Vikan - 16.12.1965, Qupperneq 32
Fyrir 400,00
krónur á
mánuði
getið þér eign-
azt stóru
ALFRÆÐI0RDA8ÚHINA
NORDISK
KONVERSATIONS
LEKSIKON
sem nú kemur út að nýju á svo 6-
trúlega lágu verði ásamt svo hag-
stæðum greiðsluskilmálum, að allir
hafa efni á að eignast hana.
Verkið samanstendur af:
Stórum bindum 1 skrautlegasta bandi,
sem völ er á. Hvert bindi er yfir 500
síður, innbundið í ekta ,,Fablea“,
prýtt 22 karata gulli og búið ekta
gullsniði. í bókina rita um 150 þekkt-
ustu vísindamenn og ritsnillingar Dan-
merkur.
Stór, rafmagnaður ljóshnöttur með
ca. 5000 borga- og staðanöfnum, fljót-
um, fjöllum, hafdjúpum, hafstraum-
um o.s.frv. fyljir bókinni, en það er
hlutur sem hvert heimili þarf að
eignast. Auk þess er slíkur ljóshnöttur
vegna hinna fögru lita, hin mesta
stofuprýði.
VIÐBÆTIR: Nordisk Konversation
Leksikon fylgist ætíð með tímanum
og því verður að sjálfsögðu framhald
á þessari útgáfu.
Verð alls verksins er aðeins krónur
5.900,00, ljóshnötturinn innifalinn.
GREIÐSLUSKILMÁLAR:
Við móttöku bókarinnar skulu greidd-
ar kr. 700,00 en sían kr. 400,00 mánað-
arlega, unz verkið er að fullu greitt.
Gegn staðgreiðslu er gefinn 10% af-
sláttur, kr. 590,00.
Bókabúð
N 0 RÐ RA
Hafnarstræti 4, sími 14281.
Undirrit....., sem er 21 árs og íjár-
ráða, óskar að gerast kaupandi að
Nordisk Konversation Leksikon —
með afborgunum — gegn staðgreiðslu.
Dags...................
Nafn .................................
Heimili
Simi
undarlegt sé það að ekki skuli vera
hægt að fó sérpakkað, íslenzkt
smjör í Bretlandi. Nú skal ég segja
þér, hversvegna það er ekki hægt.
Þegar einhverri vöru er dreift á
markaðinn í sérstakri pakkningu,
þá er það ekki til neins, nema til
komi auglýsingar á vörunni um leið.
Það verður að auglýsa í blöðum og
helzt sjónvarpi og segja neytend-
um, að íslenzkt smjör sé gæðavara
og þess virði að kaupa það. Þess-
konar auglýsingaherferð kostar of
fjár og það væri út í bláinn að
reyna eitthvað slíkt fyrir svona lít-
ið magn. Auk þess yrði að vera
hægt að ábyrgjast að íslenzkt smjör
væri ætíð fáanlegt, en slíkt er auð-
vitað ekki fyrir hendi.
— Og hvernig eru þá þessi 500
tonn seld?
— Það eru hér á markaðnum
ákveðin merki eins og danska smjör-
ið og það nýsjálenzka. Þar að auki
eru ýmis merki hérlendra fyrirtækja,
sem blanda saman smjöri viðsveg-
ar. að og pakka í eigin umbúðir.
Ég myndi gizka á að fast að helm-
ingi innflutta smjörsins lenti í slík-
um umbúðum og svo er auðvitað
talsvert mikið magn af smjöri not-
að ( bakstur og sælgætisgerð. Fyrir-
tækin sem pakka blandaða smjör-
inu rannsaka eigindir smjörs frá
ýmsum framleiðendum og komast
að raun um í hverskonar blöndur
íslenzka smjörið hentar, til dæmis.
Yfirleitt er heldur lægra verð á
smjöri sem notað er til blöndunar,
heldur en því danska og nýsjá-
lenzka, en þó fer það mikið eftir
því hvernig smjörmarkaðurinn er.
Til dæmis var markaðurinn fyrir
blöndunar-smjör hagstæður seinni
helming ársins 1964, eða þegar
meiri hlutinn af okkar smjöri var
seldur og tókst því að fá mun hærra
verð fyrir okkar smjör heldur en
það nýsjálenzka var selt fyrir á
sama tíma. Fleira kemur þó þarna
til, sem of flókið yrði að skýra í
smáatriðum, en segja má að fyrsti
útflutningur íslenzks smjörs á Bret-
landsmarkað hafi tekizt vel, því
að smjörið líkaði vel og verðið sem
fyrir það fékkst verður að teljast
mjög hagstætt miðað við smjörverð
á þessum markaði. A þessu ári hafa
líka verið flutt hingað um 350
tonn af ostum frá íslandi og meira
var flutt til Þýzkalands, en það má
geta þess að heildarinnflutningur
til Bretlands á ostum er árlega um
140 þúsund tonn.
— Þetta voru landbúnaðarafurð-
irnar. En nú er Sambandið annar
stærsti aðilinn í fiskútflutningi og
mér skilst, að þú annist þá sölu
einnig.
— Það er rétt, að það heyrir
líka undir þessa skrifstofu að selja
fiskafurðir fyrir þau 30 frystihús,
sem eru á vegum SIS. Það er að
sjálfsögðu aðallega freðfiskur, en
líka fiski- og síldarmjöl, hrogn,
humar, skreið og smáatriði eins og
gellur og skötuselur. Nú er vert að
taka það fram strax, að þessi sala,
sem fram fer hjá okkur í London,
hún nær bara til 25 — 30% af
heildar freðfiskmagni Sambands-
frystihúsanna. Hitt fer til Bandaríkj-
anna og nokkuð til Austur-Evrópu-
landa. En af þessu magni, sem við
fáum til sölumeðferðar, seljum við
tvo þriðju hluta hér í Bretlandi og
þriðjunginn í Frakklandi, eða því
sem næst.
— Og þér finnst þetta skemmti-
legt verkefni?
— Mjög svo. Það er í senn heill-
andi og lærdómsrlkt og maður
kynnist mörgum skemmtilegum hlut-
um. Annars er höfuðvandamálið
það, að fá ekki miklu meiri fisk
til að selja. Af þeim ástæðum er
út í bláinn að gera mikið til að
leita eftir fleiri kaupendum; það
mundi þá einungis koma niður á
þeim, sem þegar kaupa af okkur.
— A hvern hátt fara greiðslur
fram fyrir fiskinn til dæmis?
— I Frakklandi höfum við tíu til
fimmtán reglulega viðskiptavíni,
sem flestir eru í Boulogne-sur-Mer
og fiski til þeirra er skipað upp í
Calais. Þeir greiða með „letter of
g2 VIKAN 50. tbl.