Vikan


Vikan - 24.11.1966, Page 45

Vikan - 24.11.1966, Page 45
Þá kunni enginn að tjalda Framhald af bls. 32 verið. Ekillinn var greinilega lif- andi, það sást á kvikulum augum hans, sem horfðu flóttalega til hinna ýmsu hliða. Þegar Frakk- arnir skoðuðu hann, rak hann upp smá óp, en hreyfði sig ekki; það var eins og hann óttaðist að finna sig beinbrotinn, er hann reyndi að nota vöðvana. Frakk- arnir drógu til hliðar glugga- tjöldin á vagninum með hálfum huga. Þar var einn farþegi inni, sem horfði á þá þrumu lostinn milli fóta sér, en sagði ekki orð eða hreyfði sig fremur en ekill- inn. Og framan við vagninn börðust uxarnir um, með faeturna upp í loft, til að reyna að ná jafnvæginu á ný. Frakkarnir kunnu ekkert á svona samgöngu- tæki og ákváðu að það bezta, sem þeir gætu gert, væri að flýta sér að næsta þorpi í leit að hjálp. En næsta þorp var Cha Ho-ti- en, þorpið við Cha Ho brýrnar. íbúarnir höfðu notið góðrar skemmtunar, er Borghese fór með bílinn sinn yfir brýrnar, og þeir ætluðu aldeilis ekki að missa af því, þegar hinir færu líka. Goubault, túlkurinn, sagði þeim með miklu handapati frá slysinu niður á veginum. Enginn hreyfði sig. Þeir biðu eftir því að sjá bíl- ana fara yfir brýrnar. Árangurs- laust reyndu mennirnir að koma fyrir þá vitinu, en ekkert rask- aði ró Kínverjanna. Þeir ætluðu að bíða og sjá. Frakkarnir komust að þeirri niðurstöðu, að þeir gætu ekki betur gert fyrir vesalings mennina í uxaeykinu, og sneru sér að því að komast yfir brýrn- ar. Þeir létu sér fátt um finnast föeur minnismerki og mannanna miklu verk, heldur ráku járn- fleina umsvifalaust ofan í brúar- gólfið og hófu að draga bílana upp með öflugum vindum. Það tók tvo tíma að koma Spijkern- um upp. Æfingin skapar meist- arann, og þeir urðu fljótari með þá, sem á eftir voru. Nú var brúargólfið orðið flughált, svo aksturinn var mun erfiðari og áhættusamari, heldur en þó hjá Borghese. Síðan tók óratíma að komast niður af brúnni, og eins fór með þá seinni. Þegar þessu var lokið, var sólin komin lágt á himininn, en þeir héldu áfram, eins hratt og þeir mögulega gátu. Á einhvern óskiljanlegan hátt var Spijkerinn orðin gersamlega vinnslulaus. Godard gaf hinum merki um uppgjöf. Þeir námu þegar staðar. — Það er eitthvað að, tilkynnti hann. — Druslan vinnur ekkert. Bizac og Collignon sneru sér að Spijkernum, eins og læknar að sjúklingi. Þeir hlustuðu á vélina ZANUSSI kæ/iskápar Hver einasta húsmóðir, sem sér ZANUSSI kæliskáp hrífst af hinni rómuðu ítölsku stílfegurð. Þær sem hafa reynt ZANUSSI kæli- skápa þekkja kostina. Komið og kynnið yður hina sérstaklega hagkvæmu greiðsluskilmála. ■ Stærðir við allra hæfi. SÖLUUMBOÐ UTAN REYKJAVÍKUR Snorrabraut 44; - sími 6242 afnarljörður Jón Mathiesen V/irílunin Orin aflavik úðardalur ;afjöróur SigurAur Guðmundsson. rafvm. Vesturgotu S Einar Stafintson, rafvm. Baldur Saemundtson. rafvm. Fjarðarstraeti 33 Siglufjorður Veralunin Raflýsing Olafsfjörður Magnús Stefánsson. rafvm. Raufarhofn Reynir Sveinsson, rafvm. Akureyri Véla 6 Raftaekjasalan Húsavik Rafvélaverkstaeði Grims og Arna Sauðárkrókur Verzl. Vökull Blónduós Valur Snorrason, rafvrn. stilltu blöndunginn, bönkuðu og þreyfuðu og horfðu. Eitthvað að kveikjunni? Óhreinn blöndung- ur? Skipta um kerti. Hreinsa blöndunginn. Fara yfir rafkerfið, stilla ventla, prófa magnetuna. Þeir gerðu allt og bölvuðu, þegar þeim varð hugsað til veizlunnar, sem majór Laribe, sem einnig hafði farið með lestinni til Nan- kow, hafði heitið þeim, þegar þangað kæmi. — Nú er aðeins eitt eftir, sagði Collignon. — Það hlýtur að vera hljóðkúturinn. Hann og Godard stungu sér undir bílinn með ham- ar og meitil og tóku að lemja á útblásturskerfinu. Þeir gerðu fá- ein göt, steinþegjandi, og risu svo á fætur. Eirihver tók í sveif- ina. Annar stillti benzíngjöfina og kveikjuna. Vélin fór í gang. Hávaðinn var ærandi Leir og sandur höfðu stíflað útblástur- inn, en nú, þegar þeir höfðu svo að segja meitlað í sundur púst- rörið, var þrýstingurinn þar með tekinn af stimplunum. Spijker- inn var eins og fjallageit, þegar þeir þeystu af stað aftur í áttina til Nankow, og Collignon var ennþá aumur og illa á sig kom- inn eftir faðmlagið, sem fylgdi þeim orðum Godards, að nú væri Collignon að fullu fyrirgefin þriggja tíma töf í Peking. En sá, sem hafði mest að fyrir- gefa, var du Taillis. Hann leið allar þær vítis og sálarkvalir, sem einn blaðamaður getur liðið, þegar hann kemur ekki fréttum sínum frá sér. Hann þurfti ekki annað en senda boð til Parísar um að Frakkarnir væru komnir til Nankow og hefðu náð Borg- hese. Þetta gat hann ekki, í fyrsta lagi vegna þess, að þetta hafði komið fyrir, og í öðru lagi að hann var hvergi nálægt loft- skeytastöð. Og nú lagðist nóttin yfir þá, og þeir komust ekki lengra, í þessu erfiða og óþekkta landi. Veizlan fyrirheitna og loft- skeytastöðin, allt var þetta þeim fjarri. Þeir urðu að láta fyrirber- ast þar sem þeir voru komnir. Þeir voru allir grútfúlir, en heppnaðist að halda kurteisinni, svona nokkurn veginn. Þeir voru dauðþreyttir. Þrátt fyrir alla reynslu Cormiers í Ungverja- landi og þá staðreynd, að du Taillis hefði flækzt svo að segja um allan heiminn, kunni enginn þeirra að tjalda. Du Taillis hafði með sér nýtt tjald, en hann hafði aldrei gert sér grein fyrir því hvernig átti að reisa það, og honum til sárrar gremju féll það jafnharðan um koll og hann hafði komið því upp á súlurnar. Godard var nokk sama um þetta umstang, því að hann hafði hvort sem var ekkert til að sofa við. En þeir skiptu með sér verkum, og smám saman komst lag á tjaldið. Klukkan ellefu um kvöldið fengu þeir sér nokkra potta af niðursoðnum Maggi- súpum, nokkrar niðursuðudósir af sardínum, og átu kex með. Meðan á miðri máltíðinni stóð, breyttist mildur rigningarsudd- inn, sem hafði ýrzt úr loftinu allan daginn, og nú kom fjalla- skúr, eins og hún getur mest og blautust verið. Þeir flúðu inn í tjaldið, það var svo sem ekki mikið skjól, því að vatnið rann ofan á jarðveginum og undir tjaldskörina. Du Taillis hafði með sér ferðabedda, sem hélt honum upp úr mestu bleytunni, og horfði með meðaumkun á Godard, þegar hann breiddi teppi yfir verkfæra- kassa og matvælaöskjur og «■«*• VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.