Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 20
Bíddu. — Hún er orðin leið á því að
heyra þetta orð og þó verður hún æv-
ina út að bíða eftir einhverju. Nú bíð-
ur hún á koppnum, bíður eftir því að
mamma hafi tíma til að sinna henni.
Þegar dúkkurúmið hennar bilar, þá
segir pabbi henni að bíða meðan hann
Ies blaðið. Og svo er nú að bíða jól-
anna; það getur orðið einhver erfið-
asta bið sem um getur .
Að bíða, bíða, bíða. Því
fylgir oftast spenna. Það
er sjaldgæft að geta beð-
ið og slappað af um
leið. Tíminn hjá hár-
greiðslukonunni og bið-
in meðan hárið þornar,
er svolítill biðtími sem
flestum konum gefst
kostur á að njóta. Ef
þessi tími er vel notað-
ur, getur það verið eins
og að vefja taugarnar í
bómull og koma í veg
fyrir magasár.
Bíða? Ég? Sannarlega ekki! Ég sit
í djúpum hugleiðingum. Það kom
einhver strákur og truflaði mjög at-
hyglisvert samtal sem ég átti við
vinkonu mína. En ég er fegin því að
enginn skyldi bjóða mér upp. Það er
dásamlegt að hvíla fæturna um
stund. Ég er að hugleiða hvort strák-
urinn við næsta borð er að hugsa um
að bjóða mér upp. Hann er eiginlega
snotur en virðist vera feiminn. Ætti
ég að koma honum á strik? Vissu-
lega verð ég að bíða eftir frum-
kvæði hans, en það er ekki nauð-
synlegt að það verði hlutlaus „bið“.
Bíddu mín við Bóndhól
bauga lofnin svinna.
Þar er skjól,
og þar vil ég þig finna.
Gamalt viðlag.
Hún bíður eftir fyrsta kossinum, hann bíður
eftir tækifæri og kannski verður hún að
bíða lengur eftir því að hann láti til skarar
skríða. En kvenfólk htfur verið sannfært um,
að það sé ekkert annað að gera en að bíða,
bíða og bíða — eftir því að hann eigi frum-
kvæðið.
Stúlkunni sem bíður eftir kossi, hefur verið
lýst þannig í ljóði:
Hún kemur til móts við þig
og hlær
kyrrlát
feimin og kyrrlát
og það flýgur í hug þinn
hvort Guð hafi ekki í glettni
greypt þankastrik á enni hennar.
, , ■ I
Hvað skyldi fara langur tími í bið á degi hverj-
um? Á biðstofu læknisins, eftir strætó, eða eft-
ir því að röðin komi að manni í búðinni. Sum-
ir nota þennan tíma, hugsa, skipuleggja, minn-
ast eða planleggja næstu bið.
Hringir hann, liringir hann ekki...?
Mér er svo sem alveg sama. Ég get
farið með Kristínu í bíó. Ég ætla
ekki að eyða laugardagskvöldinu í
það að bíða eftir því að hann hringi.
— Ætti ég að hringja sjálf? Ég gæti
beðið hann um segja mér hvað við
eigum að hafa í stærðfræði. Nei —
það getur verið að hann gruni ....
Eða að ég sé að ganga eftir hon-
um.... Jafnrétti getur verið gott,
en þá verða báðir aðilar að vera
sammála. Ég verð að bíða og sjá til.
Það tekur á taugarnar að bíða eftir
hringingu.
Lengi má góðs bíða.
Loksins er hún komin í brúðarkjól-
inn. Þessa hafði hún beðið lengi —
já árum saman því það þarf tvo til
eins og og kunnugt er. Nú þegar
æðsta ta,kmarki lífsins er náð í
bili, byrjar smám saman ný bið eft-
ir því sem helzt þarf að fylgja á
eftir — fyrsta barninu.