Vikan

Tölublað

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 27

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 27
ftir r Fells 3 „ævintýrið" Því skal flúiS fegins huga n dró. í forna draumsins skjól. rðaflækjur Því skal dægurþrasi hrundiS. þó. Því skulu haldin jól. sem hugsað hafa Því skal sérhvert salarkynni :ur skróð. sópaS og prýtt sem bezt. ittu hismi kasta, eins og hýsa kysum kæran, ann nóS. konunglegan gest. i munu missa Aldrei þó hjó fegurS formsins færSu hiS þróSa skjól hrós. Ytri prýSi aldrei megnar kirkjukredda. ein — aS skapa jól. :irra Ijós, Jólin eru fegins fundur kærleikskraftur fagur GuSs og manns. Jólin eru hótíð hjartans, — ta liknarlöngun, hótíð kærleikans. íþró. Gretar Fells, meS öðrum, samvizkunnar. Þegar maður hefur nóð því þroskastigi, að hann hefur sömu afstöðu til annarra manna sem til sín sjálfs og getur því ekki gjört á hluta þeirra fremur en hann fær vitundi vits unnið sjálf- um sér mein — þá er hann tekinn að þokast upp á Kristsstigið. Þá hefur Jesúbarnið fæðzt í sál hans. Það er auðvelt að tala fagurlega um einingu og bræðralag, áminna aðra í þessum efnum og gera til þeirra miklar kröfur, en hitt er örðugra að lifa ævinlega í samræmi við þessar hugsjónir, vera einingarinnar maður í smáu sem stóru. Hér er í raun og veru um mjög hátt þroskastig að ræða, sem æði fáir hafa ennþá náð, þrátt fyrir jólaboðskap og kristindóm margra alda. En þessu stigi verðum f vér allir að ná, áður en unnt er að halda lengra. Það er frumskilyrði alls „raunverulegs" andlegs þroska, að vér getum gert einingu alls lífs að veruleika í lífi voru og starfi, — að hjörtu vor opnist fyrir sorgum og þján- ( ingum annarra manna og einnig fyrir hamingju þeirra, svo að vér getum orðið sálufélagar þeirra, raunverulegir samferðamenn á vegi lífsins, og hjálpendur og huggarar, þegar á þarf að halda. Það er þessi opnun hjort- ans, sem fæðing Jesú táknar fyrst og fremst; hún táknar allt í senn: göfg- un og lyftingu tilfinninga, hreinsun hugans og stælingu viljans til alls, sem gott er. Jólin eru oft kölluð „hátíð barnanna", og á það mjög vel við ( margs- konar skilningi. A jólunum er verið að minnast barns, og þegar það barn var orðið fullorðinn maður, var sá maður mikill vinur barna. Eftir honum er höfð þessi setning, eins og kunnugt er: „Sannlega segi ég yður: Sá, sem tekur ekki á móti Guðsríki eins og barn, mun aldrei inn í það koma". — Frá táknfræðilegu sjónarmiði þýðir orðið „barn" byrjun, eitthvað nýtt, upphaf, von, möguleika. [ lítilli, innblásinni bók, sem nefnist „Vfn úr veitingastofunni", segir svo meðal annars: „Maður verður að verða eins og lítið barn, áður en hann getur orðið lærisveinn Guðs og fræðst um þá hluti, sem huldir eru vitringum og hyggindamönnum, en opinberaðir börn- um". Sá, er líta vill afhjúpun leyndardómanna, „þegar allt, sem er hulið, skal opinberað verða", verður að hrífast af Anda Undrunarinnar; því að sá andi fær opnað hjartað fyrir þeim hlutum, sem augu manna fá ekki séð eða hugir þeirra skilið. Ríki himnanna er í hjarta mannsins, og „himininn er allt í kringum oss ( bernsku", því að í augum barna eru allir hlutir nýir og undursamlegir, og þangað til skuggar fangelsisins taka að lykja um þau, lifa þau í trú og eftirvæntingu, sem gerir alla hluti mögulega. Fyrir því verður maður- inn að uppgötva aftur undrunarstigiS, til þess að geta öðlast það frelsi, er hann hefur glatað, því að hann er í hlekkjum, unz allir hlutir verða nýir í augum hans. Sagt hefur verið, að vér verðum aS fæSast á hverju augnabliki, „því að annars deyjum vér að einhverju litlu leyti". Til þess að ávinna sér rétt til inngöngu í Undraland, er nauðsynlegt að eiga leyndardóm eilífrar æsku; því að það er ekki á valdi tímans að láta það hjarta eldast, sem opið er gagnvart undri. Það er æðsta gjöf Guðs til mannanna, þurrkar út tíma og rúm og færir þeim frelsi tveggja heima. „Undur" er máttarorð, sem endurnýjar allt, gullni lykillinn, sem opnar leyndardóm lífsins, er allir leita. „Sá, er leitar, hætti ekki leit sinni fyrr en hann finnur, og þegar hann finnur, mun hann undrast, en í undr- uninni finnur hann Ríkið; og þegar hann finnur Ríkið, öðlast hann frið". — Þetta er þýöing á kafla úr áðurnefndri bók, en síðustu orðin eru um- mæli, höfð eftir Jesú, og sögð að hafa fundizt árið 1897. — Jólin eru hátíð barnsins í oss, þess hluta eðli vors, sem opið er gagnvart undri tilverunnar, Framhald á bls. 28. VIKAN 51. tbl. 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.