Vikan


Vikan - 24.11.1966, Side 9

Vikan - 24.11.1966, Side 9
Toyota Crown 2000 færanleg fram og aftur og í svo ríkum mæli að jafnvel allra stærstu menn ættu að geta rétt úr skönk- unum. Einnig er hægt að stilla hallann á bökunum á einfaldan hátt og leggja þau alveg niður. Aftursætið var venjulegur sófi með skiptingu í miðjunni, prýðilegt sæti og fótarými í betra lagi. Hand- föng rúðuupphalarar og annar frá- gangur innan á hurðum var með ágætum. Mælaborðið er miklu síðra í útliti en í ódýrari útgáfunni, Toyota Corona, sem minnir óneit- anlega mikið á þann bíl, sem Jap- anir virðast einkum hafa haft f huga, þegar þessum var hleypt af stokkunurh: Cevrolet Chevy II. Mælaborðið í þeim bíl hefur alla tíð verið fátæklegt og fremur Ijótt og Japanir hefðu gjarnan mátt stæla einhvern annan. En það hefur samt þann ótvíræða kost, að þar eru ekki aðeins Ijós heldur mælar fyrir smurning og hleðslu fyrir utan bensín, hraðamæli og teljara. Hólfið fyrir útvarpið er eins og illa gerður hlutur, hanzkahólfið lít- ið, en sæmileg hilla fyrir smádót undir mælaborðinu. Þessi bíll var búinn gólfskiptingu með einkar fallegri gírstöng og skiptingin ann- ars sæmileg, ég hef að vísu oft tekið í margfalt skemmtilegri gólf- skiptingu en hún er samt engan- veginn slæm. Svellþykkt teppi er á gólfinu og drifskaftshryggurinn aft- ur eftir bílnum er óvenju lágur. Það er athyglisvert að margt það sem hægt er að fá með auka- kostnaði í bfla, svo sem rúðu- sprauta, teljari, Ijós f afturhurðum, skyggðar rúður, armur í baksæti o.fl., er allt standard í Toyota og fylgir hverju einasta eintaki af bílnum. Bíllinn er búinn borðabremsum á öllum hjólum en ástigið á bremsupedalann er mjög gott og bremsurnar vinna framúrskarandi vel og þægilega. Vélin er sex strokka og liggur f sjö höfuðleg- um, 110 hestöfl og hámarkshrað- inn er 155 kílómetrar. Viðbragðið frá kyrrstöðu og upp í 80 kílómetra hraða er 12,2 sek. Það er í slak- asta lagi af sex strokka vél að vera, en þess ber einnig að geta, að fá- ar eða engar sex strokka vélar munu eyða eins litlu og þessi gerir. Ef marka má það sem menn segja, eyðir vélin um 10 Iftrum í innan- bæjarakstri og það er ótrúlega gott. Hinsvegar virðist bensfneyðsl- an ævinlega standa að verulegu leyti f sambandi við viðbragðsork- una og samkvæmt þessu getur Framhald á bls. 53. 47. tblj VIIvAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.