Vikan


Vikan - 24.11.1966, Blaðsíða 18

Vikan - 24.11.1966, Blaðsíða 18
FLOTTINN TIL OTTANS Framhaldssagan 94hluli Eftir Jennifer Ames AS lokum fundu þau hann. Hann ríghélt sér í kóralrif og líkami hans var hálfur neðansjávar. Þegar þau áttu skammt eftir til hans, sá hún að sjórinn í kringum hann var dökkrauður. — Það er miklu fallegra við rifið utanvert. — Já, en ... byrjaði Charles. En hann lauk ekki við setning- una í stað þess muldraði hann: — Ef ég á að róa með konuna yð- ar, er ástæðulaust að ég fari með kafarabúning. ' — Það er nú einmitt það góða við þetta, sagði Alan og brosti. — Nú gef ég yður tækifæri til að daðra við konuna mína. Ég veit ekki betur en þér hafið reynt hæfileika yðar í því, áður en ég kynntist henni. — Hefði ég ekki farið norður- eftir, hefðuð þér aldrei komizt í málið, sagði Charles og hló, og að þessu sinni heldur eðlilegar. — Ég vona að Fay fái ekki annarlegar hugmyndir af því að hlusta á þetta, sagði Sheba. Hún gekk fast upp að Charles og tók um handlegg hans. Hreyfingin var í sjálfu sér mjög eðlileg, en Fay tók eftir því að tak Shebu var mjög fast. — Það er verst hvað það er lít- ið rúm í bátum hinna innfæddu. Það hefði farið þér svo vel að fara með sem einskonar siðferð- isdama fyrir Fay og Charles, Sheba, sagði John. Hún brosti til hans. — Þú ættir að vera þakklátur fyrir, að konan þín er ekki fær um að vera siðferðisdama. — Ég þykist einnig vita, að ég ætti einnig að vera þakklátur fyrir að, hún er heldur ekki fær um að vera móðurleg kona, svar- aði hann reiðilega. Rödd Shebu var orðin reiðileg og það var ógnun í henni, þegar hun sagði: — Láttu ekki eins og fífl, John. Þú veizt að ég geri allt sem ég get fyrir veslings Sonyu litlu. Er það kannske mér að kenna, að hún er lömuð og gat ekki verið með í þessari ferð? Þau horfðust fast í augu. Að lokum leit hann undan og muldr- aði: — Almáttugur, Sheba. Þarftu endilega að taka allt alvarlega, sem ég segi? Hefurðu engan smekk fyrir gamansemi? — Gamansemi og ruddaskapur er ekki það sama, sagði hún. f upphafi hafði Fay haldið, að John væri ráðameiri aðilinn í þessu hjónabandi, en upp á síð- kastið hafði hún komizt á aðra skoðun. Hún átti auðveldara með að fella sig við hann nú en í fyrstu. John gat verið óþægileg- ur, en Sheba var eiturtunga ... eins og kobraslanga. Alan var kominn í kafarabún- inginn. — Ég ætla að fá mér sund- sprett. Ef ég verð ekki kominn aftur, þegar þið ætlið heim skul- uð þið ekki hafa neinar áhyggj- ur. Ég mæti áreiðanlega í matinn. Hann stökk út úr bátnum og þau sáu hann synda burt undir vatnsyfirborðinu. Charlee dró árarnar inn í bát- inn og lét hann reka fyrir hæg- um straumi. — Nú, hvað ætlaðirðu að segja mér? Þessi beina spurning kom á óvart. Charles brosti súru brosi og bætti við: — Hver er fyrir- ætlun eiginmanns þíns, úr því að hann hefur kastað okkur svona í fangið hvort á öðru? Hún ákvað að vera heiðarleg. Hún brosti, þegar hún sagði: — Ég vissi ekki, að við værum svona miklir klaufar. — Ég gat ekki verið svo sjálf- umglaður að álíta að þú hefðir skipulagt þetta stefnufót, sagði hann beisklega. — Því þú ert eft- ir öllum sólarmerkjum að dæma alveg gagntekin af eiginmanni þínum. Er það ekki satt? Hún lyfti höfðinu og leit beint á hann. — Og hverju máli skiptir það? Er nokkur ástæða til að ég væri það ekki? — Ekki önnur ástæða en sú, að þetta er undarleg brúðkaups- ferð, eins og Sheba sagði í morg- un. — Já, en við höfum svo oft út- skýrt hvernig á því stendur. — En Sheba trúir því ekki, og það geri ég ekki heldur. Það er ekki hægt að útskýra það með neinu öðru en hreinu brjálæði, að þið þjótið hingað á svona hættulegan stað um leið og búið var að pússa ykkur saman. Hvort fékk þessa hugmynd? Þú eða Al- an? — Mig langaði að heimsækja Eve og Alan ætlaði að svipast um eftir gúmmíplantekru. — Já, en gat þetta ekki beðið? Flest nýgift hjón vilja helzt vera ein á brúðkaupsferðinni. Og með tilliti til systur þinnar; þú hafð- ir ekki séð hana svo lengi að það gat svo sem vel beðið enn um sinn. Charles horfði mjög fast á hana. Hún hristi höfuðið. — Nei, ég hafði það á tilfinn- ingunni, að það gæti ekki beðið. Ég — ég var hræðilega óstyrk hennar vegna, eftir það sem þú sagðir mér um kvöldið í Heart- stone Village. Hann kinkaði hægt kolli. — í hreinskilni sagt held ég, að þú hafir líka haft ástæðu til að vera hrædd. Ég hef heyrt sagt, að hún sé farin að taka eiturlyf. — Það hefur Sheba sagt þér, hrópaði Fay móðguð. — Eve myndi aldrei nokkurn tíma vilja taka eiturlyf sjálfviljug! — Ég þekki systur þína eigin- lega ekkert meira en það sem Sheba hefur sagt mér. — Viltu þá segja mér ná- kvæmlega, hvað Sheba hefur sagt þér um Eve? spurði Fay ákveðin. Hann svaraði ekki alveg strax. — Þú kærir þig áreiðanlega ekki um að heyra það, Fay, en Sheba sagði að hún væri heimsk og hún hefði beðið kúlíana um að útvega sér eiturlyf. Það var þe^svegna, sem Sheba sendi hana til Singapore, þegar hún frétti að þú varst að koma. Hún vonaði að hún myndi ná sér þar, 18 yncAN 47tbl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.