Vikan

Tölublað

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 7
HÆGRI EÐA VINSTRI. VIKAN, Reykjavík! HvaSa prump er þetta með hægri handar akstur? Höfum við ekki næga óreiðu eins og er með öll okkar umferðarmál? Eru ekki sífellt að verða slys og bana- slys og guð veit hvað, bara með okkar gamla vinstri handar sy- stemi, sem allir þekkja þó? Þarf enn að auka slíkt með valdboði ofan frá um nýtt kerfi, sem allir myndu ruglast á, ósjálfrátt ef ekki af fávísi? Við, þessi gömlu jálkar, sem erum búnir að keyra árum saman án þess nokk- uð hafi komið fyrir okkur, höf- um ósjaldan bjargað bæði sjálf- um okkur og öðrum með því að rykkja ósjálfrátt til vinstri, þeg- ar eitthvað hefur gerzt óvænt. Hvernig færi það nú, ef við ætt- um allt í einu að fara að rykkja til hægri? Við myndum eftir sem áður rykkja til vinstri, og allir sjá, hvernig þá færi. Nei, við höfum nóg af slysum eins og er, þótt hægri handar hrærigrautur fari ekki að hvolva yfir okkur hörmungunum. Virðingarfyllst, Bíl Stjóri, Reykjavík. Bæði vinstri handar og hægri handar akstur hefur nokkuð til síns máls, og skal hér ekki gert upp á milli handa. En í sambandi við upptekningu hægri aksturs á islandi hefur komið fram sú á- kveðna tillaga, að allir verði að gangast að nýju undir hæfnis- próf, og væri því strangt og vel framfylgt, myndu margir þeirra, sem nú fljóta á gömlum verð- leikum, detta út úr, einfaldlega fyrir vankunnáttu og skort á að- lögunarhæfni. Sú sía myndi koma að verulegu leyti í veg fyrir umferðaróhöpp af völdum skiftingarinnar, og draga mjög úr þeim slysum af völdum van- þekkingar og virðingarleysi fyr- ir lögunum, sem nú vaða uppi. Og hvernig fer fyrir okkur, þeg- ar við þurfum að aka erlendis? Oftast nær erum við mjög fljót að átta okkur, og allt fer vel. Hví mundi ekki það sama verða uppi á teningnum hér heima? KÖLD HITAVEITA. Kæra Vika! Ég veit svo sem, að ég ætti að snúa mér eitthvað annað með mitt nöldur, en það liggur eitt- hvað svo beint við að skrifa þér, að ég læt það eftir mér. Mér finnst nefnilega þessi hitaveita okkar hér í Reykjavík vera til háborinnar skammar og alls ekki sæmandi hverahitaðri menning- arþjóð. Um leið og frostið fer niður fyrir tvö — þrjú stig, er allt orðið skítkalt, og ekkert gert við því. Núna hefur frostið staðið í hátt í þrjár vikur, og hér er allt ískalt milli klukkan tvö og ellefu! Maður gæti jafn- vel látið sér detta í hug, að ein- hver samvinna væri milli hita- veitunnar og rafveitunnar, því rafveitan græðir einhver ósköp á öllum þeim rafmagnsofnum, sem maður verður að láta standa á fullu blússi þennan tíma, til þess að halda einhverri heilsu. En hvað finnst þér, Vika sæl? Finnst þér forsvaranlegt, að teygja og teygja hitaveituna út um alla tranta og trissur, án þess að nokkur hafi nægilegan hita og nægilegt vatn? Guðrún. Nei, þetta er ekki gott. í fyrra kom frost snemma í nóvember, og þá lýstu forráðamenn hita- veitunnar yfir því, að kuldinn hefði komið þeim á óvart! Ég gæti trúað, að þeir hefðu þá ekki orðið síður hissa núna! LÍTIÐ SPENNANDI ÞING. Kæri Póstur! Tókuð þið eftir því í útvarps- fréttunum um daginn, að þegar síðasta umræðan um fjárlaga- frumvarpið fór fram, endaði með því að ekki var nema svo sem handfylli af þingmönnum við- statt umræðurnar undir lokin. Og hluti af þessari handfylli sat og dottaði í flokksherbergjunum hér og þar um alþingishúsið. Það fer ekki mikið fyrir áhuganum hjá þessum blessuðum mönnum, sem þjóðin hefur kjörið til að sjá um landsmálin! Með kærri kveðju. Gunnar G. Ekki tókum við nú eftir þessu, en trúum því fjarska vel. Þeir hafa vitað sem var, að stjórnar- liðið myndi kjósa rétt og hinir líka, nema hvað þeir mundu fara Hina leiðina, svo það var til- gangslaust að eyða púðri með því að rífast fram á síðustu stund. GENÉVE VÖNDUÐ ÖR A GÖÐU VERÐI Sigurður Jónasson Laugoveg 10, Bergslaðastrætismegin. LAUGAVEGI 59. simi 23349 VIKAN 51. tÞl. rj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.