Vikan


Vikan - 24.11.1966, Blaðsíða 7

Vikan - 24.11.1966, Blaðsíða 7
daginn eftir og hún var lengi að ná sér. Nú langar mig til að spyrja eins og sá sem ekki veit: Er þetta rétt framkoma gagnvart manni, sem að vísu hefur verið tekinn fastur eina nótt — eða er þetta skepnuskapur. Það finnst mér að minnsta kosti. Virðingarfyllst H.J.H. Sammála. Þeir laganna þjónar, sem þannig haga sér, ættu fremur a'ð gefa sig að öðrum störfum. Það er þjösnaskapur að leyfa ekki manni að hringja til kon- unnar sinnar undir þessum kring- umstæöum — þjösnaskapur sem er lítt skiljanlegur, en verður því miöur of oft vart við. Það er varla þörf á því að meðhöndla drukkna menn eins og skepnur. FUGLAUNNANDI SKRIFAR. Kæra Vika. Ég er lesandi Vikunnar. Hún er að verða nokkuð gott blað, sérstaklega Pósturinn þótt hann fjalli að mestu um ástina og vandamál hennar frá táningum til ömmunnar. Og nú kem ég með það sem ég ætla að biðja ykkur náðar- samlegast að leysa úr fyrir mig og það er hvernig á að losa kjöt og bein innan úr hamnum og hvaða efni á að setja í þá áður en þeir eru stoppaðir, er það kannski leyndarmál þeirra sem vinna að þessu. Mér hefur aldrei tekizt að fá þessar upplýsingar. Ég er mikill fuglaunnandi og mig iangar til þess í frístundum að glíma við að koma mér upp safni því alltaf er maður að rekast á eitthvað nýtt í dýraríkinu. Hvernig er skriftin. Fuglaunnandi. Kennslubækur um fuglastopp- un mun vera liægt að fá í bóka- búðum, svo reynandi væri fyrir þig að þreifa þar fyrir þér. Því miður erum við á Póstinum fá- fróðir um þetta efni, en þó er okkur kunnugt um að fuglarnir eru flegnir með hnífum og í ham- ina borið efni sem nefnt er bórax, og mun fást í öllum lyfjabúðum. Skriftin er falleg og sérkennileg. HVER ER MATTHÍAS? Kæra Vika. Margt virðist þið vita og úr mörgu greiða hér í póstinum. Ég hef ekki leitað til ykkar áður og tilefnið er ekki stórvægilegt. Svo er mál með vexti, að við hjónin fengum málverk í brúðargjöf, þegar við giftum okkur fyrir nær tuttugu árum. Það er eftir ein- hvern Matthías og núna nýlega datt mér í hug, hvort það mundi vera eftir Matthías Johannessen, ritstjóra Morgunbaðsins. Maður- inn minn heldur, að svo muni ekki vera, en vinkona mín er alveg viss um að það sé eftir hann. Getur pósturinn frætt mig eitthvað um þetta? Svo þakka ég fyrir framhalds- sögurnar, sem eru einhverjar þær beztu, sem ég les og fylgist ég þó með mörgum. Húsmóðir á Akranesi. Við sýknum Morgunblaðsrit- stjórann af þessu verki. Hann yrkir ljóð, atómljóð meira að segja, en pensil hefur hann ekki tekið upp nema þá að hann hafi einhverntíma málað hjá sér stof- una. Málverkið mun vera eftir Matthías Sigfússon, sem er einn mestur afkastamaður sem um getur á þessu sviði og er víst næstum búinn að „myndvæða“ landið, svo notað sé þekkt tízku- liugtak úr stjórnmálaumræðum. LABB-RABB. Kæra Vika. Það er að sjá á svörum hjá þér að þú vitir flest sem þú ert spurð að, svo mér dettur í hug að leggja nokkrar spurningar fyrir þig. Eru seldar hér á landi litlar talstöðvar svokölluð, Labb-Rabb tæki? Ef svo er, hvað draga þær langt? Hvar fást þær? Þarf að borga af þeim?(ef svo er hvað mikið) Og hvað munu þær kosta? P.S. Vonast eftir góðu og skýru svari, enga útúrsnúninga. Við höfum frétt um að minnsta kosti eina raftækjaverzlun, sem útvegar labb-rabbtæki, verzlun Júlíusar Björnssonar, Austur- stræti 12, Reykjavík. En um leyfi til til að eiga slík tæki verður að sækja til Landssímans. Hversu langt stöðvarnar draga mun vera mjög mismunandi eftir aðstæð- um, en hámarkið mun þó varla fara yfir fimm kílómetra. Allar nánari upplýsingar varðandi þetta efni mun vera hægt að fá hjá verzlun Júlíusar og öðrum þeim fyrirtækjum, sem kunna að geta útvegað tækin. “ianí-ett VIFTAN YFIR ELDAVÉLINA Hreint og hressandi! Það er gaman að matreiða í nýtízku eldhúsi, þar sem loftið er hreint og ferskt. i>að skapar létta lund, vinnugleði og vellíðan, hvetur hug- myndaflugið — og matarlykt og gufa setjast ekki í nýlagt hárið né óhreinka föt og gluggatjöld; málning og heimilistæki gulna ekki og hreingerningum fækkar. Raunveruleg loftræsting! Með Bahco Bankett fáið þér raunverulega loftræstingu, því auk þess að soga að sér og hlása út gufu og matarlykt, sér hún um eðlilega og heilnæma endurnýjun andrúmsloftsins í cldhúsinu og næstu herbergjum. Sog- getan er ein af ástæðunum fyrir vinsældum Bahco Bankett. Hljóð! Þrátt fyrir soggetuna heyrist varla í viftunni. Bahco Bankett er sennilega hljóðasta viftan á markaðnum. Engin endurnýjun á síum! kthugið sérstaklega, að Bahco Bankett þarfnast engrar endurnýjunar á lykt- og gufueyðandi síum, sem dofna með tímanum. Bahco Bank- ett hefur engar slíkar, en heldur alltaf fullum afköstum — kostnaðarlaust. Fitusíur úr riðfríu stáli! Bahco Bankett hefur hins vegar 2 stórar, varanlegar fitu- síur úr ryðfríu stáli, sem ekki einungis varna hví, að fita setjist innan í útblásturs- stokkinn, heldur halda viftunni sjálfri hreinni að innan, því að loftið fer fyrst gegnum síurnar. Fitusíurnar eru losaðar með einu handtaki og einfaldlega skolaðar úr heitu vatni stöku sinnum. Rétt vinnuhæð, innbyggt Ijós og rofar! Lögun Bahco Bankett skapar óþvingað svigrúm og sýn yfir eldavélina. Innbyggt ljós veitir þægilega lýsingu og rofarnir fyrir ljós og viftu eru vel og fallega staðsettir, Falleg, stílhrein og vönduð — fer alls staðar vel! Bahco Bankett er teiknuð af hinum fræga Sigvard Bernadotte, eins og mörg fallegustu heimilistækin í dag, og er sænsk úrvalsframleiðsla frá einum stærstu, reyndustu og nýtízkulegustu loft- ræstitækjaverksmiðjum álfunnar. BAHCO ER BETRI. Það er einróma álit ncytendasamtaka og rcynslustofnana ná- grannaríkjanna, að útblástursviftur cinar veiti raunveruiega loftræstingu. Hagsýnir húsbyggjendur gera þvi ráð fyrir útblástursgati cða scrstökum loftháfi. Þeir, sem endurnýja eldri eldhús, brjóta einfaldlcga gat á útvegg eða ónotaðan reykháf. Sú fyrirhöfn margborgar sig. NÝJUNG: Bahco raSstokkar. Við liöfum nú á boðstólum Iétta og sterka, hvíta plaststokka með beygjum og öðru tilhcyrandi, scm hver og cinn getur raðað saman, án minnsta crfiðis eða sérstakra verkfæra. Veljið því rétt, vcljið viftu, sem veitir raunverulega loftræstingu og heldur allt- af fullum afköstum — kostnaðarlaust. VeljiS BAHCO BANKETT. Komið, skrifið eða útfyllið úrklipp- una og fóið alla rupplýsingar um Bahco Bankett, stokka, uppsetningu, verð og greiðsluskilmóla. FÖNIX SÍMI 24420. SUÐURGÖTU 10. RVfK. Sendið undirrit. Bahco Bankett myndlista með öllum upplýsingum:- Nafn: .............................................................. Heimilisfcng: ...................................................... Til Fönix s.f., pósthólf 1421, Reyk]avík. 47. tbi. VIKAN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.