Vikan


Vikan - 24.11.1966, Page 32

Vikan - 24.11.1966, Page 32
 ' yfl, 4, i ■ ’ rili’ii! ' ■; A Á’/;’ • ’ Þá kimi nmim nð tinldn Myndin er tekin af Contal tri-hjólinu, daginn áður en ógæfan reið yfir. Á brúnni yfir Cha Ho. Maður skyldi ætla að allur þessi manngrúi hefði getað rétt hjálparhönd, en það var ekki því að heilsa, þeir voru aðeins að horfa á. I»að eru de Dion bílarnir, sem standa á brúnni. hjólin náðu upp á stálplöturnar, en drifið var á afturhjólunum og þau grófust ofan í leirinn. Það var ekki um annað að ræða en að láta bílinn renna niður aftur. Næst óku þeir bílnum eins hátt upp í hallann og hægt var, en tóku síðan stálplöturnar og settu undir afturhjólin. Guizzardi setti bílinn í gír aftur, gaf rösk- lega í og sleppti kúplingunni með þeim eina árangri, að stál- plöturnar þeyttust af heljarafli aftur undan hjólunum og langt í burt. — Þetta hefst aldrei svona, sagði Guizzardi. Hann bakkaði bílnum aftur eins langt og hægt var frá brúnni, ók æðislega að og eins og í fyrra skiptið náði Á rísakri, skammt frá Hun Ho. Hjólin þyngri var að ná sundur. hann með framhjólin upp á marmarann. — Ýtið, æpti hann og mennirnir stukku til og ýttu aftan á bílinn, stóðu í gusu af leir og steinum undan afturhjól- unura og útblásturinn frá vélinni sveið á þeim fæturna. Guizzardi stöðvaði, án þess að láta bílinn renna aftur niður, beið andartak, meðan mennirnir hvíldu sig, síð- an reyndi hann aftur, án þess að taka nýtt tilhlaup, og mennirn- ir ýttu. Og smám saman komst bíllinn upp á brúna, en þá var líka full þörf að fylla vatnskass- ann á ný. En ekki var björninn unninn fyrir því; það reyndist nauðsyn- legt að gera sérstakar ráðstafan- ir fyrir hvern stein, sem farið var yfir á brúnni. Stundum stóð bíllinn aðeins á tveimur hjólum. Stundum skárust hjólin ofan á milli steina, svo að við lá að þau rígfestust. Loksins hafðist þetta. Aurhallinn við hinn brúar- sporðinn var jafnvel enn verri en sá fyrri, en að lokum var bíll- inn kominn niður á jafnsléttu hinum megin, og að launum var honum gefið vatn á kassann. Á sama hátt fóru þeir yfir seinni brúna, en nú kom þjálfunin þeim til góða, svo þeir voru aðeins tuttugu mínútur yfir hana. Cha Ho var að baki. Og þannig héldu þeir áfram með erfiðismunum gegnum linnulaust regnið. f fjarska sáu þeir móta fyrir Kalgan fjöllum. Þeir nálguðust þorp, og þegar þangað kom, þursti hópur manna út á brautina og stöðvaði þá. Þetta var dráttarliðið, sem Borg- hese hafði ráðið, og verkstjórinn tiikynnti prinsinum, að það væri óhugsandi að billinn kæmist lengra af eigin vélarafli. Borg- hese sagði honum stuttaralega, að hann myndi halda áfram með- an mögulegt væri, og áfram hélt hann að Nankow gljúfrinu. Lengra náði vegurinn ekki. Þeir voru aðeins yfir 30 mílur frá Peking, og það var enn ekki kom- ið kvöld. En nú var enginn veg- ur lengur, aðeins grýttur farveg- urinn, sem stórfljót myndi ryðj- ast niður eftir, þegar regntíminn hefði staðið lengur. Nú var að draga Itöluna upp eftir þessum árfarvegi, yfir grjót og hnull- unga, upp fossstæði, tjarnir, blautan sand, og ógerningur að hreyfa bílinn öðruvísi en af vöðvaafli. Ettore dró fram kaðlana og festi þá við fjaðrahengslin. Svo tóku dráttarmennirnir til sinna ráða og drátturinn hófst. Verk- stjórinn, sem var gamall maður, raulaði vinnusönginn, einskonar „á-fram“, beið eftir svari frá mönnum sínum, þegar þeir tóku á. Næst þegar hann sagði „á- fram“, hvíldu þeir sig stundar- korn og um leið og þeir svöruðu voru föst í rótartægjum, sem þrautin tóku þeir aftur í. Þannig þokað- ist ferðin hægt og hægt. Guizz- ardi stóð við stýrið og reyndi eftir beztu getu að komast fram hjá verstu hnullungunum, og gretti sig með sársaukadrætti í andlitinu, í hvert skipti, sem gír- kassinn eða drifið skrapaði við stein. Og loks náðu þeir til Nankow. Klukkuna vantaði kortér í þrjú. Barsini hafði áhyggjur af því að yfirgefa starfsbróður sinn, du Taillis, svo snemma í leiðangr- inum og klöngraðist upp á þorps- múrana, þar sem hann sá vel út yfir sléttuna. Þar var enga hreyf- ingu að sjá. Klukkan fjögur fékk hans hinsvegar skilaboð um, að einhver hreyfing væri þarna úti fyrir. Hann hljóp til móts við komumenn. Það var hópur drátt- armanna með Contal tri-hjólið á eftir sér, en Pons og Foucault ýttu blásmóðir á eftir. — Hvaðan úr fjandanum kom- ið þið? var fyrsta spurningin. Pons var undirleitur þegar hann svaraði: — Frá Nankow járn- brautarstöðinni. — Við komum frá Peking með lest. Á sömu stundu voru Cormier, Godard og Collignon enn að berj- ast við Cha Ho brýrnar. Einu sinni, þegar það hafði dregizt óvenjulengi að Pons skil- aði sér, höfðu þeir snúið við til að leita hans, og fundu hann í sömu aðstöðu og Blériot var svo oft með flugvélina sína, nefið niður, stélið upp. Það var eins og hann gæti ekki fengið nógu mik- ið af þunga sínum aftur á, svo drifhjólið gerði gagn. Ökumenn- irnir skutu á ráðstefnu, og kom- ust að þeirri niðurstöðu, að þar sem fyrsti áfanginn út frá Pek- ing væri verstur af allri leiðinni, væri ekki ástæða til að úrskurða tri-hjólið úr leik, þótt það hlypi yfir fyrsta áfangann frá Peking til Nankow. Það hefði ekki verið úrskurðað úr leik, hefðu dráttar- mennirnir dregið það alla þá leið, því ætti þá heldur að gera það, þótt farið væri með lest? Og úr því lest á annað borð gengi til Nankow, skyldi Pons snúa við og aka gætilega til Peking og taka lestina þagan til Nankow. Nú gátu hinir gefið í. Þeir óku léttan yfir sandinn. Asnarnir og uxaeykin, sem þeir mættu, höfðu aldrei séð neitt þessu líkt áður, og ekki langt frá Cha Ho komu þeir skyndilega og á mik- illi ferð ofan í lægð, þar sem uxaeyki var á ferðinni. Uxarnir tveir brugðust illa við og tóku á rás með þeim afleiðingum, að vagninn valt um koll og þeir líka. Bílstjórarnir snögghemluðu og flýttu sér að slysstað. Ekkert hljóð kom úr vagninum. Þeir sáu ekilinn, en ekkert merki um far- þegana. sem í vagninum höfðu Framhald á bls. 32. 32 VIKAN 47 tbl

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.