Vikan

Útgáva

Vikan - 16.12.1965, Síða 47

Vikan - 16.12.1965, Síða 47
EINANGRUNARGLÉR S ARA ÁBYRGÐ. YFIR 20ÁRA REYNSLA HERLENDIS!!!!! EGGERT KRISTJANSSON & CO. HF SÍMI 11400 sunnan úr Kákasus og bergmála í ritum sínum álappaleg áróðurs- slagorð hans, hverra stílbrögð voru numin í prestaskóla aftur- haldssamasta kirkjufélags í heimi. Jósef Vissaríónóvitsj Djúga- svíli, sem síðar varð þekktur und- ir nafninu Stalín, var Georgíu- maður, fæddur í smábænum Gorí 1879, og stóðu að honum, líkt og Hitler, ættir smábænda. Á ung- lingsárunum hóf hann nám í prestaskóla orþódoxu kirkjunnar í Tíflis, vakti athygli lærifeðra sinna sem góður námsmaður, en slóst jafnframt í hóp byltinga- sinnaðra æskumanna, sem fjöl- mennir voru meðal nemenda. Var hann af þeim ástæðum um síðir rekinn úr skólanum og helg- aði sig þá eingöngu störfum á vegum sósíalískra byltingasam- taka. Var hann hvað eftir annað hnepptur í fangelsi og sendur til Síberíu, en tókst jafnan að smjúga úr dýflissum sarsins. Fljótlega tók hann sér stöðu í vinstra armi flokks rússneskra sósíaldemókrata, sem Lenín stýrði og nefndust bolsjevíkkar. Hann tók virkan þátt í október- byltingu þeirra í Petrógrad 1917, þótt hann væri ekki þá kominn í röð fremstu manna flokksins. Hann hafði samt sem áður vakið athygli á sér sem duglegur starfs- maður og af þeim sökum gerði Lenín hann að aðalritara komm- únistaflokksins 1922. Það em- bætti notaði Stalín dyggilega til að koma stuðningsmönnum sín- um í fjölmargar stöður á vegum flokksins, stærri og smærri, og búa þannig í haginn fyrir sig með tilliti til valdabaráttunnar, sem hlaut að brjótast út við dauða Leníns. Þrátt fyrir augljósan dugnað guðfræðistúdents þessa höfðu skapbrestir hans ýmsir aflað hon- um ófárra andstæðinga meðal menntamanna þeirra, sem þá réðu mestu í flokknum og hann átti enga samleið með. Hann þótti frekur, hrokafullur og duttlunga- gjarn, og átti þetta sinn þátt í að honum tókst aldrei að afla sér raunverulegra vina. Fljótlega sýndi sig líka, að honum voru öll meðöl jafn heilög þegar um framgang flokksins — og þó einkum hans sjálfs -—- var að ræða. Kom svo, að Lenín gerðist leiður á honum, en fékk slag áður en hann fengi losað sig við hann. Neytti Stalín þá þeirra á- hrifa, sem hann hafði skapað sér sem aðalritari, og náði æðstu völdum flokks og ríkis í sínar hendur. Eftir að hafa flæmt aðal- keppinaut sinn, Trotský, úr landi, hófst hann handa við að endur- skapa rússneska þjóðfélagið í mynd kommúnismans. Eitt meg- inatriðið í því sambandi var að koma á samyrkjubúskap í sveit- um landsins. Þetta þýddi, að sjálfstæðum búrekstri bændanna yrði lokið, og tóku þeir samyrkj- unni því með fullum fjandskap. Stalín lét það ekki á sig fá og lét leynilögreglu sína knýja fram málið af fullu miskunnarleysi. Hinir ævareiðu bændur brenndu uppskeru sína í mótmælaskyni ög slátruðu búpeningnum, en voru í staðinn skotnir í tugþús- undatali eða fluttir í þrældóm til Síberíu. Eitthvað fimm til tíu milljónir manna létu lífið í þess- um ósköpum; skutu böðlar Stal- íns suma, aðrir vesluðust upp í þrælabúðum og enn aðrir hrundu niður úr hungri heima í sveitun- um, þar sem uppskeran hafði ýmist verið eyðilögð eða gerð upptæk af stjórnarvöldunum. Engin.furða þótt Stalín segði síð- ar við Churchill, að heimsstyrj- öldin síðari hefði verið Rússum barnaleikur einn á móti árunum, þegar samyrkjubyltingin var framkvæmd. Næst hófst Stalín handa við að iðnvæða Sovétríkin og fram- kvæmdi það verk af álíka tillits- leysi og hörku og samyrkjubylt- inguna. Við það tækifæri voru tugþúsundir rússneskra verka- manna, sem andæfðu einhverju í sambandi við iðnbyltinguna, skotnir sem „skemmdarverka- menn“. En með þessum aðgerð- um hefur harðstjórinn samt sem áður líklega gert þegnum sínum meiriháttar greiða, því óiðnvætt Rússland hefði varla staðizt herj- um Hitlers snúning. Öll þessi stórvirki hertu hjarta Stalíns og ákvað hann nú á svip- aðan hátt að losa sig við alla hugsanlega andstöðu innan kommúnistaflokksins sjálfs. Af- leiðingarnar urðu hinar ógurlegu hreinsanir fyrirstríðsáranna,- þeg- ar flestir leiðtogar bolsévikka- byltingarinnar og samstarfsmenn Leníns voru myrtir að undan- gengnum sýndarréttarhöldum. í þeim hópi voru menn eins og Sínóvíeff, Kamenéff, Rýkoff og Búkharín, auk Túkhatsévskýs marskálks og fjölmargra annarra herforingja. Meira að segja var maður sendur með öxi vestur í Mexíkó tli að drepa Trotský. Alls er talið að þrír af hverjum fjór- um leiðandi mönnum flokksins hafi verið drepnir í þessum hreinsunum. í upphafi síðari heimsstyrjald- arinnar gerði Stalín griðasamn- ing við Hitler og lagði í sam- ræmi við hann undir sig Austur- Pólland og Eystrasaltslönd. Fram- ferði Rússa í Eystrasaltslöndun- um næstu árin — og raunar allt til þessa dags — verður að telj- VIKAN 50. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.