Vikan

Tölublað

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 13

Vikan - 23.12.1965, Blaðsíða 13
Mig langar til að segja ykkur frá Burt. Hinum undarlega, ötula og eilífa Burt, sem ég kynntist á eyðimerkurbúgarði í horni Kali- forníu, í hrjóstrugum Sierre Nevada fjöllunum. Þama voru blómstrandi rauðir, gulir og grænir kaktusar, kæfandi hiti og það var eins og himininn hefði drukkið sólina í sig. Fjarlægt vélaskrölt barzt að eyrum mínum og Burt kom akandi inn á hlaðið, í bíl sem líktist mest skranhrúgu, hulinn ryki og sandmekki. Það var sunnudagur og Burt kom frá fjarlægum að- seturstað sínum í eyðimörkinni, til að fá sér drykk og rabba svo- litla stund. Burt var nær sextugu. Hann var víst mjög ófríður, en svo var hann líka mjög fallegur. Hann hafði mjög langa handleggi og fætur, óslétt andlit og gekk eins og orangutang, en úr bláum augunum ljómaði alheims mildi og ró. Afi Burts hafði orðið ástfanginn af Indíánastúlku, dóttur höfð- ingja villimannahóps, sem í þá daga fóru með ófriði um eyði- mörkina. Hann sameinaðist þessari ættkvízl og giftist stúlkunni. Nú var þessi ættkvízl sundruð, en Burt hélt tryggð sinni við eyði- mörkina. Hann tók þátt í fyrri heimsstyrjöldinni í Frakklandi, en síðan hefir hann aldrei borið vopn. — Taktu aldrei vopn með þér, þegar þú ferð út í eyðimörkina, segir hann. — Farðu óvopnaður, því að þá fer hin volduga nátt- úra vel með þig. Burt þekkir eyðimörkina betur en nokkur annar. Hann hefir setið við bláu lindina, þar sem Indíánarnir höfðu fasta búsetu í mörg ár, — hann hefir séð lynghænurnar dansa við sólsetur. Hann hefir setið uppi í fjöllunum bak við lindina, og verið það nálægt stóra hlébarðanum að hann hefir heyrt villi- dýrið sópa eyðimerkursandinum með halanum. Nú er Burt búinn að byggja kofa, skammt frá lindinni, en áður bjó hann í tunnu. Um tíma hafði hann tvö húsdýr, það voru skellinöðrur, sem voru einasti félagsskapur sem hann hafði við lifandi verur. ■—• Varztu aldrei hræddur við þær, Burt, spurði ég. Hann leit á mig, undrandi á svipinn. — Hræddur? sagði hann. — Hvað átti ég að vera hræddur við? Þú ættir bara að vita hve elskulegar þær voru hver við aðra, hvað þær voru nærgætnar. Nei, þú þarft aldrei að vera hrædd úti í hinni voldugu náttúru, borgunum kannske! — f litlum þétt- býlum borgum. En aldrei í hinni voldugu, — ósnertu náttúru. Burt hafði fundið einfaldleik lífsins, það fagra og tímalausa. Menn álíta hann svolítið ruglaðan. Vegur hans er ekki alfara- leið, en þó er hann sú hjálparhella, sem alltaf var til staðar, ef þörf var á fljótri og öruggri aðstoð. Það ganga ennþá sögur um það þegar Burt færði þeim jólin. Hann var ekki að hugsa um sjálfan sig, heldur fólkið sem bjó í litla þorpinu og voru næstu nábúar hans, fólkið sem bjó næst einmanalegri vistarveru hans í eyðimörkinni. Þetta var árið 1931. Það var eitt af hryllilegum kreppuárunum í hinni voldugu Ameríku. Fátækt, atvinnuleysi og aumingjadómur. Jólin nálguðust, og hvort sem maður býr á Norðurpólnum eða í syðstu frumskógum Brasilíu, hafa jólin sömu merkingu. Þau vekja þörf fyrir hlýju, löngun til að gefa, og opna hug sinn fyrir öðrum. Aldrei hafði eymdin verið verri en þetta ár. Menn horfðust í augu við jól sem ekkert höfðu upp á að bjóða, hvorki mat eða gjafir. Og kuldinn var ofboðslegur. Hér, á norðurhvelinu höfum við það á tilfinningunni að fólk í eyðimerkurhéruðum þekki hvorki kulda né snjó. Heimkynni Burts eru 5200 fet yfir sjávarmáli. Einu sinni var fólk sem ég þekki snjóað inni í eyðimerkurbúgarði í tvo mánuði. Það er óþarfi að geta þess að slíkur vetur orsakar óhemju afhroð á nautastofni bændanna. Fátæktin í þessum hér- uðum, þar sem sólin skín miskunnarlaust, getur orðið erfið. En þegar við bætizt ískaldur froststormurinn og blindbylur, er sem dyr miskunnseminnar lokist með öllu. Þannig var það þessi jól og þennan vetur í eyðimörkinni. En dag nokkurn í desember kom Burt til þorpsins. Þessi furðu- legi Burt, sem líktist einna helzt apa, sem maður hefði getað orðið hræddur við að mæta á afskekktum stað. Menn fylgdu honum sljólega með augunum. Hvað var hann eig- inlega að gera hér? Hann kom bíl sínum fyrir bak við hús Fleets við bensíntankinn. Drottinn eilífur! — Þvílíkur vagn. Helminginn af vélarhlíf- inni vantaði, svo að nakin vélin gretti sig framan í mann. Hjólin voru alls ekki eins og ekki var nema eitt aurbretti á þessu farar- tæki. Burt gekk að fyrsta húsinu, og þegar lokið var upp stóð hann þar, með langan lista og blýant í höndunum. —- Hvað viljið þér fá í jólagjöf, frú Anna? spurði hann hús- móðurina. Já, það var auðsætt, Burt hlaut að vera vitlaus. Þarna kemur Burt, bláfátækur sjálfur á þessum eymdartímum, knýr dyra og spyr hvort fólk óski sér einhverra jólagjafa. Frú Anna varð vandræðaleg, jafnvel dálítið feimin, en svo greip hún hugmynd þessa brjálaða manns á lofti, og lék sama leikinn. Hún brosti, bauð honum inn og sagði: ■— Hálsklút. Einn af þess- um rauðu silkihálsklútum, sem ég get líka notað fyrir dúk, og puntað með, þegar ég hefi veizlu. — Og þú, Georg litli, spurði Burt sjö ára son hennar. •— Járnbrautarlest, sagði Georg og það var ekkert hik á honum. Burt gekk hús úr húsi með listann sinn, blýantinn og sömu spurninguna: Hvers óskið þið í jólagjöf? Og í öllu volæðinu og fátæktinni hlógu íbúar þorpsins, hálf- kæfðum örvæntingarhlátri. Blessaður heimski vitfirringurinn hann Burt. Enginn átti svo mikið sem gómstórann fleskbita, og svo fékk hann fólk til að leika sér að þessari óhófs hugsun: Hvað viljið þið fá í jólagjöf? Menn ættu að vera ergilegir út í Burt. Á slíkum tímum voru takmörk fyrir því sem hægt var að láta bjóða sér. Það var bæði háð og kerlingaraus að vera að þvæla um jólagjafir. En enginn lét bera á ergelsi sínu við Burt. Líklega var fólkið of þreytt til þess. Tim vildi fá bindi. Dorothy, sem einu sinni hafði verið frekar lauslát, meðal námu- manna í Grass Valley, óskaði eftir nautasteik. Betty, sem var ellefu ára, óskaði sér brúðu, með gulum fléttum og hárauðum munni. — Gleymdu því ekki Burt, að munnurinn verður að vera rauður, mjög rauður! Þegar Burt fór, hlógu allir þorpsbúar. Ef til vill var einhver kaldhæðni í þessum hlátri. Burt fann ekki neina kaldhæðni, ein- ungis hlýjuna. Hann átti að kaupa inniskó handa Sam gamla. Sam hafði aldrei á æfinni eignast inniskó. Súkkulaði fyrir Jane, tóbak handa Jonny og eyrnahringi fyrir frú Thomson. Og meðan kyrrðin og angistin, hræðslan fyrir framtíðinni lagð- ist yfir litla fjallaþorpið, settist Burt upp í bílinn sinn, með gjafa- lista frá öllum þorpsbúum í vasanum. Og svo setti hann í gang og ók burt á hjólunum fjórum, sem alls ekki voru öll eins, áleið- is til Los Angeles, — til Hollywood! Hvernig hann komst alla leið til Los Angeles í þessu furðulega farartæki, er og verður óráðin gáta. f góðum bíl með 70 — 80 km. hraða á klukkustund, er þetta tólf tíma ferð gegnum eyðimörk- ina. Það var auðvitað kælivatn á bíl Burts, en það var venjulega við suðumark. Burt komst alla leið. Takmark hans var að komast til Beverley- Hills, auðmannahverfis Los Angeles. Þar búa milljónarar með ör- uggar bankainnstæður og þar er fullt af fínum bílum, en þar eru líka þjónar og margar lokaðar dyr. Framhald á bls. 48. VIKAN 51. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.