Vikan


Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 51

Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 51
inn. Ég á hinsvegar bágt með að koma auga á nokkur skyn- samleg rök fyrir því, að Ari fróði ætti að hafa haft löng- un til að ieyna algerlega land- námi fra ef það hefur nokkurt verið að ráði. Ég hef engan á- huga á því að draga taum einnar þjóðar frekar en annarr- ar viðvíkjandi þátttöku þeirra i landnámi íslands, og ég get heldur ekki séð að sagnaritarar okkar til f( na hafi fallið fyrir þesskonar freistni, af því að þeir hafi viljað mismuna þjóðum og kynþáttum. Mér er til dwmis ekki kunnugt um að það komi fram í fornritum okkar að m?nn af írsku eða skozku bergi hrotnu (að öllu eða einhverju leyti) séu álitnir neitt lakari manngerð en norrænir menn. Hér er kannski rétt að undanskilja þræla, en þeir voru ekki mikils- metnir hvort sem þeir voru frá Noregi eða Bretlandseyjum Hinsvegar er það athyglisvert að finna ýmsar frásagnir um uppreisn þræla frá írlandi eða Skotlandi og frelsisgjöf þeirra. Það gæti bént til að þeir hafi ekki verið af rótgrónum þræla- ættum, og sérstakur dugur hefur verið í þeim sem sagnaritarar hafa ekki hylmað yfir — Hefurðu gert rannsóknir á beinaleifum fslendinga? — Nei, ég hef aðeins fengizt við beinarannskónir erlendis. — Því miður veita beinaleifar fornmanna okkur takmarkaðar upplýsingar um kynþáttaein- kenni. Við getum ekki séð af þeim hvernig hára eða augna- litur þessa fólks var í lifanda lífi. Langhöfðar sem helzt mætti hugsa sér að tilheyrðu hinum norræna kynþætti geta allt eins vel hafa verið dökk- hærðir eða brúneygðir, eða hvorttveggja, þótt hið síðara sé ósennilegra. Þar að auki hefur fundizt allt of lítið af beinaleifum frá frlandi, sem hæfar eru til samanburðar og sama er að segja um Vestur-Noreg, t.d. Sogn, þaðan sem Landnáma tel- ur fjölda landnámsmanna ætt- aða. Einu upplýsingarnar sem við höfum um hára- og augnalit fornmanna eru persónulýsingar í fomsögum okkar, og það sem viðurnefni sumra þeirra gefa í skyn. Viðurnefnið hinn svarti eða svartur mun t.d. vart hafa verið notað um aðra menn en þá, sem voru dökkir yfirlitum, með dökkt hár að minnsta kosti. Ég hef því tekið þessi atriði í fornritunum til meðferðar og borið árangurinn af þeim athug- unum saman við niðurstöður rannsókna minna á nútíma fs- lendingum. Þá kom í ljós athygl- isvert samræmi þannig að um helmingur fornmanna sem til greina kom reyndist vera með dökkt hár en það er svipað hlut- fall og ég fann hjá fullorðnum nútíma íslendingum. #VK.e«n) lalCönÍCa nu sigurfor - umlandiö? EElíiaulD : Wm 1 ® '•'•.■■WyiMwXvwÍ Vegna þess aö Konica býður alla kosti vandaðra myndavéla fyrir ótrúlega gott verð GEYAFÓTÓ Austurstræti 6 22955 SKOÐIÐ STRAX IConica EEmat/c Séu fornmenn frá Vesturlandi (Vestfjörðum, Dalasýslu og Snæ- fellsnesi) hins vegar undanskild- ir, en þeir eru hlutfallslega margir, þá verður hlutfallið nærri hið alveg sama og hjá nú- tíma íslendingum. Á Vesturlandi eru dökkhærðir menn miklu algengari en ljóshærðir eftir fornsögunum að dæma en það kemur líka heim við rannsóknir mínar á mönnum frá Dalasýslu og Vestfjörðum. Vitanlega ber að taka upplýsingar fornritanna með varúð m.a. vegna þess hve fáir fornmennirnir eru sem til greina koma við flokkun (83 alls), en gaman er að sjá að þær samrýmast niðurstöðum mínum viðvíkjandi afkomendum þeirra þ.e nútíma íslendingum. . — Álítur þú að íslendingar séu úrvalsþjóð? — Frá mannfræðilegu sjón- armiði mætti rökstyðja þá skoð- un að ýmsu leyti. Það er t. d. staðreynd að þeir sem ísland námu urðu að sækja langa leið og erfiða yfir hafið. Aðeins á- ræðnir forustumenn, sem all- mikið áttu undir sér voru færir um að skipuleggja og stjórna landnámsför til íslands. Það gef- ur að skilja að þeir hafa heldur enga aukvisa valið sér til fylgd- ar, hvort sem það voru frjálsir menn eða þrælar af norræn- um eða írskum uppruna. Hér var því um ákveðið val (sel- ektion) að ræða. Síðar kom svo beint eða óbeint val hinnar ó- blíðu íslenzku náttúru til skjal- anna, einnig drepsóttir, barna- dauði o. fl. Aðeins sterkur og sérstæður stofn gat haldið uppi evrópskri menningu á fslandi og staðið af sér hörmungarnar sem yfir dundu. En nú hafa að- stæður breytzt mjög. Fjöldi lifir af börnum, sem áður myndu hafa dáið. „Verðmætir" og „lé- legir erfðavísar (gen), bjargast jafnar en áður. Valið er annars eðlis en var. — Telur þú að munur sé á kynþáttum eftir andlegum eig- inleikum eða hugsunarhætti? — Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu sviði, en ég tel þær hafa verið að flestu leyti vafasamlega framkvæmdar, vísindalega séð. Það er nógu erf- itt að fást við líkamleg kynþátta- einkenni þótt ekki sé farið að hrófla við sálinni líka á kyn- þáttalegum grundvelli sem stend- ur. Alger vafaatriði þessu við- víkjandi (svo ekki sé sagt hrein vitleysa) hafa verið borin fram sem vísindalega sannaðar stað- reyndir. Það var t.d. barið inn í almenning í Þýzkalandi á sinni tíð sem staðreynd, að þýzka þjóð- in væri svokallaðir Aríar og allra þjóða æðst. Var þetta nokkurs- lconar mótvægi gegn þeirri þjóð sem kallar sig „guðs útvöldu þj óð.“ Persónueg kynni mín af mönn- um af ýmsum fjarskyldum þjóð- um og kynjum hafa sannfært mig 48. tbi. VIKAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.