Vikan


Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 58

Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 58
eoimicran®íPí díp i ðfcilnUaiJHi m 1 HVERFISGÖTU 50. - SÍMI 18830. Eins manns svefnsófi Stærð 145x75 cm. lengist með bakpúðunum í 185 cm. Sængurfatageymsla undir dýnunni. Stólar fást í stíl. í síðasta blaði var gefinn matseðill fyrir hátiðlegt miðdegisverðarboð og lýst var forréttinum, súpunni og steikinni. Hér verður haldið áfram og byrjað á sósunni, sem fylgja á steikinni. Madeirasósa. Afgangurinn af steikarsoðinu settur í pott og suðan látin koma upp. 1—2 matsk. af kjötkrafti settar í og jafnað upp með smjörbollu úr 50 gr. smjön og 50 gr. hveiti. Þegar sósan hefur soðið í 6—8 mfn. er glasi af madeira hellt í og 25 gr. af smjöri brætt í og þeytt vel í á meðan. Kartöflukúlur. Kartöflurnar eru beztar stórar og mélmiklar. Þær eru skornar 1 sneiðar og settar í saltlaust vatn og soðnar þar til þær eru meyrar. Hellið vatninu frá og látið dampa vel af þeim. Merjið þær meðan þær eru heitar og hrærið 4 eggja- rauðum, 50 gr. af smjöri, salti og pipar saman við. Þegar maukið er næstum kalt eru gerðar úr því litlar kúlur, sem velt er fyrst upp úr hveiti, síðan úr léttþeyttri eggjáhvítu og raspi. Kúlurnar soðnar í ókryddaðri svínafeiti, tekn- ar upp með gataskeið og fyrst settar í sigti og síðan á pappír, sem dregur vel í sig fitu. Gulrótarstengur. Gulræturnar flysjaðar og skornar i stengur. Soðnar í svolillu kjötsoði með lauksneiðum. Saltaðar, þegar þær eru meyrar. Vatninu hellt frá og gulræt- urnar skornar fallega með grænmetishníf og síðan hitaðar upp í smjöri. Tómatar. Provencalc. Tómatarnir verða að vera hæfilega þroskaðir, ekki of linir. Þeir eru skorn- ir í tvennt og settir í eldfast fat. Stór laukur og 1 búnt persilja saxað smátt og soðið í nokkrar mínútur í 2 matsk. af smjöri og 1 matsk. olíu. Mörðum hvítlauk bætt í og 2 matsk. af raspi. Þessu er hellt yfir tómatana og allt hit- að í ofni við góðan hita í 10—12 mín. Þegar steikin og grænmetið er borið fram, er bandið tekið utan af steikinni og hún sett á fat með kartöflukúlunum og gulrótarstöngunum og tómötunum raðað utan með. Fatið skreytt með nokkrum salatblöðum og persiljuvöndum. ■> ■ . ííí,..Utrll Ananas Savoy. Látið safann renna af einni stórri dós með ananashringjum og látið sneið- arnar þorna dálítið á pappír, en síðan eru þær settar á bökunarplötu. Hjúp- súkkulaði brætt í vatnsbaði og helit yfir sneiðarnar og mörðu nougat stráð yfir áður en súkkulaðið stífnar. Setjið sneiðamar á fallegt fat, setjiö af vanilluís á hverja og eina aprikósu þar ofan á og e.t.v. eitt rautt kokkteilber. Makkarónukonfekt. Ca. 250 gr. kransakökumassi (e.t.v. hægt að kaupa hann i bakaríi), hrærður með 2 eggjahvítum. Maukið á að vera fremur þykkt. Sett yfir lítinn hita og hrært þar til massinn er volgur. Gerðar litlar kúlur, sem settar eru á smurða plötu eða sprautað með kökusprautu á plötuna, ýtið lauslega ofan á hverja kúlu, svo að þær verði flatari. Skreytt með hálfum valhnetukjama og hálfu rauðu og hálfu grænu kokkteilberi. Bakað við mikinn hita (250 gr.) í 5—6 mínútur. Hægt er að undirbúa sumt af þessu daginn áður. Sveppina, sem notaðir voru ofan á steikina, má hreinsa og saxa og geyma í plastpoka í isskáp, kartöfl- umar má sjóða og merja og búa til kúlumar, setja síðan í skál og þekja með málmpappír. gulræturnar má sjóða og skera og geyma i plastpoka. Ananas- sneiðarnar má þekja með súkkulaðinu og nougatinu og konfektið má baka daginn áður og geyma í þéttri dós. í fyrra blaðinu var bent á, hvernig mætti flýta fyrir sér við matinn, sem þar var lýst. ------------------ . 58 VIKAN 4“- tbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.