Vikan


Vikan - 01.12.1966, Qupperneq 23

Vikan - 01.12.1966, Qupperneq 23
Þegar hún kom út, sá hún Shebu og Charles sitja þétt saman í bambusstólum og skrafa saman í lágum hljóðum. Þau hættu um leið og hún birtist. Ótti hennar um yfirvofandi hættu, sem hún hafði allan morguninn barizt á móti, óx aftur. Hún reyndi að bægja honum burt með því að telja sér trú um, að Charles hefði aðeins verið að sýnast fyrir Shebu. Sheba gaf henni kaffibolla og sagði að það væri synd, að Alan væri veikur. Fay sagði að það væri ekki mjög alvarlegt, en hann neyddist örugglega til að vera í bólinu í nokkra daga. — Ég vona að við misnotum okkur ekki gestrisni ykkur um of, sagði Fay. Sheba hló stutt og óþægilega. — Auðvitað ekki. Alan er vel- komið að vera hér, svo lengi sem hann kærir sig um. Við erum á Happy Harmony plantekrunni, það vitið þér. Fay horfði undr- andi á hana. Charles ætlaði að fara að segja eitthvað, en Sheba lyfti bogadregnum, reyttum augabrunum og hélt áfram ó- trufluð: — Og allt þetta fína fólk, sem kemur hér með vini sína -— hvað ætti maður þá að halda? — Ég hef útskýrt fyrir þér þetta með Madeline, sagði Char- les þvermóðskuful Iur. - - Þú veizt vel, af hverju ég tók hana með. Sheba leit beint á Fay og sagði: Það voru ekki aðeins þú og Madeline, sem ég var að hugsa um. Fay gleymdi alveg ákvörð- un sinni' um að vera róleg og ákveðin. Andlit hennar lýsti af reiði, þegar hún sagði ögrandi: — Eruð þér að gefa í skyn, að maðurinn minn sé tilfallinn vin- ur? Sheba leit undrandi á hana: — Það er undir kringumstæð- um hjónabandsins komið, en ég vona að minnsta kosti, mín kæra, að þér hafið haft ánœgju af því að vera hérna og kynnast Alan svolítið. Hún lagði áherzlu á síðustu orðin. — Það er ég viss um, að þér hafið. — Þú hefur saurugan hugs- anagang, Sheba, sagði Charles. — En ég veit, að allt sem er venjulegt og eftir settum reglum, gerir hálfpartinn út af við þig. Sheba hló og yppti öxlum. Nú afsakaði Fay sig með því, að Alan væri veikur og hún gæti þessvegna ekki verið við morg- unverðarborðið næsta dag. — Dekraðu nú ekki allt of mikið við hann, Fay. — Karl- mennirnir eru eins og smábörn. Þeir halda alltaf, að þeir séu helmingi veikari en þeir eru, og nota það sem afsökun fyrir því að þeir segja ekki eitt einasta gáfulegt orð. Alan sagði að minnsta kosti ekki eitt skynsam- legt orð við mig, sagði Made- line og hló dálítið móðguð. Fáy létti. Svo Madeline hafði ekki fengið það út úr samtalinu við Alan, sem hún hafði vonað. En hvað var það, sem hún hafði vonazt eftir? Staðfesting á því, að hann og Fay værú ekki gift eða áætlanir um framtíðina .... hans og Madeline? Hún gaf Alan annan kínín- skammt. Hann var ekki lengur með hita, og ef hún héldi áfram hjúkrun sinni myndi það versta bráðum vera afstaðið. — Madeline sagði, að þú hefð- ir ekki sagt eitt einasta skyn- samlegt orð við hana í morgun, sagði hún við hann. Hann hió. — Ég hef uppgötvað, að ef maður segir fólki sannleikann, er það alveg visst um, að maður sé ekki með réttu ráði. Hún spurði hann ekki hvaða sann- leikur það væri, sem hann hefði sagt Madeline. En hún var á- nægðari. Hún sagði honum frá samtalinu við Shebu. En hann vék að öðru: — Það er alveg sama núna hvað hún heldur. En ég vil gjarnan tala við Charles. Getur þú komið því í kring? f sama bili bankaði Charles á dyrnar og kom inn. — Þau eru ennþá að borða morgunverðinn, en ég afsakaði mig með því að ég ætlaði fara inn í herbergi til litlu stúlkunn- ar. Það var enginn, sem elti mig, og allir þjónar voru uppteknir við störf sín. Hann brosti og sett- ist. Sólin skein í gegnum glugg- ann á ljóst hár hans og vin- gjarnleg augu. Fay fannst efi sinn minnka. Alan kinnkaði kolli viðurkennandi. — Þetta var góð hugmynd. Fay hefur sagt mér um áætlun- ina. Er nokkuð að? — Nei, ég hef gengið frá nll- um smáatriðum. John er ekki í mjög góðu skapi, en mér hefur henpnazt að snúa bví okkur í hag. Sheba samþykkti að ég skyldi gera hosur mínar grænar fyrir Madeline. Ég pet ekki savt. að hún hafi verið yfir sig ánægð. en þótt við Madeline förum í gönguferð í tunglsliósinu eftir kvöldmat. held ég að hún srruni okkur ekkert. Hún heldur að það tilheyri leiknum. Nokkru seinna ffæti Fay svo saí?t, að hún ætlaði eð fá sér ferskt lofi eftir að bafa verið í svefn- herhereinu mestan hluta dagsins og lít.ið farið út. Aðalvandamál- ið er Jivernig við komum yður út, Alan. — Þér skuluð ekki hafa á- hyggiur af mér. Ég skal ráða fram úr bví. Charles horfði und- arlega á hann. Þér eruð miög öruggur um siálfan yður. Án þess að hika svaraði Alan: — Hvers vegna ætti ég ekki að vera bað? Ég er ekki algjör bíáni. Látið mig um það. — Eruð þér ekki of veikur til að koma með? spurði Charles svo. En það var ekki annað heyrt á rödd hans en að hann tryði því alls ekki, að Alan væri veik- ur. Fay þagnaði, því hún vildi ekki rífast við Charles. Þar að auki yrðu þau brátt komin til Singapore. Þegar þau kæmu þangað, gæti hún gætt Alans og — hún myndi hitta Eve. Hún fylltist sektarmeðvitund vegna þess, hve lítið hún hafði hugsað um Eve þessa síðustu tuttugu og fjóra klukkutímana. Eina á- stæða hennar til að koma hing- að hafði verið að hitta Eve! Hún hafði ennþá áhyggjur af henni. Hún leit snöggt á Alan. — Verið bara rólegur, ég skal sjá um það, svaraði Alan síðustu spurningu Charles. — Þér megið ekki valda mér vonbrigðum. Þá verða stúlkurnar alveg miður sín. Þetta átti að vera vingjarnlega athugasemd, einhvernveginn kom hún ekki þannig út. FLÓTTINN. Sólin var setzt bak við stóra banyantréð og skordýrin höfðu hafið sönglist sína. Lo hafði ekið borðinu með drykkjunum út af veröndinni. Þetta gæti hafa verið eins og öll hin kvöldin en var það ekki. Eða var það Fay, sem var á nálum? Hún gat ekki losað sig við þá hugmynd, að hún væri leikari í leikriti, þar sem allt væri fyrir- fram ákveðið. Hún reyndi að full- vissa sig um að það væri þessi hræðilega bið, sem tæki svona á taugarnar. Síðustu tímarnir. áður en flóttinn hófst, siluðust áfram. Spenningurinn steig með hverri mínútunni. Þannig hlaut her- mönnunum að líða í skotgröfun- um fyrir árás, hugsaði hún. Ró- legir á yfirborðinu. en svitinn streymdi úr svitaholunum og hiartað barðist í brióst'nu. Æsi- tilfinningin gerði hana fámál»?a. en hún virtist hafa þveröfug áh''if á Madeline. Hún -rar óeðli- lega kát, daðraði við Charles og reyndi iafnvel að stríða John, sem var þó eins og veniulega, lokaður inn í siálfum sér og frá- hrindandi. Charles daðraði við hana eins og samið hafði verið um. og að þessu sinni virtist Shebu vera sama. Þunnar varir h^'-irmr boonnðu í ánægiulegu, næqtiim ili'urnis'effu brosi. Slóttugu Mona-Lísu brosi, sem fferði Fav enn óttaslegnari og taugaóstyrkari við allt bað, sem gerzt hafði þennan dag. Líðan Alans var skárri, þegar líða tók á daginn. Meðan hann fengi nauðsynlegan kíninskammt var hún viss um, að hann myndi standast ferðina. Hiín tróð eins mörgum flöskum í veskið sitt eins og þar komust fyrir. Það var of erfitt að taka ferangurinn með. — En ég hef þá ekkert til að fara í, þegar við komum til Singapore. — Ég skal kaupa sarong handa þér. Þú verður dásamleg í honum, ástin mín. Þú hefur ein- mitt rétta vöxtinn fyrir þannig klæðnað, grönn og drengjaleg, sagði hann og hló hátt. — Þér finnst sem sagt, að ég sé beinagrind? Hins vegar er ekkert í okkar samningi, sem fer fram á að þú kallir mig ástina þína. — Finnst þér samt ekki gaman að því? Ég held að það sé engin kona, sem hefur á móti því að vera kölluð ástin mín. Hann fór í slopp og gekk til hennar — þú fyrirlítur mig ekki? Það fauk í hana, þegar hún fann að hún roðnaði. — Nei, þú fjrrirlítur mig ekki, hélt hann áfram í ánægjulegum tón. — Ég er ekki ímyndunar- veikur, heldur þekki ég svo- lítið inn á konur. — Allt of mikið! gusaðist út úr henni. Hann leit undrandi á hana. — Er það afbrot? Það getur varla verið. Hann dró hana fast upp að sér og kyssti hana á munninn og hún barðist ekki á móti. Hún vissi ekki, hvort hún svaraði kossum hans eða ekki. Hún vissi ekki af sér fyrr, en Lo hringdi til kvöldverðar. Hún sleit sig í flýti af honum. — Þetta er brjálæði. Hún reyndi að tala rólega en rödd hennar skalf. — Nei, þetta er elckert brjál- æði. Þetta er bara mannlegt. Við getum gert þetta miklu betur, þegar við komum til Singapore. Ef heppnin er með okkur, bætti hann við. Þessi setning endur- ómaði í höfði Fay alla máltíðina á enda. Andrúmsloftið varð ennþá þvingaðra, eftir því sem lengra leið. Það virtist áberandi hávaði, þegar glamraði í mataráhöldun- um, þegar þau lyfti kaffibollun- um; slitrótt samtalið og hvernig þau horfðu hvert á annað. Fav afsakaði sig og sagðist þurfa að skreppa aðeins inn í barnaher- bergið til Sonyu litlu. Hún bafði óttast þetta andartak. — Hvað er að Fay? Ertu að gráta? Það var hræðsla í rödd litlu stúlkunnar. Hún skalf, þegar hún hélt áfram: — Eve grét líka, kvöldið sem hún kvaddi mig og fór aftur til Singapore. Ég vissi. að hún myndi aldrei koma til baka og ég veit það sama núna. Þú mátt ekki fara frá mér. Hún minntist orða Alans: — Það er sama hvað gerist, barninu verður ekki gert neitt mein, en það eru hundrað líkur á móti einni fyrir því að þú verðir höfðinu styttri, ef þú verður hérna eftir, Fay. Brosið, sem fylgdi, yljaði henni um hjartaræturnar og hann bætti við: — Þú sagðist ekki kæra þig um að ég dæi. Má ég launa þér gullhamrana í sama? Hún Framhald á bls. 52. 48. tbi. VIICAN 23

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.