Vikan


Vikan - 24.11.1966, Side 25

Vikan - 24.11.1966, Side 25
brjóstunum upp úr gullskólunum, vegna þess að þannig gerði mað- ur; það var það, sem fólkið borg- aði fyrir að sjá. — Komdu að dansa, Flip, -sagði Craig. — Allt í lagi. Hún sveif í fang hans. Hún fann styrkinn í höndum hans, þegar hann snerti hana, þurr, svalur, á nöktu, gullnu bakinu. — Ég er ekki góður félagsskapur í kvöld, sagði Flip. — Ég verð að umbera það, sagði Craig. — Það verður allt í lagi með þig. — Nei. Hún hristi höfuðið. — Mér líður andstyggilega. Þau dönsuðu þegiandi, hún afslöppuð og hallaði sér ofurlítið að honum. — Hvernig vissirðu annars, að það var ég? spurði hún. Hún þagn- aði, síðan bætti hún við. — Ég gæti hafa verið Pia. — Ég bara vissi það, sagði Craig. — Stórkostlegt. Ef þú leggur að þér, gætirðu kannske slegið mér gullhamra. Líkami hennar féll að hans, auð- mjúkur, undirgefinn. — Þakka þér allavega fyrir að reyna. Þau dönsuðu framhiá barnum, þar sem stóri höfðinginn stóð. Craig fann, að það fór hrollur um hana. Hann sagði ekkert. — Mér finnst gott, að þú skulir llta eftir mér, sagði Flip. — Það ger- ir mann svo öruggan. Neglur henn- ar grófust í bak hans. — Drottinn minn, þú ert sterkur. — Ég dansa mikið, sagði Craig. — Meira. Gerðu að gamni þínu. Þú veizt ekki, hvað það er að þurfa á því að halda eins og ég geri. Veiztu hvað mig langar til að gera, einmitt núna? Æpa og æpa, þar til, iafnvel þessir ræflar vita að eitthvað er að. Þú ert svo sterkur — þér væri alveg sama um það. Hann sagði ekkert. — Veiztu nokk- uð? Ég held, að ég hafi haft rangt fyrir mér um þig. Ég held, að þú sért kannske ræfill líka. Vel útlít- andi ræfill, en samt ræfill. — Notaðu fína hreiminn, sagði Craig. — Harry hefur dulbúið þig sem hefðarkonu. Hún reyndi að losa sig til að slá hann, en hann hélt henni auð- veldlega, neyddi hana til að dansa. Svo sagði hún: — Elskan fyrirgefðu. Ég skil ekki hvað kom yfir mig. Og Craig slakaði á. Þegar dansinum lauk, stóðu þau við hlið Naxos og hinnar draum- stúlkunnar. Naxos sagði strax: — Gott hjá þér, John. Flip er of mik- ið ein. — Mín er ánægjan, sagði Craig. —Halló, Pia. Yngismærin kinkaði kolli, augun brostu. Hún virtist óframfærari en Craig hafði ímynd- að sér, vita meira af líkama sfnum. Craig ætlaði að fara til hennar, en handleggur Naxosar vafðist um mjúkar, lýtalausar axlirnar, sneri henni frá honum og dró hana aft- ur f danssalinn. Þau dönsuðu klunnalega saman, en Naxos var klunnalegur, eins og flóðhestur í árás er klunnalegur, og það var það, sem dans hans minnti helzt á. — Hún virðist hafa snúið við þér bakinu, sagði Flip. — Ekki ég. Það getur verið, að ég þurfi ennþá á þér að halda. — Hvernig fórstu að þvf að verða svona brún? spurði Craig. — Sól- arolfa? Augun bak við grímuna urðu varkár. — Farði, sagði hún. — Eins og nektardansmeyiar nota. Ég var nektardansmær einu sinni. Vissurðu það? — Já, sagði Craig. — Skækia og eiturlyfjaneitandi. — Og leikkona, sagði Craig. — Ég gerði tvær kvikmyndir og siö kúrekamyndir fyrir siónvarpið. Kúrekinn hafði alltaf hest. — En ég hef heyrt, að þú værir greiðvikin við vini þína. — Það komst upp í vana. — Ég meina í alvöru. Orlát, sagði Craig. — Brjóstgóð. Hversvegna sendirðu þá sólarolíuna? — Ég veit ekki hvað þú ert að tala um, sagði Flip. — Við skulum koma og horfa á sýninguna. Hann yppti öxlum og gekk í átt- ina að gullna stiganum. Um leið stýrði Naxos hinni yndismeyjunni í áttina til þeirra, tráðst í gegnum ’dansandi hópinn. Þegar þau náðu mannfiöldanum neðst í stiganum, var Naxos og hans stúlka aðeins nokkra metra á eftir þeim. Mann- fjöldinn rýmdi fyrir þeim, en skyndi- lega lokaðist leiðin. Grímuklæddu stríðsmennirnir þrír stóðu fyrir framan þau. Craig sleppti handlegg Flip, hélt áfram, hægt, án þess að sýna á sér nokkurn asa. Á síð- ustu stundu lét grfmuklæddi mað- urinn f miðið undan. Craig nam staðar þá, leit fyrst til vinstri, svo til hægri — og allir þrír hörfuðu. Craig hélt áfram, og beið svo eftir því að Flip tæki handlegg hans. Þegar upp kom, beið hann eftir Naxosi. Pia hafði yfirgefið hann. Strfðsmenn- irnir þrír höfðu umkringt hana eins og piranhafiskar, og neyddu hana þangað sem stóri höfðinginn beið. Spjátrungur í rauðum flauelsföt- um og sjóliðsforingi í einkennis- búningi sióhers Georgs III fóru á eftir henni. Craig hélt áfram til að horfa á sýningarnar. Þegar Naxos kom í Ijós, lifnaði allt við. Harpsikordleikarinn fór beint frá Goldbergs varíasiónum Bachs yfir f gavotte eftir Galuppi. Leikar'arnir og dansararnir, sem höfðu verið að drepa tímann áð- ur, reykiandi, talandi saman, urðu þokkafullar ákveðnar verur, sem hugsuðu aðeins um glæsileikann í dansinum. Dansararnir stilltu saman hreyfingar sínar og f löngu her- berginu hinum megin byrjaði ein- vígið. Þegar þau gengu í áttina þangað, komu verurnar fram úr myndarömmunum og skiptu um ramma, breyttu Veronese í Titian, snéru glæsileik í klám, ástríðu í sérvizku. — Eftir miðnættið verða þau öll Venus með hund eftir Titian, sagði Flip. — Pucci líka? — Auðvitað. Það var hans hug- mynd. Craig fór í áttina að skylminga- mönnunum, framhjá tjörninni, þar sem simpasni reri á eftirlíkingu af gondól. Skammt frá var kvenkyns Shylock og karlkyns Portia, yfir líki Bassanios, sem virtist hvorugt. Eftir það voru skylmingamenn- irnir hressandi. Þeir börðust eins og vera ber á sokkaleistunum, knjábrækurnar og knipplingaskyrt- urnar barrokrammi um kalda feg- urð vopnanna, sem þeir notuðu — og þeir skylmdust fallega og ná- kvæmlega í fyrstu, þar til Naxos þrumaði: — Ég borga þessum strák- um fyrir að skylmast, ekki fyrir að ráða fram úr taflþrautum. Um leið færðust þeir í aukana og einvígið varð Errol Flynn kvikmynd, mikil stökk aftur á bak, upp á stóla, borðum velt, syngiandi sverðseggiar sníðandi kerti. — Þetta er skárra, sagði Naxos og gekk nær og tók Philippu með sér. Skylmingamaðurinn i bláu bux- unum bar af sér högg og keyrði síðan sverðið fram í gagnárás. Andstæðingur hans bar af sér högg- ið og það hvein í sverðinu, sverðs- oddur þess f bláu brókunum stefndi í áttina að FlipV Craig hratt henni i fang Naxosar og bölvaði um leið og hárfínn sverðsoddurinn risti sársauka þvert yfir framhandlegg hans, skar ermina, svo í Ijós kom fín blóðrák. — Helvítis klaufinn þinn, sagði Naxos og og ætlaði að ráðast að þeim í bláu buxunum, en Flip hélt í hann og hrópaði: — Nei Harry. Nei! Og einhvern- veginn var Craig kominn á milli þeirra og sverð þess í bláu brók- unum var í hendi hans, og hann leit á nakinn, banvænan oddinn og hárfína blóðrákina á handlegg sér. — Ég hélt að þið hefðuð á end- unum á þessu, sagði Craig og sá í bláu buxunum varð jafn fölur og skyrtan hans, stamaði, skreið um á gólfinu og kom með flatan málm- disk og sór, að hann hefði aldrei vitað slíkt gerast. — En það gerðist, sagði Craig. —Skylmizt ekki meira. Ég á ekki aðra skyrtu. — Ég ætti að binda um hand- legginn, sagði Flip og Naxos kink- aði kolli þreytulega og settiist þunglamalega og horfði á Pucci spila á flautu, meðan fjórir dverg- ar dönsuðu. — Þakka þér fvrir, John, sagði hann. — Ég er þakklátur. Augu hans leituðu að einhveriu á bak við grímu Craigs. — Þokkalegt sam- kvæmi, ha? — Ljómandi, sagði Craig og Naxos hallaði sér aftur á bak og augu hans hvfldu á Pucci og hann var ekki hamingjusamur. Flip leiddi Craig niður eftir gang- inum og þegar þau fóru framhjá hundinum, sagði hún með sinni biörtustu hertogaynjurödd: — Drott- inn minn, Það er komið fram yfir miðnætti. Eru þau ekki indæl? Og Craig, þakklátur fyrir grímuna, sá Venus á eftir Venusi, hvítar með bleikum dílum allar saman, nema negrastelpuna í miðjunni, og hver um sig veifaði honum um leið og þær fóru framhiá. Flip gekk á und- an honum, mjaðmir og brjóst með taktvissum lyftingum og glæsileg- ir dansararnir stigu til hliðar, þeg- ar blóð hans draup á rósrautt mar- maragólfið. Hann hataði Flip og Naxos, Pucci og nöktu konurnar, sjálfan sig, síðan gerði hann sér Ijóst, að hann var vandræðalegur, sneri sér við í enda herbergisins og starði, köld grá augun kröfðust svars, þar til dansararnir litu undan og Venus- arnir voru kyrrir. Þá flaug honum í hug, að hann ætti í höggi við allt samkvæmið, við auðæfi og vald Evrópu. En það þýddi, að hann átti einnig í höggi við Naxos. Hug- myndin var fáránleg. Hann fylgdi Flip til herbergis hennar og beið meðan hún baðaði handlegginn, þurrkaði blóðið af og lagði sára- bindi á hvítt og rautt sárið. — Það gæti hafa verið ég, sagði Flip. Craig kinkaði kolli. — Ég vildi að það hefði verið. — Sá gamli leikur kóng í nótt, sagði Craig. — Það gerir þig að drottningu. Drottningar geta ekki dáið, þegar þeim siálfum þóknast. Hún þrýsti plástrinum að. — Þetta var slys? spurði hún. — Veiztu það ekki? spurði Craig. — Þú varst þar. Hún tók að titra. — Craig, horfðu á mig, gerðu það, saqði hún. — Ég þarf að fá heroin. Ég verð að fá skammt. Hún rétti fram fallega lagaða hönd með fíngerðum beinum, og meðan hann horfði á, tók höndin að titra og varð að I jótri, örvæntingarfullri kló. — Þjónninn — Nikki — hvar er hann? — Craig, gerðu það, ó, elsku, gerðu það! Hún var í örmum hans, ís og eld- ur, tungan flöktandi þjáning í munni hans, líkaminn áfiáður og undir- gefinn í senn, hendurnar ákafar og örvandi, þar til hann hratt henni frá sér, hélt um olnboga hennar og hristi hana þar til höfuðið riðaði á hálsinum. — Ertu vitlaus? spurði hann að lokum og sleppti henni Hún féll niður í svartan sófa, annað axla- bandið rann út af öxlinni og í Ijós kom ávalt, miúkt brjóst, hún var fegúrsta, eftirsóknarverðasta konan í heiminum. — Lagaðu fötin þín, sagði hann rámur. — Hvað nú ef apinn kemur inn? Ósjálfrátt leitaði hönd hennar að gullnum hlíranum og brjóstið varð gull aftur. — Vitlaus? spurði Flip. — Vitlaus, sagðirðu það? Auðvitað er ég það. Ekkert heroin og enginn sterkur karlmaður að halla sér að. — Naxos, sagði Craig. — Er hann ekki nógu sterkur? Framhald á bls. 28. 47. tbi. VIXCAN 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.