Vikan


Vikan - 24.11.1966, Qupperneq 24

Vikan - 24.11.1966, Qupperneq 24
Craig, horfðu á mig, gerðu það, sagði hún. - Ég þarf að fá heroin. Eg verð að fá skammt. Hún rétti fram fallega lagaða hönd með fíngerð- um beinum, og meðan hann horfði tók höndin að titra og varð að Ijótri, örvæntingafullri kló. Eftlr James Munro lO. hiuti — Það eru fleiri sem við þurfum að hafa auga með. sagði Grierson. — Hljómsveitin lék tyrkneskan marz eftir Mósart af miklum móði, og Grierson kipptist við, þegar Naxos kom inn og leiddi Flip við hönd sér. — Henni, sagði Grierson. — Hinni goðumlíku Zeno-krötu. Þarna. Henni virðist ekki geðjast að þér, Craig. Craig hugsaði um sýruna. — Ég skal fylgjast með henni, sagði hann. — Þú skal fylgjast með honum. Hann kinkaði kolli þangað sem Byron lóvarður Swyven bróst hlut- verki sínu og hneigði sig fyrir gest- gjöfunum. — Þú ætlar að hafa alla skemmt- unina, sagði Grierseon. Craig gekk fram, óvarpaði Naxos og Flip og spurði um Piu. — O, hún kemur, sagði Flip. Þú veizt ,að hún verður klædd sem tvíburasystir mín — vesalingurinnl Þegar hún sá mig, langaði hana að fara í eitthvað annað, — en ég sagði nei. Það er alltaf fleiri en ein í kvennabúri, er það ekki, elsk- an? — Allt sem þú segir, ástin, sagði Naxos. — Hvernig líst þér á sam- kvæmið, John? — Stórkostlegt, sagði Craig. — 24 VIKAN 47-tbl- Þú gleymdir að gefa mér prógramm- ið fyrir leikina uppi. — Leikina, sagði Flip. Við verð- um að fara þangað núna. — Nei, sagði Craig. — Þið farið upp með mér — bæði saman. — Við getum ekki farið strax, hvort sem er, sagði Naxos. — Við verðum að koma hópnum af stað. Hann hnykkti höfðinu í áttina að sívaxandi gestahópnum. — Við skul- um gera eins og þú segir, John. Hittu okkur hér. Klukkan tvö. Craig kinkaði kolli og gekk upp á svalirnar yfir salnum. Það voru þegar um fimmtíu manns niðri á gólfinu, og öllum varð starsýnt á hálfnakinn líkama Flip. Meðal þeirra sá hann hirðmann í rauðum flauelsfötum á tali við sjóliðsfor- ingja ( sjóher hans hágöfgi Georgs III af Bretlandi. Hann gekk áfram upp á aðra hæð, í gegnum herbergi full af leikurum og dönsurum, daðr- andi í hálfkæringi, dansandi nokk- ur skref, gefandi hverjum óðrum ( nefið, meðan Pucci tísti og flökti um í miðjum hópnum. Tveir skylm- ingamenn voru að undirbúa skylm- inguna eins og ballett og töluðu um knattspyrnu. Aðeins harpsikord- leikarinn virtist niðursokkinn. Hann var að leika fúgu eftir Bach. — Nei, nei, æpti Pucci. — Það á að vera Scarlatti. Harpsikordleikarinn lét sem hann heyrði ekki í honum og tónlistin streymdi af fingrum hans. Craig gekk aftur niður á svalirn- ar, vék sér undan árekstri við- Kól- umbínu, tvær sígaunakonur og þrjár Desmónur, ein þeirra í náttkjól. Nú voru að minnsta kosti þrjú hundruð manns niðri, en hann sá Naxos þegar í stað. Að þessu sinni var hann með tvær yndismeyj- ar hjá sér, báðar eins klæddar. Pia var þá komin. Hann leit að barn- um og stirðnaði upp. Þar bar mest á gríðarstórum höfðingja, svartklæddum. Svört skikkja, svartar buxur, svört stíg- vél, svartir hanzkar. Svört hetta huldi höfuðið og andlitið var hulið frá hársrótum niður á háls, bak við svarta grímu, en ekkert gat falið stærðina. Með honum voru þrfr stríðsmenn, glæsilegir glæpamenn, klæddir í purpurarautt og svart með bjúgsverð og rýtinga við belti sér. Þeir drukku kampavín, en hend- ur svarta höfðingjans voru kyrrar og tómar. Hann horfði á Naxos. Grierson kom upp í stigann, nam staðar hjá Craig og kveikti f síga- rettu. — Ég sé að við höfum fengið fé- lagsskap, sagði hann. Craig kinkaði kolli og rétti úr sér. — Farðu og fylgstu með Pucci, sagði hann. — Ég á þennan. Tólfti kafli. Grierson fór og hópur af dans- andi fólki bylgjaðist af stað, huldi Naxos og stúlkur hans. Þegar hóp- urinn færðist til hliðar, stóð önn- ur yndismærin alein, hin dansaði við Naxos. Craig gekk niður stig- ann og skauzt eins og ör í gegnum mannfjöldann. Konan stóð graf- kyrr og dansfólkið forðaðist að koma nærri henni eins og Naxos hefði reist ósýnilegan múr um- hverfis hana. Hún stóð þannig að mjúkar línurnar, brjóst, kviður og læri, komu glöggt í Ijós; frá mjúk- um sorta hársins niður á skarlats- rauðlakkaða tána, var hún hinn mikli kyndraumur Hollywood holdi klæddur, unnusta Ali Baba, með töfrateppið f hægagangi og bfð- andi. Og þó, hugsaði Craig, var henni þetta allt ómeðvitað. Hún stóð þannig af þvf að henni hafði verið kennt að standa þannig. Ef hún settist, myndi hún krossleggja fæturna nákvæmlega svo þeir nytu sín bezt, anda að sér til að lyfta

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.