Vikan

Tölublað

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 31

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 31
— Ef til vill get ég það. Við Karmelítasysturnar höfum okkar að- ferðir til að vita sitt af hverju. Hún kom aftur daginn eftir með ánægjubros, fyrirheit margra frétta. —• Jæja, ég hef komizt að því. Að öllum líkindum áttu Madame de Choisy að þakka, að þú varst hrifin úr hrömmum Andskotans. — Madame de Choisy! — Einmitt. Hún hefur lengi haft áhyggjur af sálarheill þinni. Hugs- aðu þig um. Hver var það, sem lá svo lífið á að útvega þér þjónustu og fylgdarlið? — Drottinn minn! stundi Angelique. — Ekki aðeins einn, heldur hálft dúsin. Allt eftirlitslið drengjanna minna er byggt upp af skjól- stæðingum Madame de Choisy. Marie-Agnés hló, þar til hún náði ekki lengur andanum. — Ósköp ertu barnaleg kæra, vesalings Angelique! Eg hef alltaf álitið, að þú værir of hjartahrein til þess að geta þrifizt við hirðina. — Komið þér til min í nafni konungsins? spurði hún, þegar hann hafði lokið máli sínu. — Að sjálfsögðu, Madame. Aðeins hans ákvörðun gat komið mér til að stíga slíkt skref. Að okkar áliti þarfnist þér lengri tíma til að hugsa um.... — Og hvað ætlar hans hágöfgi að gera við mig? — Þér eruð frjáls, sagði de Solignac og setti stút á munninn. — Það er — og við skulum ekki misskilja það — þér eruð frjáls að því að yfirgefa þetta klaustur og fara aftur heim til Hotel de Beautreillis. En þér megið ekki undir neinum kringumstæðum fara aftur til hirð- arinnar, án þess að hafa verið boðið áður. —• Hef ég tapað öllum mínum stöðum? — Það er annað mál. Ég þarf varla að taka það fram, að lif yðar, meðan þér bíðið eftir heimboðinu, verður að vera til fyrirmyndar. Þér verðið að sýna hegðun, sem er hafin yfir alla gagnrýni. — Gagnrýni hvers ? — Hvernig átti ég að vita, að nokkur hefði svona mikinn áhuga fyrir að bjarga sálu minni. — Sumir hafa áhuga á öllu, það eru einkenni mannlegrar gæzku. Guð þarf á ósérhlífnum hermönnum að halda og það er leyndarmál bræðra- lagsins. Þeir láta einskis ófreistað til að bjarga mannssálinni. Tilgang- ur þeirra réttlætir það sem aðrir myndu kalla hreina sviksemi. V — Segðu mér ekki að þú sért á Þeirra bandi, sagði Angelique æfa- reið, — þá mun ég aldrei framar tala við Þig. Nunnan brosti ánægjulega á ný, leit svo niður og varð alvarleg I fasi. — Guð einn kann að dæma, sagði hún. Hún lofaði aftur að gera hvað sem hún gæti til að komast að þvi, hvaða örlög biðu systur hennar. Hún gat sitthvað til að koma fram fyrir hennar hönd. Allt var í höndum bræðralags heilags sakramentis, en abbadís Karmelítanna hafði töluverð áhrif á ákveðnum félögum þess virðulega dómstóls. — Gleymdu því ekki, að stjórnmálin eru flækt í þetta, sagði Ange- L lique. — Rakoczy var erlendur uppreisnarseggur og.... : —■ Það skiptir engu máli. I augum þessara ofstækismanna er elsk- hugi elskhugi. Hver hann er, skiptir ekki máli.... nema hann sé kon- ungurinn, auðvitað. Og ef til vill verður hann til þess að bjarga þér að lokum. Svo fór hún út og dökk slæðan undirstrikaði þokkafullar hreyfing- ar hennar. Svo liðu nokkrir dagar. Þá fékk Angelique óvænta heimsókn de Solignac. Hann rifjaði upp óþægilegar minningar, en þar sem hann talaði frá upphafi um mildi konungsins í hennar garð og gaf henni von um, að fangavistin færi að styttast, hlustaði hún þolinmóð á hann. Hann talaði lengi. Hún varð að hlusta á þessa venjulegu predikun um freist- ingu holdsins, sem henni íanst ekki í neinu samræmi við þessar þrjár | óheillanætur, sem hún hafði átt í örmum Rakoczys. Hvað hafði annars komið fyrir hann? Hún hafði forðast að hugsa um örlög hans, til að missa ekki hugrekkið sjálf. De Solignac virti hana ekki svars. Hann reis á fætur, föðurlegur í bragði. Angelique þræddi nál og sneri sér aftur að saumaskapnum. — Jæja, Madame, sagði de Solignac undrandi. — Heyrðuð þér ekki það sem ég var að segja? — Hvað þá, Monsieur? — Að þér eruð frjáls. — Þakka yður fyrir, Monsieur. —• Ég er reiöubúin að fylgja yður heim til yðar. —• Kærar þakkir, Monsieur. En hversvegna ætti ég að flýta mér? Það fer ekki illa um mig hér, og ég skal ganga út í frelsið þegar ég óska, og eins og ég óska. Gerið svo vel að færa hans hágöfgi þakkir mínar, og ég er yður mjög þakklát. Verið þér sælir. De Solignac hneigði sig og fór. Hann var alveg sleginn út af laginu. Angelique tók aðeins með sér þá hluti, sem hún gat borið. Hún ætl- aði að senda eftir afganginum næsta dag. Og þó hafði hún ekki tekið margt með sér, þegar hún var tekin höndum. Hana langaði að fara fótgangandi heim, til að sannfæra sig um, að hún væri í raun og veru orðin frjáls á ný. Sem betur fer hafði þetta ekki varað allt of lengi en hún vildi ekki að sagan yrði endurtekin oft. Að lifa undir þeirri óvissu, hvort næsta skref yrði rétt eða rangt, og eiga á hættu að eitt víxlspor gæti leitt til þess að hún eyddi því, sem eftir væri æfinnar bak við lás og slá, var fremur fráhrindandi. — Hversvegna er Bræðralag hins heilaga sakramentis svona misk- unnarlaust við mig? spurði hún Marie-Agnés, sem hún lét sækja til að kveðja. — Hafa þeir ekki nóg að snúast með stærri syndara en mig? Nú þegar þú hefur opnað augu min fæ ég séð, að ég hef verið undir stöðugu eftirliti, og allskonar gildrur hafa verið lagðar fyrir mig. Það var Madame de Choisy, sem sagði mér að kóngurinn hefði skipað mér að hverfa frá Fontainebleau. Ég komst að þvi síðar, að hann hafði aldrei gefið slík fyrirmæli, og ég hafði næstum gert óbætanleg mistök með þvi aö fara. En hinsvegar skil ég ekki, hversvegna þetta bræðralag er VIKAN 51. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.