markgreifafrúin og sló á hönd hans...............
— En hvað þá um þessa? hélt Péguilin áfram og benti á prinsess-
una af Monaco, sem hafði verið ein af hans eigin ástmeyjum. — Mér
virðist hún líkleg. Það væri líklega Það eina, sem hún á eftir að reyna.
Frá þjónustusveinunum og upp.... jafnvel konur lika!
Konungurinn greip fram i fyrir honum: — Gætið tungu yðar, Mon-
sieur.
— Hvers vegna, Sire? Þegar enginn er til að láta sér annt um hegðun
manns?
— Ég fæ ekki betur séð, en Péguilin fari að verða þurfi fyrir smá
heimsókn i Bastilluna, hvíslaði Madame de Choisy að Angelipue. —
En þetta var gott svar. Hvað er annars með þetta hneyksli persneska
ambassadorsins ? Það lítur út fyrir, að þér séuð eitthvað við málið riðin.
— Ég skal segja yður það allt í Saint Germain, sagði Angelique,
en lét af ráðnum hug hjá líða að segja hertogafrúnni, að hún færi beina
leið aftur til Parísar.
Með svipuskellum og vælandi öxlum röðuðu vagnarnir sér upp í
garðinum. 1 nokkra daga yrðu hin gullnu hlið Versala lokuð, og sömu-
leiðis háu gluggarnir, sem nú endurspegluðu rautt sólarlagið.
Þegar de Lionne ók fram hjá Angelique, rak hann höfuðið út um
vagngluggann.
—• Þér getið státað af að hafa komið mér í klípu í þessum kvennamál-
um. Konungurinn hefur falið mér að finna.... sárabótina handa pers-
neska ambassadornum. Hvað ætli konan mín segi? Jæja, ég sá litla
leikkonu í leikflokki Moliéres, gáfaða og mjög framgjarna. Ég efast
um, að það taki langan tíma að tala hana til.
— Allt er gott sem endar vel, sagði Angelique.
Hún áti erfitt með að halda augunum opnum, því hún hafði verið
á ferð og flugi síðustu tuttugu og fjórar klukkustundirnar, án þess
að hvila sig. Aðeins tilhugsunin um að stíga aftur upp í vagninn og
aka frá Versölum til Parisar, gerði henni óglatt.
Ekillinn beið hennar á hlaðinu með hattinn i hendinni. Með miklum
virðuleik tilkynnti hann Madame de la Marquise, að þetta væri I síð-
asta skipti, sem hann hefði þann heiður að aka henni. Hann hefði alltaf
unnið starf sitt vel, en guð væri ekki ánægður með heimsku manna,
eina saman, og hann væri að verða gamall. Hann endaði ræðu sina
með því að segja, að þótt honum þætti það mjög leitt, yrði hann að ganga
úr þjónustu Madame le Marquise.
22. KAFLI
Betlararnir biðu í herberginu innar af eldhúsinu. Þegar hún batt
hvíta svuntu um mittið, rifjaði hún það upp fyrir sér, að hún hefði
of lengi trassað skyldur sinar sem hefðarkona, svo sem að gefa ölmusu
með eigin höndum einu sinni í viku. 1 öllu þessu æðislega kapphlaupi
milli Parisar og hirðarinnar, með óaflátanlegum veizlum, hafði það orð-
ið æ sjaldgæfara, að hún væri heima á Hotel de Beautreillis. Nú þurfti
hún að taka sér tima til að athuga sín mál.
Roger rak eignina vel. Barbe hugsaði um Charles-Henri. De Lesdigui-
éres, djákni, og Malbrant voru þar vegna Florimonds, sem þeir fylgdu
hvert sem var. En viðskiptamál hennar sjálfrar og Plessis-Belliére fjöl-
skyldunnar voru i hálfgerðum ólestri.
Hún skrapp að heimsækja David Challiou, sem hélt fast um stjórnar-
tauma súkkulaðihúsanna og rak þau vel. Hún brá sér einnig á fund
mannsins, sem sá um innflutning hennar frá „eyjunum".
Þegar hún kom aftur, kom hún að þjónustustúlkunum og Gilandon-
meyjunum, þar sem þær voru að ganga frá gjöfum handa fátæklingun-
um, því þetta var dagur ölmusunnar í Hotel de Beautreillis. Það starf
myndi endast til kvölds. Angelique tók sjálf við körfu með hringbrauð-
um, og Marie-Anne Gilandon fylgdi henni með sáraumbúðir og lyf í
körfu. Vetrardagurinn varpaði grárri birtu sinni á andlit fátækling-
anna. Sumir sátu á bekkjum eða stólum, aðrir stóðu meðfram veggn-
VIKAN 50. tbl. 21