Vikan


Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 24

Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 24
"Nú eru góð kaup í boði Uppþvottalögurinn „3 hands LIGHTNING" er í stórri, en ókaflega handhægri plastflösku, sem inni- heldur rúmlega 1 lítra. Uppþvottalögurinn er bland- aður LANOLINI og fer því mjög vel með hendurnar. Tappinn, sem er af nýrri gerð, hindrar óþarfa sóun og óþrif. Mildur og góður ilmur. Leirtauið verður skínandi fagurt ó augabragði. Spyrjið um verðið, og þér munuð sannfœrast um, að góð kaup eru í boði INNFLYTJANDI GLÓBUS HF. Dey ríkur, dey glaSur Framhald af bls. 5 Craig reikaði aftur að rúminu og settist. — Við komumst að því ó sínum tíma — bæði, sagði hann og benti henni að koma til sfn. Hún hikaði og hann gaf henni aftur merki. Hún kom til hans og hann hvíslaði í eyra hennar. — Það er hljóðnemi í herberginu. Það er hlustað á okkur. Þeir vilja vita, að við erum hrædd. Stúlkan greip andann ó lofti. Svo tók hún að gróta — lógt, næst- um feimnislega. Craig lagði handleggina utan um hana og róaði hana með yl og orku líkama síns og smóm saman runnu tórin auðveldlega, líkami hennar hallaðist að hans, eins og það eitt að snerta hann gerði hana örugga. Að lokum fann munnur hennar hans og hún kyssti hann af æðisgenginni og örvæntingar- fullri óstríðu. Craig greip andann ó lofti, þegar þ|óningin nísti hóls hans aftur og hendur hans tóku fastar ó olívumjúku hörundi henn- ar, en að lokum ýtti hann henni fró sér. — Þeir koma að sækja okkur bróðum, sagði hann. — Viltu að þeir finni okkur svona? Hún yppti öxlum. — Skiptir það móli? Við deyjum hvort sem er. — Kannski, s’agði Craig. — En ekki svo auðveldlega. Ég dey ekki auðveldlega. Hann hugsaði um Grierson og Andrews. Ef þeir væru ennþó lausir, hafði hann mögu- leika. Það var rjólað við dyrnar og Craig fór frá stúlkunni, stóð reiðu- búinn. Dyrnar opnuðust og Þeseus stóð þar, Berettan eins og leikfang í tröllvöxnum höndunum. Hann leit af Piu á Craig og var allt annað en hamingjusamur á svíd. Ég sagði þér að það myndu verða vandræði. Húsbóndinn vill tala við þig. Craig gekk nær. — En engin vandræði, ha? — Engin vandræði, sagði Craig og leit á Piu. — Það verður allt í lagi með hana, sagði Þeseus. — Fitjaðu bara ekki upp á neinu. Þau gengu í röð, Pia fyrst, sfð- an Craig að káetu Naxosar. Annar sjómaður var á verði úti fyrir, og hann opnaði dyrnar undir eins; og öll þrjú fóru inn. Að innan var herbergið eins og réttarsalur. Stórt borð fyrir dómar- ana — Naxos í miðjunni, Dyton- Blease til vinstri og kona til hægri. Konan vardökk, glæsileg með hátt, stolt nef, rauðan, fallegan munn. Hún varklædd eins og Tuareg prins- essa. Naxos og Dyton-Blease voru hvíldir og hressir, í svölum hrein- um fötum. Pia og Craig stóðu hin- um megin við borðið og skynjuðu krympuð og þvæld föt sín, óhrein- indin, þann skort á reisn, sem allir fangar hafa, vegna þess að þeir eru fangar. — Við sáum við þér, Craig, sagði Naxos. Craig sagði ekkert. Við vitum allt um, hvað þú ætl- aðir að gera. Craig stóð þarna, horfði á hann, andlitið föl gríma, bað einskis, gaf ekkert. — Jæja? sagði Naxos. Craig hélt áfram að horfa á hann, án haturs, án reiði. Þessir menn ætluðu brátt að meiða hann, Ifkami hans og hugur einbeittu sér að því að fást við það — aðeins það. Það var ekkert afgangs, jafn- vel ekki til að vorkenna stúlkunni, sem stóð við hlið hans. — Ég skal tala við hann, sagði Dyton- Blease og enn leit Craig ekki á hann. Þetta var það sem hann vildi — að stóri maðurinn réðist að honum — ef til vill yrðu honum á einhver mistök. Ef svo færi myndi Craig drepa hann. Það var lítill möguleiki á því, en það gæti gerzt og ef það gerðist gæti það gefið honum tækifæri einu sinni. — Þá það, sagði Naxos. — Láttu hann tala. Stóri maðurinn reis á fætur. Rólegur, nákvæmur, lipur og ógn- andi. Konan í bláu og rauðu skikkj- unni sagði: — Nei. Setztu. Dyton- Blease hikaði, skildi ekki að kona gæfi skipanir og konan sagði aft- ur: — Setztu. Við tölum fyrst. Síð- ar máttu skemmta þér — eftir að við Naxos höfum undirritað. Dyton-Blease settist, án þess að hafa augun af Craig og Craig hló að honum, háum, gjallandi hlátri, sem kom roðanum fram f andlit stóra mannsins. Craig sagði á arab- ísku: — Þú, manntemjari, viltu að ég skriði fyrir þér, svo ég verði ekki barinn? Andlit Dyton-Blease varð ennþá rauðara: — Þeseus! hrópaði hann. Bátsmaðurinn nálgaðist. Craig sneri sér við, hratt með annan handlegginn framteigðan, handar- jaðarinn þvert fyrir og banvænn eins og öxi, hin höndin hnefi, á- hald vöðva og vilja, sem gat slegið gat á tréhurð. Dyton-Blease stundi, þegar Þeseus hikaði utan seilingar og miðaði byssunni á Craig. — Taktu hann, af hverju tekurðu hann ekki. Þeseus hikaði enn. — Áfram, sagði Naxos. — Þú getur étið hann. Þeseus hristi höfuðið. — Ég get reynt, sagði hann. — Hann myndi drepa mig. Dyton-Blease sagði: — Þetta er hlæilegt. Við afhjúpum stigamann- inn, drögum hann fyrir rétt, beinum að honum byssum og erum dauð- hræddir. — Þið ættuð að vera það, sagði Þeseus. — Heyrið þið nú, sagði Naxos. — Enga tæpitungu meir. Við vitum til hvers þú ert hér, Craig. Til að drepa mig. Þú hafðir sviðsett það laglega. Ef Dyton-Blease hefði ekki n viican 48-tbl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.