Vikan

Issue

Vikan - 16.12.1965, Page 27

Vikan - 16.12.1965, Page 27
-O Guörún lrvaðst ckki búast við, að nokkur islcnzk kona fengist til að kaupa þessa annars ljómandi fall- cgu japönsku kollu lengst til vinstri. Hún er nefnilega úr snjóhvítu gcitarhári. Hinar kollurnar þrjár hafa hins vegar freistað viðskiptavina Guðrúnar, og þegar þctta birtist, má búast við, að þær séu raunvcrulega orðnar höfuðprýði. Ein þeirra er þýzk, önnur japönsk, og sú þriðja ítölsk. Ég segi ekki, hvar f röðinni sú ítalska er, hún er nefnilega úr angorahári, blönduðu hári af villinauti, og má vel vera, að einhverjir haldi það nú ósvikið, yndislegt ungpíuhár. -O Litlir toppar og flcttur. Og ein kolla reyndi að smeygja sér inn á myndina. 14 Þau eru ófá handtökin við að vinna úr liárinu. Þrjár vikur kvaðst Margrét þurfa til að vinna eina hárkollu. Efst á vinstri síöunni er hún að búa til fléttu. 0 Þrír toppar af mismunandi gerðum og ein flétta. (] Það þarf ýmislegt til að breyta útliti sínu. Lárus Pálsson ber á sig lím undr hárkolluna... ... og smeygir henni á höfuðið .. . ... og svo kórónar skcggið sköpunarverkið. Það er Iíklega tilgangslaust að benda herrunum á, [) hvað það getur verið mikil tilbreytni í því að eiga nokkrar gerðir af yfirvaraskeggi til þess að bregða upp við hátíðleg tækifæri. En allt um það birtum við þessa skemmtilegu mynd af nokkrum slíkum f eigu Þjóðleikhússins. Á miðri sfðunni sjáum vlð í grunninn á einum hinna svokölluðu toppa. Kamburinn er festur í lifandi hárið, hvort sem vill fram við hársrætur, upp á hvirfil eöa f hnakkann, allt eftir lengd toppsin*, og svo má gera hina ótrúlegustu hluti úr öllu saman. Þar fyrfr neðan eru svo margvisleg skegg — handa karlmönnnm. Guðrún Magnúsdóttir kvaðst helzt alltaf bcra [) hárkollu nú orðið, og ekki verður annað sagt en það fari henni f hæsta máta vel. Á þessu tímabili varS kaup og sala hárs hinn arðvænlegasti atvinnuvegur. Þegar hin- um slynga Colbert ægði innflutningur Frakka á mannshári til kollugerðar, ákvað hann að setja á hann höft eða jafnvel banna hann með öllu. En þá sýndu hinir duglegu hárkollumeistarar honum fram á, að sá er- lendi gjaldeyrir, sem rynni inn í landið vegna útflutnings á frönskum hárkollum, næmi margfalt hærri upphæð en varið væri til kaupa á hári erlendis frá. Var þar með horf- ið frá haftastefnunni. Undir lok stjórnartíma Loðvíks 14. var svo skortur á mannshári orð- inn tilfinnanlegur á heimsmarkaðinum, og var þá gripið til þess ráðs að notast við hross- hár í kollur handa lægristéttar fóiki. Til Englands mun hárkollan fyrst hafa komið í kringum miðja 16. öld, að því er heimildir telja. Þar var hún fyrst eingöngu notuð af málaflutningsmönnum, og mætti það uppátæki hinni mestu mótstöðu dómar- Ilárkollan hefur átt sín blóma- og niður- lægingarskeið gegnum áranna raðir. Til dæm- is má geta þess, að árið 1096 ákvað kirkju- þingið í Rouen að útskúfa þeim úr kirkj- unni, sem leyfðu sér að bera hárkollur. Þrátt fyrir þetta skrimtá hárkollutízkan og bloss- aði upp af og til. Sennilega hefur hún þó aldrei verið eins vinsæl og á stjórnartímum Loðvíks 14. Hann hreinlega fyllti eitt herbergi í Versalahöll- inni af hárkollum af ýmsum gerðum, sem hann svo bar við hin margvíslegustu tæki- færi. Hárkollumeistari hans var í slíkum há- vegum hafður, að hann fékk að sitja við hið konunglega matborð, en það var ekki heigl- um hent um þær mundir.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.