Vikan

Tölublað

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 15

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 15
Tessa sagði ekkert. — Sagði hann hvað hann væri? — Endurskoðandi: — Endurskoðandi! æpti Grierson. — Hann gerði Lishman og verðina tvo næstum að algerum aumingj- um. — Kannske hann gangi í hnefa- leikatíma. — Þú hefur ekki fylgzt mjög vandlega með, sagði Grierson. — Hann sparkaði í Lishman og kast- aði hinum. Þegar hann sló þó, var það svona? Hann sló út í loftið, snögg kar- atehögg. — Það var svona, var það ekki? — Þú ert stór karl, er það ekki? spurði Tessa. Svo sneri hún sér að Linton. — Og þú líka? En þið skul- ið passa ykkur ó þessum. Hann verður ekki í vandræðum með ykk- ur bóða. — Þú ert mjög viss, sagði Grier- son. — Ég só hann, svaraði Tessa. — En hefurðu ekki séð hann síð- an? — Nei. — Þessi nóungi, Diamond. Hanri er vinur þinn? spurði Grierson. Tessa kinkaði kolli. — Hann virtist álíta, að þú vær- ir mjög hrifin — af þessum Reyn- olds, — Hann hefur haft rangt fyrir sér, sagði Tessa. — Hann var full- ur. — Svo ef við rannsökuðum íbúð- ina hjá þér núna, þá myndum við ekki finna hann? — Auðvitað ekki. — Gott, sagði Grierson, brosti og notaði allan sinn þokka. — Eins og málin eru í pottinn búin, frú Harling, er vissara fyrir okkur að svipast um, að sjálfsögðu til að vernda yður. Ég meina, að náungi eins og hann, getur brotist inn hvenær sem er, og eins og þú segir, er hann brjálæðingur og það er aldrei að vita, hvað brjálæðingum dettur í hug. Meðan Grierson talaði, fór hann fram ( anddyrið og áður en Tessa gæti hindrað hann, fór hann fram í eldhúsið. Eldhúsið var mannlaust. Tessa neyddi sig til að halda áfram að mótmæla, meðan hann rannsak- aði baðherbergi hennar og svefn- herbergi. En svo sneri hann sér að henni aftur og Ijómaði af umhyggju. — Þetta er allt í lagi, frú Harl- ing, sagði hann. — Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af neinu, þú ert fullkomnlega örugg. — Já, auðvitað, svaraði Tessa. — Ég sagði þér að það væri enginn hór. — §vpna nú, sagði Llnton, — Það vgrst þú, ?em baðst okkyr að svlp- ast um, Við gerum aldrei svoleiðis án húsrannsóknarheimildar, ekki nema við séum beðnir. Tessa dró andann djúpt og Grierson dáðist að þrýstnum brjóstum hennar. — Ut með ykkur, sagði hún. Grierson andvarpaði. — Ef þér krefjist þess. Við lögreglumennirn- ir erum vanir vanþakklæti. En, frú Harling, ef þú sæir Reynolds aftur. — Það er af og frá. — Lífið kemur manni sfundum á óvart. Ef þú skyldir nú af einhverri slysni rekast á hann, biddu hann þá að hringja ( mig. Hann skrifaði númer á blað í lítilli vasabók, reif það úr og rétti henni. — Segðu hon- um, að hann geti náð í mig í þessu númeri hvenær sem er. Segðu hon- um, að við vitum líka um náunga, sem heitir Rutter. Og segðu honum, að við getum hjálpað honum. Okk- ur langar að hjálpa honum. Hérna, það er bezt ég skrifi þetta. — Til hvers? spurði Tessa. — Það er ekkert ómak, sagði Grierson. — Er hann ekki sætur strákur? — Hann var fullur, sagði Tessa. — Svo fór hann að slást. Hvernig hann leit út skiptir ekki máli. — Skiptir hann ekki máli, áttu við? — Skiptir engu máli, sagði hún. — Hann var sannur karlmaður. Svo fóru þeir og Tessa læsti dyr- unum og hljóp þangað sem hann hafði falið töskurnar sínar. Ein þeirra hafði verið opnuð og var tóm. Þá grét hún örlítið og fór svo að þvo upp. Á götunni fyrir utan starði Grier- son með vanþóknun á lélega eftir- líkingu af georgíönskum múrsteini. — Ég held, að við höfum misst af honum, sagði hann. — Þú sást rúmið. Og diskana? Ég held, að það hafi verið hann. — Það þarf ekki að vera, sagði Linton. — Þú gleymir kringumstæðunum. Það máttu ekki. Alltaf að muna eftir kringumstæðunum. Sjáðu til: Hún var ein. Hún er einmana . . . Leið á eigin félagsskap og leið á vinum sínum og hún ráfar á milli — lendir ( slæmum félagsskap — eins og Lishman. Hún er ekki hóra, en hann meðhöndlar hana sem slíka og hún veit hvaða orð fer af honum. Hún veit hvað hann muni gera, ef hún hlýðir honum ekki. Svo hún hlýðir. Hún spilar með og bíður eftir kraftaverki. Og það kemur, riddari ( skínandi klæð- um. Frelsari hrelldra kvenna. Hjá hverjum ætti hún fremur að sofa? Hann er Hrói Höttur, Sir Galahad og Lochinvar ungi. — Sannur karlmað- ur, sagði hún. — Hvernig hann Ift- ur út skiptir ekki máli. Hún stein- liggur, vesalingurinn. — Og Craig? Ef Reynold er Craig. — Hann veit um tilfinningar henn- ar, sagði Grierson. — Og hann lang- ar að lifa. Hann er kominn marg- ar mílur í burtu. En ef hann skyldi ekki vera það, væri eins rétt fyrir okkur að líta inn aftur. Þeir skoðuðu húsið frá grunni og upp í ris og sneru síðan aftur að íbúð Tessu. Hún opnaði dyrnar þeg- ar í stað, en það dimmdi yfir henni,: þegar hún sá hverjir þetta voru, — Þú virðist hafa orðið fyrir von- brigðum, sagði Grierson. — Geturðu láð mér það? spurði Tessa, En hún gerði enga tilraun til að stöðva þá, þegar þeir fóru enn einu sinni í gegnum íbúðina. — Þú heldur ennþá fram, að hann hafi ekki verið hjá þér í nótt sem leið? spurði Grierson. — Þú hefur óþverra hugsana- gang, sagði Tessa. — Nei, sagði Grierson. — Ekki þegar ég er að vinna. Það var tvennt í þessu rúmi. Það er stað- reynd, frú Harling, staðreynd. Hver var hinn aðilinn? — Ég man það ekki, svaraði Tessa. — Ég er mjög minnislaus á andlit. — Þú getur ekki leikið heldur, sagði Grierson. — Þú ert ekki sú manngerð. Tessa roðnaði. — Segðu Reynolds, að við þurf- um að hitta hann. Okkur langar að halda honum lifandi, sagði Grier- son. Svo fóru þeir og Tessa bjó um rúmið sitt, gleypti nokkrar töflur og sofnaði. Hálftfma senna kom Craig aftur inn í íbúðina, starði á sofandi stúlkuna, settist niður og Framhald á bls. 44. vikan 51. tbi. jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.