Vikan

Tölublað

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 22

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 22
Jæja, þá er kominn miður desember og hér sit ég, í sama ástandi og um þetta leyti í fyrra. Ég er búin að skrúbba og skúra húsið, hátt og lágt, hengja upp hrein gluggatjöld og nú var ég að enda við að hreinsa eldhúsið, það geymi ég alltaf þar til síðast, þegar jólabakstrinum er lokið. Nú á ég líka nokkrar formkökur og yfir 400 smá- kökur, listilega skreyttar, en hvað með það? Öll jólaföt fjölskyldunnar eru þvegin, strokin og pressuð, borðdúkar og rúmfatnaður þanig úr garði gerður, að ég ætti ekki að þurfa að strauja fram yfir áramót. Jólainnkaupin er ég vel hálfnuð með, en ég er ekki búin að kaupa nóg, það er ég raunar aldrei. Þrátt fyrir góðan ásetning og vand- lega skipulagningu, skeður það sama á hverju einasta ári; við æðum út á Þorláksmessu til að kaupa fleiri og auðvitað rándýrar jólagjafir (því að á því stigi grípum við það fyrsta sem við náum í, í allri ösinni), og þar sem þetta er keypt í mesta flýti er það mjög sjaldan hentugt og kostar alltof mikla peninga, sem við höfum full not fyrir á mögru dögunum, eftir jólin. Svo sit ég hérna, velti því fyrir mér hvort það sé of seint að panta hárgreiðslu, eða hvort ég þurfi þess í raun og veru, sötra margupphitað kaffi og litast um í dauð- hreinsuðu húsinu mínu. Mig verkjar í fæturna, bakið er helaumt, hendurnar rauðar og þrútnar af þvottaefnum og heitu vatni. Ó, ef að iitlu, bláu ljósálfarnir frá barn- æsku minni vildu nú snerta mig með töfrasprota sínum og fullvissa mig um að þetta jólaumstang mitt væri ein- hvers virði. En hér eru engir álfar og ég er ekkert barn lengur. Nú verð ég að flýta mér niður í geymslu til að athuga jólaskrautið frá fyrra ári, hvað hægt er að nota aftur og hverju ég þarf að bæta við. Ef ég flýti mér get ég lokið því af áður en ég fer að hugsa um kvöldmatinn. A morg- un get ég svo lokið við innkaupin, ef ég er dugleg. Hver fann eiginlega upp það orð? Þrátt fyrir öll vinnusparnaðar- tæki, er ekki ennþá búið að finna upp vélræna húsmóður, sem lýtur rofakerfinu. Getur það verið að við séum í raun og veru ómissandi? Ég dregst á fætur og staulast inn í geymslu, tek niður stóran kassa, sem merktur er: „Jólaskraut“. Ég verð for- vitin og undrandi þegar ég sé að það er bundið umslag við eitt horn kassans, með uppáhnýttri snúru. Hver hafði fest þetta þarna? Trúlega einhver sem hefir ætlað að vera afskaplega fyndinn. Ó, nú man ég það. Ég festi þetta þarna sjálf eftir síðustu jól. Svo opna ég umslagið og finn nokkrar myndir, klippt- ar út úr jólablöðum í fyrra. Þá fer ég að brosa og sezt á kassa með ilmandi eplum í, til þess að athuga nánar þessa fjársjóði, sem ég sendi sjálfri mér fyrir ári síðan. Þarna er mynd af skemmtilega skreyttum böggli. Á hann hafði ég málað hlægjandi munn með rauðri krít. Til hvers? Ó, jú. Ég hafði hugsað mér að gefa öllum á þessum jólum einhverja sniðuga gjöf, eitthvað sem þurfti um- hugsunar við, en kostaði litla sem enga peninga. Eitthvað sem falið var innan um marga metra af umbúðapappír og sett í stóran kassa, sem svo er skreyttur á ævintýra- legan hátt. Það gæti verið eldspítustokkur, pípuhreinsar- ar, pípuskafa og öskubakki. Það gæti verið tylft af smá- bílum eða tindátum. Þvottaklemmur, línsterkja í úðun- arflösku eða þvottasnúra úr plasti. Kefli með mislitum tvinna eða stoppugarni, nálar og prjónar. Skóáburður og skóbursti, skrúfjárnasett og kassar utan af þeim, innpökk- uð sitt í hvoru lagi. Það gæti verið blýantur, litir, lím- miðar á bækur, eða eitthvað þvíumlíkt. Svo gæti ég kann- ske fengið einhvern viljugan smið til að saga niður hundr- að spítubúta fyrir yngsta soninn, það er ekki brothætt. En umfram allt mátti ég ekki gleyma að nota nógan papp- ír, svo erfitt og spennandi væri að komast að kjarnanum. Hm-m, já ég gæti jafnvel falið tvo leikhúsmiða eða áskrift að skemmtilegu mánaðarriti í pakka mannsins míns, eða, ef ég væri upplögð, ástarbréf. Skyldi hann ekki verða undr- andi? Hm-m-m. Önnur myndin mín er af klukku. Til að minna mig á að tíminn flýgur áfram? Nei, til að minna mig á að nútíminn er stilltur á tímasparnað. Þó er tíminn ennþá að okkar áliti of dýrmætur til að sóa honum, jafnvel gleymum við oft að eyða þessum dýrmæta tíma á ástvini okkar. Þessi klukka átti að minna mig á að eyða nokkrum klukkustund- um með sérhverjum meðlimi fjölskyldunnar. Til að hlusta eða hlera, til að taka þátt í því sem þau eru að hugsa eða gera, til að láta þau hjálpa mér, í staðinn fyrir að halda því fram að ég sé fljótari að framkvæma hlutina, til að hlægja að fyndni þeirra, eða taka þátt í óhöppum þeirra. Til að hlusta á tónlist þeirra, á Ijóð þeirra, á drauma þeirra og áhugamál. Tíminn er dýrmætur og hann líður alltof fljótt. En börnin mín eru líka dýrmæt og þau vaxa alltof fljótt frá því að vera mér háð. Ég ætla að helga þeim þessi jól. Svo finn ég stækkunargler. Það er að nokkru leyti til að minna mig á að það er hentugt fyrir hvern sem er að eiga stækkunargler. En aðallega var það ætlað til að hnippa í mig, svo ég líti ekki aðeins á yfirborðið, heldur gluggi svo- lítið dýpra. Eitt barnanna er hlédrægt. Hann stendur aldrei á rétti sínum, svo að hann öðlast hann sjaldan, en í staðinn fyrir að sjá til þess að hann njóti réttar síns, finnst mér gott hve hann er þægur. Eitt barnið er peningagráðugt; hvað vantar í öryggiskennd þess, að því skuli finnast pen- ingar einasta lausnin? Annað barn er haldið skemmtana- æði; hvernig á ég að skýra fyrir honum að ánægjuna finn- um við ekki sízt í okkur sjálfum? Einn er hávaðasamur hrekkjalómur; er ég of ströng við hann, þannig að hann verði að láta reiði sína bitna á öðrum? Einn er gortari, hvernig á ég að venja hann af því? Einn er feiminn; hefi ég nokkru sinni hugsað um að hrósa honum? Einn er skreytinn; hefi ég gert hann hræddan, í stað þess að kenna honum að bera virðingu fyrir sannleikanum? Með þessu stækunargleri ætla ég að gægjast bak við ungu andlitin og Framhald á bls. 48.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.