Vikan

Tölublað

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 21

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 21
VIKAN — Uss, hvíslaði hún og stóð upp. — Oskapa hávaði er í þér, maður. — Mér, hávaði, sagði hann og nuddaði andlitið með höndum sér. — Má maður nú ekki einu sinni sofa. Geturðu ekki lofað mér að liggja hér í friði. — Fyrst þú vilt ekki bið|a, getur þú að minnsta kosti haft hljótt um þig, sagði hún. — Og þú ættir alls ekki að sofa núna. — Já, en kona góð. Þegar mað- ur sefur, veldur maður þó ekki hávaða. — Þú heldur það! En þú ert nú einmitt einn af þeim, sem láta verst í svefni. Ýmist fellir þú stólana með hávaða og gauragangi eða þú klór- ar holur í vegginn. Maður gæti haldið, að það væru að minnsta kosti tvær sögunarmyllur og ein þreskivél í gangi hér inni! — Já, sögunarmyllurnarog þreski- vélina ætti að stöðva í kvöld, svar- aði hann rólega og settist upp. — O, það sem þú getur þvaðr- að. Hérna! finndu þér heldur reglu- lega fallega iólabæn. Hún teygði sig eftir gömlu bænabókinni á hill- unni og þurrkaði af henni með svuntunni sinni — já, hún var strax orðin rykug aftur — og lagði hana á borðið. — Hvað gengur að þér, sagði hann góðlátlega. — Þegar klukk- urnar hringja, skal ég biðja bæn- ina mína, en núna vil ég sofa. — Vertu nú ekki að fjargviðr- ast yfir þessu, hrópaði hún óþolin- móð og sparkaði í skemilinn undir borðinu. Hann leit á hana og sagði kíminn: — Kona, jafnvel aldurinn getur ekki læknað þig — þú ert alltaf sjálfri þér lík. — Já, þú rausar eins og þú ert vanur, svaraði hún. — Þú virðist hafa gleymt því, að í dag hefur verið stökkt á þig vígðu vatni. Átt þú virkilega ekki til snefil af guð- hræðslu? Hefurðu ekki gert þér Ijóst, að nú eru jól? — Segðu mér, aðhefst ég nokk- uð, sem er ósæmilegt? sagði harin. — Þú gerir að minnsta kosti ekki það, sem þér ber að gera. Reyndu nú að finna handa þér jólabæn. — Það þýðir ekki fyrir neinn að skipa mér að vera guðrækinn. Ef slíkt kemur ekki af sjálfu sér . . . — Kemur af sjálfu sér? til þín? Heilaga María, þá máttu víst lengi bíða. Alla vikuna hefur þú verið svo ókristilegur, að það er hreint og beint til skammar. Helgidagarn- ir eru til þess, að þeir séu heilagir haldnir. — Bull, sagði smiðurinn. — Ef - GLEÐILEG JÓL maður vinnur af kappi alla vik- una og gerir skyldu sína ( guðs nafni og gerir engum neitt til meins, ætti hann þá þar að auki að þjóna guði ennþá betur á sunnudögum? Hvernig ætti hann að geta það, kona? — Bið þú til guðs, sagði ég, og hafðu hljótt. Hið heilaga Jesúbarn mun brátt verða vakið. Þegar Hann kemur að dæma lifendur og dauða. — Guð minn góður! Hvað er þetta? Eitt andartak varð niðömyrkur í stofunni eins og eitthvað svart hefði verið breitt fyrir gluggana. Svo heyrðist mikill dynkur og storm- hljóðið í stórhríðinni úti fyrir. Smiðurinn gekk að glugganum og leit út. Ofviðrið hafði brotið stóra grein af gamla furutrénu, sem stóð framan við húsið. — O guð, ó guð, hvílíkur dagur, kveinaði konan og neri saman höndunum. — Þetta er uggvænleg aðvörun — boðar óhappaár. — Ef sá gamli sækir þig ekki, þá hefur þú rétt að mæla, rumdi elskulega í smiðnum. — I dag neita ég blátt áfram að munnhöggvast við þig, svarið hún með kuldalegu yfirlæti. — En bíddu bara þangað til dagurinn er lið- inn. Þá færðu að sjá hvern djöfsi sækir. Hún tók litla ílátið með vígða vatninu niður af dyrastafnum og fór að stökkva vatninu um alla stofuna, en einkum þá á manninn sinn. Hann starði kuldalega á hana og neitaði að færa sig til. — Hann signir sig ekki einu sinni, þegar stökkt er á hann vígðu vatni, sagði hún. Hún þaut út í eldhúsið og kom þaðan með glóandi kolafat, stráði reykelsi á það og bar það sam- kvæmt gömlum jólasið um alla stof- una, og hún staðnæmdist með það, ýmist við borðið, stólana, sófann eða hjá manni sínum. Nefið á hon- um þoldi þetta ekki sem bezt, og að lokum reis hann upp hnerrandi og bölvandi og galopnaði gluggann. Það var einmitt á réttri stundu, sem hann opnaði gluggann. Utan frá veginum heyrðust háværar raddir, sem yfirgnæfðu hávaðann í storminum. Ofviðrið var þegar búið að valda stórtjóni í þorpinu. Þakið á kofa Stuttu-Möngu hafði fokið af, svo að ofan frá sást nú niður í iðandi barnahreiðrið. — Þetta er af því, að það biður ekki, þetta fólk, snökti kona smiðs- ins. — Jesús minn! Þetta er svo sem það, sem við mátti búast. Allt aðfangadagskvöldið eyðilagt! Og í staðinn fyrir að biðja nú jólabæn- ina sína, rýkur hann bara út. Hver á að vernda okkur, má ég spyrja, ef ekki okkar kæri guð faðir á himnum. Stutta-Manga var ekkja með þrjú lítil börn. Og nú var það yngsta veikt. Það lá í rúminu með skarlat- sótt. Stutta-Manga var ekki sérlega vinsæl í bænum. Hún var grunuð um að grafa stundum upp kartöfl- ur á haustin, þar sem hún hafði engu sáð á vorin. Nú var þakið fokið af húsinu hennar og þak- spænirnir lágu á víð og dreif á veg- inum. Manga reikaði um í myrkr- inu með börnin sín. Og loks heppn- aðist henni með naumindum að koma þeim inn hjá nágrönnunum. Enginn vildi samt taka veika barn- ið, fyrr en kennarinn gaf sig fram. En honum var vandi á höndum, því að fólkið óttaðist, að skólabörn- in myndu þá smitast. I stað þess sneru menn sér til hinnar barn- lausu konu smiðsins. En hún vildi ekki láta veikt barn eyðileggja fyr- ir sér aðfangadagskvöldið. Loks datt prestinum í hug, að Hann, sem átti afmæli þessa nótt, og sem öll jólahelgin snerist um, hafði sagt: „Það, sem þér gjörið einum af mínum minnstu bræðrum, það hafið þér mér gjört". Og í til- efni af því ákvað presturinn og ráðskonan hans, að veika barnið skyldi fá að vera á prestsetrinu þangað til búið væri að gera nauð- synlegustu umbætur á gamla hús- inu hennar Stuttu-Möngu. Smiðurinn var farinn út. Rödd hans heyrðist greinilega gegnum stormhljóðið, þegar hann kallaði saman nágranna og iðnnema. Þeir þyrptust að með stiga, áhöld og fjalir. Síðan kváðu við hamarshögg og sagarhljóð alla nóttina við bjarmann frá blysum, sem búin voru til I flýti — en konu smiðsins til mikillar skelfingar, sem áleit, að umfram allt yrðu jólin að vera friðhelg. Hvernig ætti kirsuberja- grein að geta blómgazt í þessum gauragangi? Og hvernig ætti Jesú- barnið að geta hvílzt? Þegar kirkjuklukkurnar byrjuðu að hringja til aftansöngs, gengu hamarshöggin ótt og títt á þaki Stuttu-Möngu. Og á meðan söfnuð- urinn söng við messuna, gengu þau ósköp á hjá smiðunum og ofviðr- inu til samans, að konurnar urðu óttaslegnar og gersneyddar öllu jólaskapi. En loksins, þegar kirkju- klukkurnar og orgelhljómarnir gáfu til kynna, að nú stæði messan sem hæst, hlupu mennirnir frá þaksmfð- inni og þrömmuðu inn í kirkjuna. Það var aðeins smiðurinn og tveir af piltum hans, sem eftir urðu. Og enn magnaðist stormurinn og virt- ist nú ætla að rífa niður, það sem mönnunum hafði tekizt að byggja upp. Smiðurinn hafði vænzt þess, að búið yrði að gera við þakið fyrir morguninn. Þegar hann sá, að flest- ir yfirgáfu hann og jafnvel dreng- irnir, sem héldu á blysunum, fleygðu þeim frá sér í snjóinn og hlupu inn í kirkjuna, þg gat hann ekki lengur stillt sig, en tók að blóta og ragna. — Bara að fjandinn sjálfur tæki alla þessa bölvaða hræsnara. Þarna eru þeir bókstaflega að naga tærn- ar á blessuðu Jesúbarninu, og á meðan mega vesalingarnir deyja úr kulda. Hvað kæra þeir sig um það? Þeir sitja inni í kirkjuylnum þang- að til þeir rotna. Hann þarna uppi í himninum getur sannarlega ver- ið hreykinn af söfnuði sínum. Heyr- ið þá syngja: Dýrð sé guði í hæst- um hæðum. Þeir faðma og kyssa vaxmyndina af Jesúbarninu eins og það væri brúða, meðan þessir litlu vesalingar — hrökkva upp af, var ég nærri búinn að segja! Guð fyrirgefi mér, aumum syndara! Þegar aftansöngurinn var úti og fólkið kom úr kirkjunni, hélt smið- urinn látlaust áfram að berja og blóta uppi á þakinu. Þá sagði einn maðurinn við hina: — Aumingja smiðurinn. Hann gengur víst alveg af göflunum, ef við hjálpum honum ekki. Ef til vill er það ofurlítið okkur að kenna, hvernig hann tvinnar saman blóts- yrðin núna. Komið! Við skulum hjálpa honum. Við getum lokið við þetta þak á einum klukkutíma. En þá gekk fram einn úr hópn- um og sagði: — Heldurðu virkilega, kunningi, að ég sé sá heiðingi, að ég snerti á vinnu á heilagri jólanóttu. Og hann setti upp slíkan yfirlætissvip, að orð hans höfðu þveröfug áhrif. — Heyrðuð þið til hans? sagði einn úr hópnum. — En það verð ég að segja, að betur fellur mér í geð smiðurinn okkar og orðbragð hans heldur en þvíllk hræsni. Eg er ráð- inn í því að hjálpa honum með þakið, hvað sem aðrir gera. Og hinir fylgdu hans dæmi. Aft- ur var kveikt á kyndlunum. Og nú glumdu hamarshöggin látlaust og af fullum krafti, svo að kona smiðs- ins varð að halda fyrir bæði eyrun og lá við að örvinglast. — Maður getur ekki sofið og Framhald á bls. 34. VIKAN 51. tW. 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.