Vikan - 24.11.1966, Qupperneq 28
I
STÆRSTI
leikfangamarkaOur landsins!
Leikföng og viðleguútbúnaður á tveim hæðum.
Leikföng telpna á fyrstu hæð (130 m2 gólfflötur).
Leikföng drengja og viðleguútbúnaður á annarri hæði (400 m2).
Jólagiafir fyrir alla fjölskylduna.
Leikföng frá helztu leikfangainnflytjendum landsins.
sími 17270 TÓMSTUNDABÚÐIN sími 21901
NÓATÚNI
— Hvernig hefur viðrað þarna
í sumar?
— Það var frekar leiðinlegt veður
framan af, en heldur skárra seinni
partinn.
— Það er lítið skýlt þarna?
— Já, það má segja það. Annars
komst Páll Bergþórsson að því að
Vestmannaeyjar væru veðursælasti
staður á landinu.
— En það er ekkert, sem dreg-
ur úr þarna?
— Nei, þetta er alveg opið fyrir
hafinu, og það er yfirleitt meiri
alda þarna við Surtsey, en við
Heimaey og norðlægari eyjarnar,
sem eru nær landi. Það er oft skjól
af jöklinum í Vestmannaeyjum, t.d.
í norðaustan átt, er oft logn í Eyj-
um. Nú stendur til að koma upp í
Surtsey sjálfri veðurathugunartækj-
um, sem eiga þá líklega að vera
sjálfvirk og var ætlunin að þau
yrðu komin fyrir veturinn, mjög góð-
um tækjum, sem taka yfir flest svið
veðurfræðinnar.
— Verður enginn þar í vetur?
— Nei, nei. Það verður gengið
frá húsinu og því öllu, nána fyrir
mánaðamótin. Svo verður reynt að
fara út, svona einu sinni í mánuði.
— Til þess að lesa á mæla og
þessháttar?
— Já. Ef einhverjar stórvægilegar
breytingar yrðu, eins og á gosi og
þessháttar, þá sézt það fyrr en
seinna frá Heimaey sjálfri.
— Já, já.
— Og svo eru alltaf flugvélar
þarna yfir og það er fylgzt með því
líka þannig.
— Hvernig er nú að vera fyrsti og
eini íbúinn á svona eyju?
— Það er ekkert neitt sérstakt.
— Engin Róbison Crúsó tilfinn-
ing?
— Nei, alls ekki. Maður hefur ekki
komizt í þá aðstöðu. Það hefði nú
getað orðið skemmtilegt, ef mað-
ur hefði ekki vitað að maður myndi
finnast. Það er auðvitað sérkenni-
legt að vera einn í eyju, það er
að sínu leyti eins og að vera einn
á báti úti á rúmsjó. Það er ekkert
óþægileg tilfinning.
— Nei þetta er svo ung eyja að
það eru ekki komnir neinir reim-
leikar.
— Nei, nei, það eru alls ekki
reimleikar, en það eru vættir þarna.
Það eru í öllum Vestmannaeyjum,
einhverjar vættir.
— Gera þær vart við sig?
— Þær sjá um að allt sé í lagi.
— Og friði og spekt.
— Já, já. Til dæmis í einni eynni
eru alltaf færðar fórnir, í Súlnaskeri.
Það er skerprestur, sem býr í vörðu,
og þar færa allir fórnir, sem koma í
skerið.
— Og hvernig eru þær fórnir?
— Það er eitthvað glingur, eða
einhverjir smápeningar, það þarf
ekki að vera mikið.
— Hent í vörðuna?
— Já. Sagan er sú, að Súlnasker
er ein þeirra eyja, sem erfiðast er
að klífa. Sagt er, að þegar fyrstu
tveir mennirnir voru komnir upp,
sagði annar, að þeir hefðu komizt
upp með guðs hjálp, en hinn sagði,
að þeir hefðu komizt þetta, hvort
sem guð vildi eða vildi ekki. Þá
hristi skerið sig og kastaði þeim
er síðar mælti í sjóinn. Síðan hall-
ar það til suðurs. Þá var reist varða
þarna í skerinu og síðan færa menn
alltaf fórnir.
— Þá er líklega orðinn álitlegur
fórnarhaugurinn?
— Nei, hann hverfur alltaf. Það
er sagt, að skerpresturinn taki sjóð-
inn, svo eru líka smáfuglarnir gjarn-
ir á að hirða svona í hreiður sín
og líka hrafninn. •
— Verðurðu i Surtsey næsta sum-
ar?
— Ég veit ekkert um það, hvað
ég geri. Hvað verður næsta sumar,
það er ómögulegt að segja. Það
er ekkert ákveðið i sambandi við'
Surtsey, það á eftir að skipuleggja
allt þar og allar rannsóknir, ef
þeim verður haldið áfram. En það
hefur verið gaman að kynnast
mönnunum, sem hafa unnið þarna
og komast aðeins inn í það, sem
þeir hafa verið að fjatla við. Það
hefur verið ákaflega gott að vinna
með þeim.
— Það hefur verið ansi gest-
kvæmt, er það ekki?
— Jú, jú, það má segja það,
bæði af visindamönnum og áhuga-
mönnum, sem hafa komið þarna
við, það hefur verið þarna hörku-
lið oft og tíðum. 'Ar
Dey ríkur, dey glaður
Framhald af bls. 25
Hún leit á hann, reyndi að tala,
en gat það ekki. Svo tók hún að
skjálfa. — Farðu út, sagði hún að
lokum. — Komdu þér út.
Hann fór undir eins. Naxos sat
þar sem hann hafði skilið hann eft-
ir, horfði niður í salinn, án þess að
sjá. Yfir honum var stór, gullin
hvelfing, en nú var hluti af henni
dimmur, næturdimmur, stjörnum
settur. Craig bölvaði og hljóp upp
stigann, sem lá upp á þakið.
Þakgarðurinn var dimmur og auð-
ur. Bar, borð, dansgólf, allt autt og
yfirgefið, og neðsti hluti hvelfingar-
innar glampaði hvítur af birtunni að
neðan. Craig gekk varlega í áttina
þangað, laut áfram til að finna spor-
ið, sem hún hafði verið dregin burt
eftir, stirðnaði síðan upp, skynjaði
hreyfingu hægra megin við sig.
Hann leit til hliðar og hin yndis-
mærin stóð þar, hjúpuð skýi eins
og draumur í myrkrinu.
— Pia, sagði Craig. — Hvern
andskotann?
Augu yndismærinnar minnkuðu
þá, munnur hennar opnaðist í ópi
og Craig sneri sér við, allt of
seint, þegar nóttin féll yfir hann og
hann stakkst ofan í myrkrið, þar
sem engar stjörnur eru.
28 VIKAN 47-tbL