Vikan

Tölublað

Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 16.12.1965, Blaðsíða 36
Nútíma kona notar Yardley fegrunarvörur Yardley fegrunarvörur eru fram- leiddar fyrir yður samkvæmt nýjustu tækni og vísindum, eftir margra ára rannsóknir og til- raunir ( rannsóknarstofum Yardl- ey í London og New York. Yardley veit að þess er vænst af yður, sem nútíma konu, að þér lítið sem bezt út, án tillits til hvar þér eruð eða hvernig yður líður. Þess vegna býður YarcHey yður aðeins hin réttu andlitsvötn og krem, hvernig svo sem húð yðar er og Yardley tízkul itirnir í vatalitum, augnskuggum og make up, sem fara yður bezt. BIÐJIÐ UM YARDLEY í NÝJUSTU PAKKNINGUNUM. Innflytjandi GLÓBUS h.f. * 4 jphUPnar Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. lag. inn. fyrir. HrútsmerkiS (21. marz — 20. apríl); Þú ert leiður yfir tilbreytingarleysi hversdagsins en þú ert samt störfum hlaðinn. Atburðir innan fjölskyldu þinnar verða til þess að þú verður að breyta um fyrirætlanir þínar í sambandi við ferða- Nautsmerkið 21. april — 21. maí); Það er nauðsynlegt fyrir þig að eiga góða samvinnu við meðbræður þína, sérstaklega vinnufélagana. Þú missir traust á sannsögli eins kunningja þíns. Lík- ur eru á að einhver góður maður hjálpi þér óbeð- Tvíburamerkið (22. mai — 21. júní): Vinur þinn er langt niðri eins og er, sennilega af völdum veikinda. Gerðu þér far um að létta honum tilveruna og hjálpa honum við verk sín. Þú færð atvinnutilboð sem þú ættir að íhuga nánar. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí); Þér er alveg óhætt að ýta svolitið á eftir kröfum þínum á vinnustað, því annars er hætta á að þeim verði stungið undir stól, Þú færð gott tækifæri til að sýna dugnað þinn og röggsemi. Ljónsmerkið (24. júlf — 23. ágúst): Þú hefur of mörg járn f eldinum og ættir hið bráð- asta að vinza þau verstu úr svo þér verði eitthvað úr hinum. Kunningi þinn er mjög ákafur í ein- hverjum áróðri og reynir að teyma þig með sér. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Sannindi um vissa persónu koma þér mjög á óvart og verða til þess að þú snýrð þér öðruvísi í ákveðnu máli. Þú græðir vel á hlutdeild í verki sem aðrir hafa aðallega unnið að. Þú kemur þér mjög vel Vo'garmerkið (24. september — 23. október): Þú verður að fara mjög varlega í sakirnar ef þú vilt ekki að leiðindamál verði tekið upp að nýju, því svo sannarlega muntu ekki græða á þvi. Kunn- ingi þinn sýnir þér mikinn trúnað. Heillatala er 4. Ðrekamerkið (24. október — 22. nóvember): Þú ert einkar hrifnæmur og veikur fyrir breyt- ingum og nýjungum og ættir að geta fært þér þennan veikleika vel í nyt. Ættingjar þínir gera þér greiða sem þú kannt vel að meta. Happatala er 6. Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. desember): Þér líður bezt þegar þú hefur nóg að starfa og þótt þú gerir ekkert til þess að afla þér verkefna hlaðast þau upp hjá þér. Atburðir innan fjölskyldu þinnar færa þér viss vandamál. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Varastu að skipta þér af því sem þér kemur ekki BM við, jafnvel þótt þér finnist það geta verið til bóta. Vinur þinn er hjálparþurfi en skirrist við að leita hjálpar þinnar. Þú gefur vini þínum smágjöf. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúaT): Vinnufélagi þinn einn er mjög stríðinn og kann lagið á þér. Reyndu að gefa sem minnstan högg- stað á þér og taktu hlutunum eins rólega og þú getur. Þú færð fréttir af kunningja sem dvelur fjarrl. ©Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Vissa aðila er farið að lengja eftir að þú fram- kvæmir loforð þín. Þér berast óvænt tvö skemmti- leg yerkefni sem þú leysir fljótt og vel af hendi. Líkur eru á ferðalagi en sennilega verðurðu ekki heppinn með veður. gg VIKAN 51. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.