Vikan

Útgáva

Vikan - 23.12.1965, Síða 18

Vikan - 23.12.1965, Síða 18
— Þér eruð iðilfögur, sagði hann milli munnbita. — Allan tímann, sem ég reikaði um skóginn, sá ég yður fyrir hugskotssjónum. — Þér táknuðuð birtu og Þægindi.... fegursta konan.... blíðasta.... — Földust þér í skóginum allan þennan tíma? Prinsin fór að finna til matar sins. Hann sleikti af fingrunum og strauk svart yfirskeggið, sem hann beygði niður yfir munnvikin. Það gat hafa verið vegna kertisbirtunnar, en hörund hans virtist mjög gult og gerði hann asíulegri en nokkru sinni fyrr, með þessi skásettu augu. En leiftrandi, stríðnislegur glampinn í þeim rændi hann allri auzturlenzkri dul. Hann hnykkti til höfðinu og kastaði síðu, gljásvörtu hárinu frá augunum, hrokknu eins og á sígauna. — Já. Hvað gat ég farið annað? Skógurinn var minn einasti felu- staður umhverfis Versali. Ég var svo heppinn að finna siki, sem lá út í tjörn, þar sem ég öslaði um langa lengi, svo hundarnir findu ekki slóð mína. Ég heyrði þá gelta, og hróp þjónanna.... það er ekki gam- an að vera veiðidýr. En ég hafði Hospadar, hestinn minn. Hann vildi heldur ekki fara upp úr. jafnvel þótt grýlukertin löfðu úr faxi hans, því hann vissi, að það myndi koma upp um okkur. Þegar leið að kvöldi, heyrðum við, að leitarmennirnir höfðu gefizt upp og farið heim. Angelique hellti aftur í bikar hans: — En hvernig komust þér af? Hvar höfðuð þér afdrep? — Ég rakst á yfirgefinn skógarhöggskofa. Ég kveikti eld. Ég var þar fáeina daga, en tók svo að ráfa um aftur. Einmitt, þegar við vor- um að gefast upp, sá ég litið þorp í rjóðri. Þetta kvöld laumaðist ég þangaö og stal lambi, sem varð mér matur til margra daga. Hospand- ar át mosa og ber. Hann er fæddur á túndrunum. Á nóttunni fór ég inn í þorpið og stal meiri mat — en á daginn fól ég mig undir skýli, sem ég gerði með hnífnum, sem ég ber ævinlega undir fötum minum. Fólkið í þorpinu lét sér fátt um reykinn, sem það sá stundum, og kenndi úlfunum um dýrin, sem hurfu. Olfarnir? Sumir þeirra voru að lúskra i kringum skýli mitt, en ég rak þá á flótta með því að kasta að þeim logandi bröndum. Dag nokkurn ákvað ég að fara lengra suður eftir og reyna að komast út úr skóginum, til einhvers landshluta, sem ekki hefði heyrt um okkur. En.... ég veit ekki hvernig ég á að skýra það.... skógurinn er þeim erfiður, sem kemur af steppunum. Það er eng- inn vindur, enginn þefur til leiðbeiningar, aðeins snjórinn og þokan, sem kemur í hverri dögun og með hverju rökkri. Skógurinn er lokaður heimur, eins og draumahöll. Dag nokkurn kom ég fram á hæð, þar sem ég sá skóginn teygjast til allra hliða í kringum mig, eins og haf. Ekkert nema tré, eða stór auð svæði, þar sem fenin eru.... þetta var eins og eyðimörk.... og á miðri eyðimörkinni var eyja, hvít og rauð, gerð af manna höndum. Ég sá, að ég var kominn aftur þangað, sem ég hafði lagt af stað; þetta voru Versalir. Hann þagnaði og drúpti höfði. 1 fyrsta skipti virtist eitthvað bíta á hann. — Við stóðum þarna lengi og störðum, meðan vindurinn gnauðaði um okkur. Þá vissi ég, að ég gat aldrei komizt undan manninum, sem hafði byggt þetta allt — Versali. Marglitur garður teygðist burt frá höllinni og ég sá rauð og blá og gul blóm i jöðrum hins vetrarkalda skógar. —• Það voru gróðurhúsablóm, sagði Angelique. — Það var verið að taka á móti persneska ambassadornum. — Ég hélt að þetta væri sjónhverfing, vegna hungursins. Ég var búinn að vera, ég hafði misst móðinn, því nú sá ég það sem mig hafði lengi grunað, að konungurinn yðar er mestur í heimi. — En þér voguðuð yður að sýna honum ósvífni frammi fyrir fjölda fólks. En það brjálæði! Og móðgun! Rýtingur yðar, frammi fyrir fót- um konungsins og allri hirð Versala! Rakoczy hallaði sér fram á borðið og brosti. — Móðgun fyrir móðgun, fannst yður ekki dálítið gaman að þessu? — Kannske, en þér sjáið hvert þetta leiðir yður. Málstaður yðar mun einnig liða fyrir þetta. — Það er rétt .Því miður hafa hinir austrænu forfeður okkar að- eins arfleitt okkur að hvatvisinni en ekki nærgætninni. Þegar það er auðveldara að deyja en að auðmýkja sig, þá er rétti tíminn til að sýna dirfsku og drýgja dáðir. Ég hef ekki lokið baráttu minni gegn alræðis- valdi konunganna. Svo varð mér allt í einu hugsað til yðar. Hann hristi höfuðið hægt. — Það er aðeins hægt að treysta konu. Karl- menn hafa oft svikið þá, sem hafa leitað verndar þeirra, konur aldrei. Mér datt í hug að koma til yðar og hérna er ég. Ég hef í hyggju að leita skjóls í Hollandi, sem einnig er lýðveldi, og hefur borgað dýru verði fyrir frelsi sitt. Það land tekur á móti póiitískum flóttamönnum. — Hvað gerðuð þér við Hospadar? — Ég gat ekki komið út úr skóginum með hann. Hann hefði komið upp um mig. Allir bentu á þennan litla húnahest. Ég gat ekki skilið hann eftir í skóginum handa úlfunum.... Ég skar hann á háls með hnifnum mínum. — Nei! hrópaði Angelique, og augu hennar fylltust tárum. Rakoczy tæmdi gullbikarinn, sem var fyrir framan hann, lagði hann frá sér og gekk hægt til hennar. Hann settist til hálfs upp á borðið og hallaði sér fram og rýndi á hana. — I heimalandi mínu, sagði hann hátíðlega, — hef ég séð hermenn kasta börnum í eldsloga fyrir augum mæðranna. Ég hef séð Þá hengja Jg VIKAN 51. tbl. Fr amhald §§ag;aii eftir Sergranne Golon 24. hlnti VIKAN gleðileg jól

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.