Vikan

Tölublað

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 50

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 50
 APPELSÍN SÍTRÓN L I M E Svalandi - ómissandi á hvenu heimili Sunfiesk LILUU LILUU LILUU LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búS Kókóskonfekt. 100 gr. marzipanmassi (keyptur í búð, en hægt er að búa hann til heima, og verður uppskrift að honum síðast í þessari grein), V2 matsk. romm eða nokkrir dropar af romm-essence, 1 matsk. kakó, 50 gr. kókósmjöl. Hnoðið romminu, kakóinu og helmingnum af kókósmjölinu saman við marzi- panið og gerið úr því rúllu, sem síðan er velt upp úr afganginum af kókós- mjölinu. Bezt er að bera hana fram heila og láta fólk skera sér bita af henni, því að þannig þornar marzipanið síður. Hnetuteningar. 100 gr. heslihnetukjarnar, 100 gr. hjúpsúkkulaði, ca. 1 dl. rjómi, 50 gr. smjör, 25 gr. palmín, 300 gr. sykur. Heslihneturnar saxaðar og ristaðar á þurri pönnu við lítinn hita, hrært í á meðan. Súkkulaðið brætt í potti með þykkum botni með öllum hinum efnunum og hrært í á meðan, hnetunum bætt í og hellt í smurt form eða á smjörpappírs- klætt form. Þegar þetta er stíft, er það skorið í ferninga. Hart nougat. 400 gr. strausykur, 100 gr. möndlur. Flysjið og saxið möndlurnar, bræðið sykurinn þar til hann er ljósbrúnn og kekkjalaus, en varist að láta hann brenna. Hellið möndlunum í og hrærið í. Hellið á smurða plötu og látið kólna, en skerið það í bita áður en það er alveg hart. Ef hægt er að fá lítil pappírsform, eins og notuð eru undir konfekt, má hella sykrinum 1 þau, en smyrja þau fyrst með örlítilli matarolíu. Súkkul aðitoppar. 100 gr. hjúpsúkkulaði, 50 gr. kókósfeiti (palmin eða 100% kókósfeiti), 1 egg. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði eða inni í volgum ofni. Sé það brætt í vatns- baði verður að gæta þess, að ekki komi dropar af gufunni í sjálft súkkulaðið. Bræðið feitina og látið hana kólna nokkuð. Þeytið eggið í skál og bætið súkku- laðinu og kókósfeitinni í, en hrærið stöðugt í á meðan. Látið standa á köldum stað, svo að deigið harðni svolítið, en þá er það sett í lítil form eða sprautað í litla toppa með kökusprautu. Þetta súkkulaði má aldrei standa í hita. Fylltar súkkulaðikúlur. 50 gr. kókósfeiti, 100 gr. hjúpsúkkulaði, 1 egg, marzipan, kokkteilber úr dós. Látið renna vel af berjunum og þekið þau með marzipani. Búið til súkku- laði eins og í súkkulaðitoppana og veltið kúlunum upp úr þvi. Takið þær var- lega upp úr og leggið á smurðan pappír. Engiferstoppar. 100 gr. marzipan, 25 gr. sultað engifer (hef séð það í búðum, t.d. Slátur- félaginu, en það fæst sjálfsagt víðar, er sterkt og sérkennilegt á bragðið), 1 tesk. rifinn sítrónubörkur, brætt hjúpsúkkulaði. Hnoðið saman smásaxað engiferið, rifna sítrónubörkinn og marzipanið. Gerið úr því langa toppa (eða eitthvað annað lag, ef vill). Bræðið súkkulaðið í vatns- baði og dýfið neðri hluta pýramidanna í súkkulaðið og látið standa á smurðum pappír þar til þeir hafa harðnað. Geymdir á köldum stað. Falskt marzipan. 1 dl. hveiti, 1 dl. rjómi, 300 gr. sykur, 100 gr. flysjaðar möndlur. Hveitið hrært með rjómanum, sett í pott yfir vatnsbað og hrært þar til það er laust við pottinn, kælið og blandið möluðum möndlunum í, ásamt sykrinum. Sé keypt tilbúið marzipan má drýgja það með sykri, áætlað er 150 gr. sykur í >4 kg. marzipan. Það má setja nokkra dropa af vatni, svo að auðveldara sé að hnoða það. gQ VIKAN 51. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.