Vikan


Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 34

Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 34
Sterk og vönducf Verd vld allra haefi Gódir greidsIuskiI málar Litaval á plastáklsedi og bordplasti Veltitappar á stólfótum án aukakostnadar ALLT Í ELDHÚSIÐ Á SAMA STAÐ lítrum frá hvorum þeirra, kom- umst við hundrað kílómetra í viðbót, ef eyðimörkin er ekki verri en hún hefur verið hingað til. Þá eigum við aðeins eftir hundrað kílómetra til Udde. Þá getum við beðið þá aftur um lán, ef með þarf. De Dionarnir voru að ná þeim. — Tilbúinn, hvíslaði Godard. Hann fórnaði örmum, í örvænt- ingu, og hrópaði: — Bensínlaus! Gersamlega bensínlaus. Geym- arnir eru alveg þurrir. Cormier og Collignon litu hvor á annan, með undrunar- svip. Þeir voru líka vanir að spila poker. Þeir stigu út og mældu í tönkunum hjá sér, með hátíðlegum tilburðum, gægðust ofan í þá, bönkuðu þá, og hristu höfuðin. — Ég er búinn að nota þrjá- tíu lítra fyrir þessa áttatíu kíló- metra, sagði Cormier. — Helvítis lygarinn, hvíslaði Godard að du Taillis. — Ég hef ekki notað nema tuttugu sjálfur. Spijkerinn var fimmtán hest- öfl, de Dionarnir tíu. — Ég varð að fara í fyrsta yf- ir lausa sandinn, sagði Cormier í vörn. — Auk þess gufar bensínið upp í þessum hita. Hvað er hitinn hér, du Taillis? Du Taillis setti hitamælinn í skuggann af Spijkernum. Hitinn reyndist vera 47 stig á Celcíus. Du Taillis trúði því ekki, en varð að trúa sínum eigin augum. — Þarna sjáið þið, sagði Cor- mie.r. — Sjáðu nú til, Godard, við eigum eftir 180 kílómetra. (Godard áleit það vera 200) — Collignon og ég eigum sina hundrað lítrana hvor. Við skul- um gefa þér fimm eða sex lítra hvor, og þá kemstu að næsta brunni. Síðan skulum við senda þér þangað bensín frá Udde. Godard gerði sig ánægðan með þetta í fyrstu lotu. Coll- ignon og Cormier létu hann hafa lögg neðan í brúsa. Godard áleit að það væri um átta lítrar sam- talsö — Svínin, muldraði Godard við du Taillis. — Þeir eru báðir með fjörutíu lítra varatank undir sætinu. Næst ætla ég að segja þeim, að ég viti það. Það sem þeir gáfu okkur núna, er gagnslaust. Það þýðir aðeins fimmtíu kílómetra. Við verðum ekki komnir nema hálfa leið til Udde. — Við verðum að halda áfram, eins og við getum, sagði du Taillis. Godard ók hratt. Hann varð að vera á undan, þó ekki væri til annars en að fá tækifæri til að setja sex lítrana sína á. Nú renndu þeir sér ofan á lægri sléttuna, þar sem beinagrindurn- ar voru þéttastar. Það voru fimm stundarf j órðungar liðnir, síðan þeir höfðu fengið bens'nið. Spijkerinn þagnaði. Godard stökk niður og leit ofan í geym- inn. — Skraufþurr, sagði hann. Du Taillis horfði út yfir eyði- mörkina í von um að sjá ein- hversstaðar brunn. Það var til- gangslaust. — Hvaða nesti eigum við? spurði Godard. — Skipakex, kaldan kjúkl- ing og tvo lítra af vatni, sagði du Taillis. Svo bætti hann við. — Þeir geta ekki gert okkur þennan andskota. Þeir eiga að minnsta kosti ekki sökótt við mig. Ég er ekki þáttakandi í kappakstrinum, og mér er sama þótt ég þurfi að krjúpa á hnján- um. Ég ætla að biðja Cormier að gefa okkur fáeina lítra, svo við komumst að minnsta kosti hálfa leiðina héðan til Udde. Við báðum Udde um að senda bensín á móti okkur, og ef við kom- umst lengra, getur ekki verið nema spurning um fáeinar klukkustundir, áður en bensínið kemur. — Reyndu þá, sagði Godard stuttaralega. De Dionarnir voru nú komn- ir fast að þeim, Cormier á und- an. Du Taillis gekk til móts við þá. En Cormier nam ekki stað- ar. Um leið og hann fór fram hjá, kallaði hann glaðlega, eins og allt væri í lagi: — Er ekki allt í lagi? Ég skal láta senda ykkur bensín, um leið og ég kem til Udde. Collignon hafði ekki augun af sandinum. Hann leit ekki upp og sagði ekkert. Á engri stundu, voru báðir de Dion bílarnir horfnir. Jafnvel Godard var svo þrumu lostinn, að hann gat ekkert sagt. Du Taillis var gráti nær af reiði. Allt í einu varð þeim ljóst að þeir höfðu staðið hreyf- ingarlausir í sólinni í margar klukkustundir. Godard tók af sér sólhjálminn, til að laga hann, og sagði svo: — Við verð- um að reyna að koma upp tjaldi — við verðum að hafa skugga. — Du Taillis mældi hitann í skugganum á ný. Hann reyndist 45 gráður á Celsius, og það var tekið að kvölda. Þeir heyrðu ekkert hljóð, sáu enga hreyfingu, umhvertis þá var ekkert annað en sandauðn, sólin og beina- grindurnar. 34 VTKAN 48- tw-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.