Vikan


Vikan - 24.11.1966, Síða 57

Vikan - 24.11.1966, Síða 57
Rafmagnsrakvélar i miklu úrvali metf og án bartskera og harklippum rÆJL ÖJ |sií VIÐ ÓÐINSTORG SÍMI 1 0322 sagði hún. — Ég er búin að segja honum, hvað John sagði um hann. Ég held, að hann hafi orðið hræddur. Alan svaraði ekki, en yppti öxlum. Hún hafði það óþægilega á tilfinningunni, að hann brosti að henni hið innra með sér eins og honum fyndist hún vera barn. Pávíst en yndislegt barn. — Við skulum vona að það heppnist, sagði hann blátt áfram. — Ef það heppnast ekki, verðum við að taka afleiðingunum. í þessum leik verður maður alltaf að taka afleiðingunum. En mér þykir það slæmt vegna Madeline. Hún er allt of góð og allt og yndisleg til að deyja, ef tíminn er nú kominn. — Ég er kannske ekki eins góð og yndisleg, en ég kæri mig held- ur ekkert um að deyja, sagði Fay. — Og ég kæri mig ekki um að þú deyir, Alan. Hún sat á rúminu við hlið hans. Hann tók hönd hennar og þrýsti henni fast upp að kinn sinni. Svo sagði hann hægt: — í fyrsta sinn á ævinni lang- ar mig heldur ekkert til að deyja, Fay. Það er kannske þessvegna, sem ég hef ekki staðið mig betur í þessu. Hér áður fyrr var mér nákvæmlega sama, og þegar mað- ur lætur hendinguna ráða hvort maður lifir eða deyr, er heppnin venjulega með manni. Og í mínu starfi þarf maður eiginlega alltaf að hafa það þannig. Maður á aldrei að hugsa um neitt eða neinn. Þá hefur maður í rauninni minni möguleika. Ef maður hefur áhyggjur af einhverjum ... hann endaði ekki setninguna. Morfín- sprautan, sem hún hafði gefið honum til að lina þjáningarnar hafði haft sín áhrif. Nokkrum mínútum seinna var hann sofn- aður, stöðugt með hönd hennar við kinn sína. Hún sat lengi og horfði niður á hann, þegar hann var sofnaður. Svo beygði hún sig niður að honum og kyssti hann á ennið. — Þú mátt ekki fara frá mér ástin mín, hvíslaði hún. — Og ef þú kærir þig ekki um að deyja, fyrir hvern viltu þá lifa — mig eða Madeline. Næsta morgun hafði Alan háan hita, en gat talað við hana þegar þau borðuðu morgunmatinn, sem Sheba bar til þeirra. — Ég er hræddur um, að ég hafi fengið malaríukast, sagði hann afsakandi. — Ég fékk mal- aríu í fyrsta sinn sem ég var hér, meðan ég var fangi í stríðinu. Þessi bölvaður sjúkdómur kemur alltaf aftur og aftur. En ég hef nóg af kínini í töskunni minni. Vertu svo væn að gefa mér svo- lítið af því, vina mín. Hann brosti til hennar og hún brosti aftur, meðan hún fann handa honum meðalið. Hún var í grænum innislopp og inniskóm. Þetta var í fyrsta skipti, sem hún hafði ekki flýtt sér inn í búningsherbergið til að klæða sig, um leið og hún fór fram úr. — Skelfing ertu í fallegum slopp. Þú hefur aldrei þorað að láta mig sjá þig í honum. — Þetta er síðasti morguninn okkar hér, það er kannske þess- vegna, sem ég get slappað svolítið af. Framhald í næsta blaði. Músik eða hvað? Framhald af bls. 14. kominn að segja slíkum heims- frægum listamönnum til synd- anna. Hefðu þeir komið með svona prógram í heimalandi sínu, hefðu þeir óðara verið píptir nið- ur af sviðinu. Það mátti líka greina vonbrigði á andlitum margra á áheyrendabekkjunum. Allan tímann meðan þeir stóðu á sviðinu var hátalarakerfið í ólagi. Það var í ólagi þegar þeir tóku til við fyrsta lagið. Ekki datt þeim samt í hug að gera hlé á spilinu til þess að kippa þessu í lag. Þeir héldu sínu striki út prógrammið, en höfuðpalrinn Hermann reyndi að láta sem minnst á því bera, oð honum hundleiddist þetta allt saman. Nokkrir aðdáendur sýndu goð- unum tilhlýðilega virðingu með því að kippa Pétri fram í salinn, og var honum þá skemmt. Þessir hljómleikar hafa sannar- lega ekki orðið til þess að auka hróður Herman's Hermits, hér- lendis. SÚTAÐAR GÆRUR TRIPPASKINN KALFSKINN ¥ Mikið úrval ¥ Hagkvæmt verð Sútunarverksmiðia SLÁTURFÉLAGS SUÐURLANDS Grensásvegi 14 Sími 31250 Einnig Laugavegur 45 Sími 13061 «•tbl- VIKAN 57

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.